Vörður á veginum framundan Davíð Þorláksson skrifar 8. maí 2024 07:31 Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum. Stofnvegir Hvað varðar fjárfestingar í stofnvegum þá má í fyrsta lagi nefna Sæbrautarstokkinn. Öðru hönnunarstigi af þremur er að ljúka og væntanleg er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. Í öðru lagi er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka vegna nýrra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í þriðja lagi hefur verið að skoðað hvort betra sé að setja Miklubraut í stokk eða göng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka og í kjölfarið er reiknað með að hægt verði að velja hvor leiðin verður farin. Í fjórða lagi má einnig nefna að framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengir efri byggðir Kópavogs við Breiðholtsbraut, eru í fullum gangi og á að ljúka 2026. Borgarlínan, hjóla- og göngustígar Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínu eru að hefjast í tengslum við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á Ártúnshöfða og við Hlemm og auk þess sem reiknað er með að fyllingar vegna Fossvogsbrúar verið boðnar út innan skamms. Vinna við nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi er í gangi og mun halda áfram samhliða kynningarferli fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrstu lotu Borgarlínunnar. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja um 3,3 km af nýjum hjóla- og göngustígum í sumar auk þess sem ný brú yfir Elliðaár við Grænugróf verði kláruð. Þá eru framkvæmdir hafnar á annarri göngu- og hjólabrú brú yfir Dimmu efst í Elliðaárdal. Kyrrstaða rofin Með gildistöku Samgöngusáttmálans rufu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áralanga kyrrstöðu í samgöngumálum á svæðinu. Flest verkefni sáttmálans voru þá mjög stutt á veg komin í undirbúningi og því ekki hægt að fara í framkvæmdir strax. Þegar kemur að framkvæmdum er hagkvæmast að hugsa hægt og framkvæma hratt, þ.e.a.s. að gefa sér góðan tíma í undirbúning og láta svo framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig. Einn helsti áhættuþáttur í samgönguframkvæmdum er ónógur undirbúningur og ófyrirséð viðfangsefni sem oft þarf að bregðast við með kostnaðarsömum aðgerðum á framkvæmdatíma. Það er vont og það venst ekki Bílaeign og þar með umferð og umferðartafir aukast með auknum fjölda íbúa og ferðamanna. Rannsóknir sýna að við getum vanist flestu vondu, nema umferðartöfum. Það er því eðlilegt að okkur flestum finnist nóg um umferðartafir og að þær fari vaxandi. Ef tölurnar eru skoðaður þá sést að umferðartafir hér eru ekki jafn slæmar og margur heldur. Samkvæmt tölum TomTom, sem er stærsta fyrirtæki heims á sviði staðsetningarbúnaðar í bílum, þá var Reykjavík í 281 sæti af 387 stærstu borgum heims þegar kemur að umferðartöfum. Samantekt verkfræðistofunnar EFLU, fyrir ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um fjárfestingu í vegasamgöngum, sýnir að höfuðborgarsvæðið er á pari við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum þegar kemur að umferðartöfum. Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum. Engar töfralausnir Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Það er því miður ekki til nein töfralausn á vaxandi umferðartöfum, heldur þarf til langs tíma að byggja upp betri fjölbreytta ferðamáta svo að þau sem það kjósa geti nýtt bílinn minna. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum. Stofnvegir Hvað varðar fjárfestingar í stofnvegum þá má í fyrsta lagi nefna Sæbrautarstokkinn. Öðru hönnunarstigi af þremur er að ljúka og væntanleg er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. Í öðru lagi er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka vegna nýrra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í þriðja lagi hefur verið að skoðað hvort betra sé að setja Miklubraut í stokk eða göng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka og í kjölfarið er reiknað með að hægt verði að velja hvor leiðin verður farin. Í fjórða lagi má einnig nefna að framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengir efri byggðir Kópavogs við Breiðholtsbraut, eru í fullum gangi og á að ljúka 2026. Borgarlínan, hjóla- og göngustígar Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínu eru að hefjast í tengslum við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á Ártúnshöfða og við Hlemm og auk þess sem reiknað er með að fyllingar vegna Fossvogsbrúar verið boðnar út innan skamms. Vinna við nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi er í gangi og mun halda áfram samhliða kynningarferli fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrstu lotu Borgarlínunnar. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja um 3,3 km af nýjum hjóla- og göngustígum í sumar auk þess sem ný brú yfir Elliðaár við Grænugróf verði kláruð. Þá eru framkvæmdir hafnar á annarri göngu- og hjólabrú brú yfir Dimmu efst í Elliðaárdal. Kyrrstaða rofin Með gildistöku Samgöngusáttmálans rufu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áralanga kyrrstöðu í samgöngumálum á svæðinu. Flest verkefni sáttmálans voru þá mjög stutt á veg komin í undirbúningi og því ekki hægt að fara í framkvæmdir strax. Þegar kemur að framkvæmdum er hagkvæmast að hugsa hægt og framkvæma hratt, þ.e.a.s. að gefa sér góðan tíma í undirbúning og láta svo framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig. Einn helsti áhættuþáttur í samgönguframkvæmdum er ónógur undirbúningur og ófyrirséð viðfangsefni sem oft þarf að bregðast við með kostnaðarsömum aðgerðum á framkvæmdatíma. Það er vont og það venst ekki Bílaeign og þar með umferð og umferðartafir aukast með auknum fjölda íbúa og ferðamanna. Rannsóknir sýna að við getum vanist flestu vondu, nema umferðartöfum. Það er því eðlilegt að okkur flestum finnist nóg um umferðartafir og að þær fari vaxandi. Ef tölurnar eru skoðaður þá sést að umferðartafir hér eru ekki jafn slæmar og margur heldur. Samkvæmt tölum TomTom, sem er stærsta fyrirtæki heims á sviði staðsetningarbúnaðar í bílum, þá var Reykjavík í 281 sæti af 387 stærstu borgum heims þegar kemur að umferðartöfum. Samantekt verkfræðistofunnar EFLU, fyrir ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um fjárfestingu í vegasamgöngum, sýnir að höfuðborgarsvæðið er á pari við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum þegar kemur að umferðartöfum. Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum. Engar töfralausnir Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Það er því miður ekki til nein töfralausn á vaxandi umferðartöfum, heldur þarf til langs tíma að byggja upp betri fjölbreytta ferðamáta svo að þau sem það kjósa geti nýtt bílinn minna. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar