Hugleiðingar í aðdraganda kosninga Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 8. maí 2024 12:32 Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi. Það er ánægjulegt að sjá frambjóðendur tala um kraftinn í íslensku þjóðinni og mörg þeirra tala um að sjálfbærni, virðing, réttlæti og friður verði þeirra leiðarljós í embætti. Það skiptir máli að talað sé um samfélag okkar á jákvæðan hátt og bent á það góða starf sem víða er unnið en við erum vanari hefðbundnari fréttum þar sem fjallað er um það sem betur má fara og um málefni sem valda óhug og ótta. Það skapar bjartsýni og gefur kraft þegar talað er af jákvæðni. Tilfinningar á borð við von, samkennd og þakklæti eru líklegar til að vekja fólk til virkni, hvort sem er í sínu eigin lífi eða til þátttöku í samfélagsstarfi. Það skiptir því ekki síður máli að við sem einstaklingar tölum um okkur sjálf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en oft á tíðum er okkar innri gagnrýnandi ekki að hvetja okkur áfram til góðra verka heldur að benda á hvað við gætum gert betur og vara okkur við ímynduðum ógnum. Til þess að hjálpa okkur til að lifa af hefur hugur okkar tilhneigingu til þess að horfa á það sem hann telur ógna öryggi okkar og því tökum við frekar eftir neikvæðu áreiti en jákvæðu. En hugurinn hefur einnig möguleika til að svara þessari neikvæðisskekkju og skiptir þá máli að vera meðvituð um þessa tilhneigingu og finna leiðir til að draga úr henni. Rannsóknir sýna að með því að huga að okkar innri veröld, viðhorfum og gildismati og leitast frekar við að dvelja í þakklæti fyrir það sem er jákvætt í okkar lífi og sýna okkur og öðrum samkennd gagnvart því sem betur má fara erum við líklegri til að eiga innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Nýtum tækifærið sem forsetakosningarnar bjóða til að huga að því sem við viljum sjá dafna og blómstra hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða í samfélaginu sem við byggjum. Höfundur er eigandi Veglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi. Það er ánægjulegt að sjá frambjóðendur tala um kraftinn í íslensku þjóðinni og mörg þeirra tala um að sjálfbærni, virðing, réttlæti og friður verði þeirra leiðarljós í embætti. Það skiptir máli að talað sé um samfélag okkar á jákvæðan hátt og bent á það góða starf sem víða er unnið en við erum vanari hefðbundnari fréttum þar sem fjallað er um það sem betur má fara og um málefni sem valda óhug og ótta. Það skapar bjartsýni og gefur kraft þegar talað er af jákvæðni. Tilfinningar á borð við von, samkennd og þakklæti eru líklegar til að vekja fólk til virkni, hvort sem er í sínu eigin lífi eða til þátttöku í samfélagsstarfi. Það skiptir því ekki síður máli að við sem einstaklingar tölum um okkur sjálf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en oft á tíðum er okkar innri gagnrýnandi ekki að hvetja okkur áfram til góðra verka heldur að benda á hvað við gætum gert betur og vara okkur við ímynduðum ógnum. Til þess að hjálpa okkur til að lifa af hefur hugur okkar tilhneigingu til þess að horfa á það sem hann telur ógna öryggi okkar og því tökum við frekar eftir neikvæðu áreiti en jákvæðu. En hugurinn hefur einnig möguleika til að svara þessari neikvæðisskekkju og skiptir þá máli að vera meðvituð um þessa tilhneigingu og finna leiðir til að draga úr henni. Rannsóknir sýna að með því að huga að okkar innri veröld, viðhorfum og gildismati og leitast frekar við að dvelja í þakklæti fyrir það sem er jákvætt í okkar lífi og sýna okkur og öðrum samkennd gagnvart því sem betur má fara erum við líklegri til að eiga innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Nýtum tækifærið sem forsetakosningarnar bjóða til að huga að því sem við viljum sjá dafna og blómstra hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða í samfélaginu sem við byggjum. Höfundur er eigandi Veglyndis.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar