Innrás á Rafah stríðir gegn allri mannúð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. maí 2024 13:30 Í meira en hálft ár hefur Ísraelsher staðið fyrir linnulausum árásum á almenna borgara á Gaza. Enginn er óhultur á svæðinu á meðan bæði landhernaður og drónaárásir ógna lífum. Á Gaza stendur nú yfir ein versta mannúðarkrísa síðari ára en Ísraelsher hefur einnig tafið fyrir eða stöðvað birgðasendingar með hjálpargögn inn á svæðið. Alþjóðadómstóllinn komst í vetur að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða þjóðarmorð. Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð. Ísland hefur notað sína rödd til að tala fyrir friði. Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Ísland styður tveggja ríkja lausnina og hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki síðan 2011. Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu. Nú skiptir mestu að koma á friði með því að alþjóðasamfélagið beiti sér af enn meiri krafti. Bandaríkin hafa þar mest að segja en sem kunnugt er hafa þau ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn. Staðan á Gaza er óbærileg og Ísraelsmenn verða að láta af ofbeldinu. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Í meira en hálft ár hefur Ísraelsher staðið fyrir linnulausum árásum á almenna borgara á Gaza. Enginn er óhultur á svæðinu á meðan bæði landhernaður og drónaárásir ógna lífum. Á Gaza stendur nú yfir ein versta mannúðarkrísa síðari ára en Ísraelsher hefur einnig tafið fyrir eða stöðvað birgðasendingar með hjálpargögn inn á svæðið. Alþjóðadómstóllinn komst í vetur að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða þjóðarmorð. Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð. Ísland hefur notað sína rödd til að tala fyrir friði. Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Ísland styður tveggja ríkja lausnina og hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki síðan 2011. Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu. Nú skiptir mestu að koma á friði með því að alþjóðasamfélagið beiti sér af enn meiri krafti. Bandaríkin hafa þar mest að segja en sem kunnugt er hafa þau ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn. Staðan á Gaza er óbærileg og Ísraelsmenn verða að láta af ofbeldinu. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar