„Fyrstur kemur fyrstur fær“: Börnum mismunað í aðgengi að sumarnámskeiðum á vegum Reykjavíkurborgar Foreldrar barna á starfsstöð í Vesturbæ Reykjavíkur skrifar 9. maí 2024 10:32 Á hverju vori hefst kapphlaup meðal foreldra barna í yngstu stigum grunnskóla borgarinnar, þar sem keppt er um takmörkuð pláss í sumarstarf frístundaheimilanna. Að missa af plássi á frístundaheimili getur verið dýrkeypt fyrir heimilið, enda er dagvistun forsenda þess að foreldrar og forráðamenn komist til vinnu. Sumarleyfi barna í grunnskólum borgarinnar eru mun lengri en sumarleyfi á vinnumarkaði. Reykjavíkurborg starfrækir vandað frístundastarf fyrir grunnskólanema en þar dvelja flest börn í fyrstu bekkjum grunnskóla á veturna eftir að skóladegi lýkur. Á starfsstöðvunum vinnur úrvals starfsfólk sem skipuleggur dagskrá í samvinnu við börnin sjálf og sinnir þeim af hlýju og áhuga. Í frístundinni leika krakkarnir sér saman undir eftirliti, taka þátt í listasmiðjum, íþróttum og fara í vettvangsferðir svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrar þessara ungu Reykvíkinga finna vel fyrir því hve ánægðir krakkarnir eru með frístundina, þau hlakka til að mæta og finnst súrt að missa úr degi. Frístundaheimilin eru hreinlega ómissandi og það er þakkarvert að svo gott fólk veljist þar til starfa þrátt fyrir lágt kaup. Frístundaheimilin starfrækja sumarnámskeið frá 8.30-16.30 alla virka daga í sex vikur yfir sumartímann. En sá er galli á gjöf Njarðar að frístundaheimilin fá einungis fjármagn til að sinna um helmingi af eftirspurninni og færri komast að en vilja. Hér er því um takmörkuð gæði að ræða og ætla mætti að þeim gæðum yrði skipt á réttlátan hátt. En svo er ekki. Opnað er fyrir umsóknir á tilteknum degi og tíma á vorin. Þeir foreldrar sem vita hvernig kerfið virkar sitja tilbúnir við tölvuna og skrá sitt barn á allar þær vikur sem þau óska eftir. Sú regla sem forstöðumönnum starfsstöðvanna er gert að fara eftir við inntöku er: Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þau sem eru fyrst til að skrá sín börn fá því pláss, oft í allar þær vikur sem þau óska eftir, en þau sem á eftir koma fá kannski ekkert. Engin önnur viðmið eru við inntöku, hvorki félagsleg eða efnahagsleg staða foreldra né annað sem getur veitt börnum forgang. Þau sem sækja um á slaginu kl. 10 fá allt á meðan þau sem sækja um tuttugu mínútum seinna fá kannski ekkert. Um er að ræða mikið niðurgreidda þjónustu á vegum borgarinnar, sem kostuð er með útsvari sem við borgarbúar greiðum í sameiningu til samreksturs samfélagsins okkar. Þetta ósanngjarna kerfi bitnar í fyrsta lagi á börnunum sjálfum sem mörg hver vilja helst vera í sumarfrístund með bekkjarfélögum sínum. Í öðru lagi snýr óréttlætið að foreldrum í efnahagslegu tilliti því hér um mikla mismun að ræða hvað varðar skiptingu á almannagæðum. Hver vika í sumarfrístund kostar um 15.000 krónur en til samanburðar eru flest önnur úrræði, svo sem sumarnámskeið fyrir börn á vegum íþróttafélaga eða myndlistarskóla, að minnsta kosti fórum sinnum dýrari. Það getur því munað mjög miklu í kostnaði fyrir þá foreldra sem neyðast til að kaupa námskeið annars staðar allt sumarið. Þá er fyrirkomulag af þessu tagi, sem krefst þekkingar á kerfishlið umsóknar, til þess fallið að mismuna börnum innflytjenda og annarra nýrra Íslendinga sem ekki tala íslensku sem fyrsta mál og búa að smærra tengslaneti. Slíkir hópar mega síst við því að verða af þjónustu á borð við sumarfrístund. Þó að borgin sé með sértæk úrræði sem snúa að afslætti námskeiðsgjalda fyrir nýja Íslendinga er umsóknarkerfið þessum hópum óvilhallt. Foreldrar sem sinna grunn- og bráðaþjónustu, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, hafa sömuleiðis síðri tök á því að vakta umsóknarglugga klukkan 10 að morgni. Þá geta veikindi einnig valdið því að ekki sé hægt að vakta gluggann. Skv. