Forseti allra Ragnhildur Björt Björnsdóttir skrifar 7. maí 2024 15:02 Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar