„Ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í sextíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 22:09 Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði átta mörk fyrir Ísland í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gísli Þorgeir Kristjánsson átti hörkuleik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistlandi í undankeppni HM í kvöld, 50-25. „Mér fannst við bara vera hrikalega flottir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Að skora 50 mörk í einum handboltaleik, það er ekki oft sem það gerist,“ sagði Gísli í leikslok. „Ég er bara gríðarlega sáttur með það hvernig við komum inn í leikinn. Að gera þetta af fullum krafti og gera þetta svona vel eins og við gerðum.“ Fimmtugasta mark Íslands í leiknum kom ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins þegar Orri Freyr Þorkelsson brunaði fram í hraðaupphlaup. Gísli segir að liðið hafi sett sér það markmið að skora fimmtíu mörk og að það hafi vissulega tekist, þó það hafi staðið tæpt. „Það stóð tæpt, en það hafðist. Þegar þeir tóku leikhlé á 52. mínútu þá settum við okkur það markmið að fimmtíu mörk væri möguleiki og það hafðist,“ sagði Gísli léttur. Hann er þó sérstaklega ánægður með það að íslenska liðið hafi ekki leyft sér að slaka á í síðari hálfleik, þrátt fyrir að leiða með fjórtán mörkum í hléi. „Þetta var eitthvað sem við töluðum um í hálfleik. Þetta er oft eitthvað sem lið tala um, að ætla ekki að slaka á, en síðan einhvernveginn gerist það samt. Við vorum mjög fastir á því að gera þetta af sama krafti og við gerðum í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur í einum handboltaleik. Bara gríðarlega stoltur.“ Þá segir hann mikilvægt að taka þessa frammistöðu með liðinu í næsta leik gegn Eistum sem er á laugardaginn. „Við ætlum að gera þetta eins vel á laugardaginn á móti þeim og vinna það líka bara örugglega,“ sagði Gísli að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Mér fannst við bara vera hrikalega flottir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Að skora 50 mörk í einum handboltaleik, það er ekki oft sem það gerist,“ sagði Gísli í leikslok. „Ég er bara gríðarlega sáttur með það hvernig við komum inn í leikinn. Að gera þetta af fullum krafti og gera þetta svona vel eins og við gerðum.“ Fimmtugasta mark Íslands í leiknum kom ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins þegar Orri Freyr Þorkelsson brunaði fram í hraðaupphlaup. Gísli segir að liðið hafi sett sér það markmið að skora fimmtíu mörk og að það hafi vissulega tekist, þó það hafi staðið tæpt. „Það stóð tæpt, en það hafðist. Þegar þeir tóku leikhlé á 52. mínútu þá settum við okkur það markmið að fimmtíu mörk væri möguleiki og það hafðist,“ sagði Gísli léttur. Hann er þó sérstaklega ánægður með það að íslenska liðið hafi ekki leyft sér að slaka á í síðari hálfleik, þrátt fyrir að leiða með fjórtán mörkum í hléi. „Þetta var eitthvað sem við töluðum um í hálfleik. Þetta er oft eitthvað sem lið tala um, að ætla ekki að slaka á, en síðan einhvernveginn gerist það samt. Við vorum mjög fastir á því að gera þetta af sama krafti og við gerðum í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur í einum handboltaleik. Bara gríðarlega stoltur.“ Þá segir hann mikilvægt að taka þessa frammistöðu með liðinu í næsta leik gegn Eistum sem er á laugardaginn. „Við ætlum að gera þetta eins vel á laugardaginn á móti þeim og vinna það líka bara örugglega,“ sagði Gísli að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19