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber borginni að tryggja jafnræði borgaranna og má einnig vísa til 65. gr. stjórnarskrár sem kveður á um að tryggja beri borgurum sama rétt og leggur bann við mismunun á grundvelli þjóðfélagsstöðu. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var lögfestur hér á landi með lögum nr. 19/2013. Þar er vísað til lögfestrar meginreglu barnaréttar um að í öllum ákvörðunum sem snúa að börnum, skuli fyrst líta til þess hvað sé barninu fyrir bestu. Að úthluta gæðum með þessum hætti skapar ójöfnuð sem hefur áhrif á efnahag fjölskyldu barnsins, félagslega stöðu þess og líðan. Þá má kanna hvernig slíkt fyrirkomulag samræmist mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem kveður á um baráttu gegn margþættri mismunun og áherslu á heildstæða sýn. Óskandi væri að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að bjóða öllum þeim grunnskólabörnum, sem þess óska, pláss í sumarfrístund eftir þörfum hverrar fjölskyldu. En á meðan ekki er sett meira fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk setjum við fram skýlausa kröfu um að gæðunum sé útdeilt á sanngjarnari hátt. Það ætti að vera sjálfssagt að foreldrar fengju ráðrún til að senda inn umsóknir sem síðan yrði unnið úr og fólki boðin pláss í samræmi við gagnsæ og sanngjörn viðmið. Höfundar eru foreldrar barna á starfsstöð í Vesturbæ Reykjavíkur: Valgerður Pálmadóttir Nína Richter Hjördís Harðardóttir Tryggve Folkeson Halla Þórlaug Óskarsdóttir Eva Rún Snorradóttir Guðrún Harðardóttir Kasper Kristensen Lea María Lemarquis Andréa Massad Thabit Lakh Sindri Magnússon Guðlaug Elísabet Finnsdóttir Ingibjörg Snædal Guðmundsdóttir Hólmfríður Hafsteinsdóttir Guðrún Hrund Harðardóttir Eva Lára Haukdsóttir Júlía Runólfsdóttir Jón Heiðar Kolbrúnarson Anna Dís Guðrúnardóttir Ósk Jóhannesdóttir Yrsa Þöll Gylfadóttir Vilborg Guðjónsdóttir Kristján Hrannar Pálsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frístund barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Á hverju vori hefst kapphlaup meðal foreldra barna í yngstu stigum grunnskóla borgarinnar, þar sem keppt er um takmörkuð pláss í sumarstarf frístundaheimilanna. Að missa af plássi á frístundaheimili getur verið dýrkeypt fyrir heimilið, enda er dagvistun forsenda þess að foreldrar og forráðamenn komist til vinnu. Sumarleyfi barna í grunnskólum borgarinnar eru mun lengri en sumarleyfi á vinnumarkaði. Reykjavíkurborg starfrækir vandað frístundastarf fyrir grunnskólanema en þar dvelja flest börn í fyrstu bekkjum grunnskóla á veturna eftir að skóladegi lýkur. Á starfsstöðvunum vinnur úrvals starfsfólk sem skipuleggur dagskrá í samvinnu við börnin sjálf og sinnir þeim af hlýju og áhuga. Í frístundinni leika krakkarnir sér saman undir eftirliti, taka þátt í listasmiðjum, íþróttum og fara í vettvangsferðir svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrar þessara ungu Reykvíkinga finna vel fyrir því hve ánægðir krakkarnir eru með frístundina, þau hlakka til að mæta og finnst súrt að missa úr degi. Frístundaheimilin eru hreinlega ómissandi og það er þakkarvert að svo gott fólk veljist þar til starfa þrátt fyrir lágt kaup. Frístundaheimilin starfrækja sumarnámskeið frá 8.30-16.30 alla virka daga í sex vikur yfir sumartímann. En sá er galli á gjöf Njarðar að frístundaheimilin fá einungis fjármagn til að sinna um helmingi af eftirspurninni og færri komast að en vilja. Hér er því um takmörkuð gæði að ræða og ætla mætti að þeim gæðum yrði skipt á réttlátan hátt. En svo er ekki. Opnað er fyrir umsóknir á tilteknum degi og tíma á vorin. Þeir foreldrar sem vita hvernig kerfið virkar sitja tilbúnir við tölvuna og skrá sitt barn á allar þær vikur sem þau óska eftir. Sú regla sem forstöðumönnum starfsstöðvanna er gert að fara eftir við inntöku er: Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þau sem eru fyrst til að skrá sín börn fá því pláss, oft í allar þær vikur sem þau óska eftir, en þau sem á eftir koma fá kannski ekkert. Engin önnur viðmið eru við inntöku, hvorki félagsleg eða efnahagsleg staða foreldra né annað sem getur veitt börnum forgang. Þau sem sækja um á slaginu kl. 10 fá allt á meðan þau sem sækja um tuttugu mínútum seinna fá kannski ekkert. Um er að ræða mikið niðurgreidda þjónustu á vegum borgarinnar, sem kostuð er með útsvari sem við borgarbúar greiðum í sameiningu til samreksturs samfélagsins okkar. Þetta ósanngjarna kerfi bitnar í fyrsta lagi á börnunum sjálfum sem mörg hver vilja helst vera í sumarfrístund með bekkjarfélögum sínum. Í öðru lagi snýr óréttlætið að foreldrum í efnahagslegu tilliti því hér um mikla mismun að ræða hvað varðar skiptingu á almannagæðum. Hver vika í sumarfrístund kostar um 15.000 krónur en til samanburðar eru flest önnur úrræði, svo sem sumarnámskeið fyrir börn á vegum íþróttafélaga eða myndlistarskóla, að minnsta kosti fórum sinnum dýrari. Það getur því munað mjög miklu í kostnaði fyrir þá foreldra sem neyðast til að kaupa námskeið annars staðar allt sumarið. Þá er fyrirkomulag af þessu tagi, sem krefst þekkingar á kerfishlið umsóknar, til þess fallið að mismuna börnum innflytjenda og annarra nýrra Íslendinga sem ekki tala íslensku sem fyrsta mál og búa að smærra tengslaneti. Slíkir hópar mega síst við því að verða af þjónustu á borð við sumarfrístund. Þó að borgin sé með sértæk úrræði sem snúa að afslætti námskeiðsgjalda fyrir nýja Íslendinga er umsóknarkerfið þessum hópum óvilhallt. Foreldrar sem sinna grunn- og bráðaþjónustu, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, hafa sömuleiðis síðri tök á því að vakta umsóknarglugga klukkan 10 að morgni. Þá geta veikindi einnig valdið því að ekki sé hægt að vakta gluggann. Skv. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber borginni að tryggja jafnræði borgaranna og má einnig vísa til 65. gr. stjórnarskrár sem kveður á um að tryggja beri borgurum sama rétt og leggur bann við mismunun á grundvelli þjóðfélagsstöðu. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var lögfestur hér á landi með lögum nr. 19/2013. Þar er vísað til lögfestrar meginreglu barnaréttar um að í öllum ákvörðunum sem snúa að börnum, skuli fyrst líta til þess hvað sé barninu fyrir bestu. Að úthluta gæðum með þessum hætti skapar ójöfnuð sem hefur áhrif á efnahag fjölskyldu barnsins, félagslega stöðu þess og líðan. Þá má kanna hvernig slíkt fyrirkomulag samræmist mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem kveður á um baráttu gegn margþættri mismunun og áherslu á heildstæða sýn. Óskandi væri að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að bjóða öllum þeim grunnskólabörnum, sem þess óska, pláss í sumarfrístund eftir þörfum hverrar fjölskyldu. En á meðan ekki er sett meira fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk setjum við fram skýlausa kröfu um að gæðunum sé útdeilt á sanngjarnari hátt. Það ætti að vera sjálfssagt að foreldrar fengju ráðrún til að senda inn umsóknir sem síðan yrði unnið úr og fólki boðin pláss í samræmi við gagnsæ og sanngjörn viðmið. Höfundar eru foreldrar barna á starfsstöð í Vesturbæ Reykjavíkur: Valgerður Pálmadóttir Nína Richter Hjördís Harðardóttir Tryggve Folkeson Halla Þórlaug Óskarsdóttir Eva Rún Snorradóttir Guðrún Harðardóttir Kasper Kristensen Lea María Lemarquis Andréa Massad Thabit Lakh Sindri Magnússon Guðlaug Elísabet Finnsdóttir Ingibjörg Snædal Guðmundsdóttir Hólmfríður Hafsteinsdóttir Guðrún Hrund Harðardóttir Eva Lára Haukdsóttir Júlía Runólfsdóttir Jón Heiðar Kolbrúnarson Anna Dís Guðrúnardóttir Ósk Jóhannesdóttir Yrsa Þöll Gylfadóttir Vilborg Guðjónsdóttir Kristján Hrannar Pálsson
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun