Opið bréf til samgönguráðherra og vegamálastjóra Hópur ferðaþjóna í Dölunum skrifar 6. maí 2024 20:01 Við undirrituð, ferðaþjónar í Dölum viljum koma á framfæri hvernig ástand á vegi 60 koma við okkur. Sökum ónýtrar klæðningar á vegi, hefur nú verið tekið til þess ráðs hjá Vegagerðinni að mylja klæðninguna niður á feykistórum kafla í Dalabyggð á vegi 60, Vestfjarðavegi. Afgangurinn er allur meira og minna að molna niður. Það að vegurinn væri ónýtur kom engum á óvart, það hefur legið fyrir í nokkur ár og vakin athygli á því ítrekað hér heima i héraði, sem og annars staðar. M.a. í vandaðri úttekt hjá sveitarfélaginu okkar, Dalabyggð. Hver meðal húsvörður yrði látinn taka pokann sinn, ef svona vinnubrögð sæjust í fasteignarekstri, en þannig þurfum við að hugsa um ríkissjóð og ríkiseignir. Þetta eru verðmæti sem þarf að hámarka og viðhalda á hverjum tíma, byggja upp og fá eignirnar til að skila tekjum og draga úr kostnaði. Þar liggur hundurinn grafinn í okkar tilfelli. Húsvörðurinn hefur fengið undirtylluna til að spartla í götin oft og iðulega. Deild Vegagerðarinnar í Búðardal á orðu skilið fyrir viðbragðsflýti og natni við að reyna að bjarga málunum, með holuteyminu og heflinum. En betur má ef duga skal. Kostnaðurinn við vegakerfið er ekki lágur á þessum tíma frá því að klæðningin varð ónýt (nokkur ár) og þangað til núna, heldur hefur hann bara lent á öðrum en ríkinu. Bílaleigur (og þar með ferðamenn) hafa greitt, rútufyrirtæki og íbúar finna fyrir sífellt hærri kostnaði af beyglum, rúðuskiptum, ónýtum dempurum, dekkjum og svo framvegis. Meira að segja bílainnflytjendur greiða, því nýjir bílar eru í ábyrgð og eiga að standast að vera keyrðir á klæddum vegi. Það hefur verið mælst gegn því hjá tilteknum rútufyrirtækjum að aka tiltekna vegi vegna hættu á skemmdum og bílaleigur eru ekkert að leiðrétta misskilninginn, þegar ferðamenn skilja skilmálana sína á þann veg að allir malarvegir séu bannaðir, en ekki einungis hálendisvegir og slóðar. Þetta er ærinn kostnaður. Nú er svo komið að til að heimsækja Dali er ekki hægt að koma á klæddum vegi, heldur eru malarvegir í allar áttir. Það eru ekki aðeins Dalirnir sem þannig eru skornir af nútímasamgöngukerfi þjóðarinnar, heldur allir Vestfirðirnir líka. Á sama tíma hefur verið dregið saman í framkvæmdum í vegakerfinu um 9% eða tæpa 3 milljarða árlega, miðað við fjárlög 2022 og uppreiknað verðlag. Í raun er það hálfgert grín að það sé verið að verja 26 milljörðum til framkvæmda í vegakerfinu (fjárlög 2024), þegar við stefnum að því að létta álagi á Suðurlandið og Reykjavík í fjölda ferðamanna, bæði hvað varðar umferð og fasteignanotkun. Það er eins og fólk skilji ekki samhengi vegakerfisins og flæði ferðamanna. Í fréttum árið 2020 var farið mikinn í tilkynningum um að stórar einkaframkvæmdir væru í farvatninu í samgöngumálum á næstunni. Og með því átti að verða til slaki til að veita fé til annarra framkvæmda á landsvísu. Hvar eru efndirnar? Af hverju er verið að búa til sífellt meiri viðhalds- og nýbyggingarþörf? Þetta vandamál hverfur ekki af sjálfu sér. Það þarf að verja fé til nýframkvæmda. Og okkur þætti vænt um að tekið yrði tillit til okkar eigin forgangsraðar. Nú í sumar megum við sem stundum ferðaþjónustu í Dölunum, búast við því að hjá okkur verði tekjufall vegna ófullnægjandi vegasambands við umheiminn. Hver borgar brúsann? Við fyrirtækin sem búum til atvinnutækifæri og gjaldeyri? Við íbúarnir sem borgum skatta? Hér með skorum við á samgönguráðherra og forystu Vegagerðarinnar að bregðast af festu við ástandinu. Eða að öðrum kosti að bæta okkur það fjárhagstjón sem við verðum fyrir í sumar, vegna ykkar mistaka og seinagangs. Fyrsta aðgerð ætti þó að vera að banna þungaflutninga á veginum, því það er stærsti skaðvaldurinn. Vegurinn er ekki hannaður fyrir svona mikla þungaumferð. Það gæti jafnvel verið skynsamlegt að skoða skipaflutinga á ný, bæði af hagsýnisástæðum og umhverfisáæstæðum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir Anna Sigríður Grétarsdóttir Rain Adriann Mason Linda Guðmundsdóttir Reynir Guðbrandsson Finnbogi Harðarson Guðrún Björg Bragadóttir Carolin Baare – Schmidt Helga Elínborg Guðmundsdóttir Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir Auður Ánadóttir Guðrún Esther Jónsdóttir Guðrún Þóra Ingþórsdóttir Þóra Sigurðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Dalabyggð Samgöngur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Við undirrituð, ferðaþjónar í Dölum viljum koma á framfæri hvernig ástand á vegi 60 koma við okkur. Sökum ónýtrar klæðningar á vegi, hefur nú verið tekið til þess ráðs hjá Vegagerðinni að mylja klæðninguna niður á feykistórum kafla í Dalabyggð á vegi 60, Vestfjarðavegi. Afgangurinn er allur meira og minna að molna niður. Það að vegurinn væri ónýtur kom engum á óvart, það hefur legið fyrir í nokkur ár og vakin athygli á því ítrekað hér heima i héraði, sem og annars staðar. M.a. í vandaðri úttekt hjá sveitarfélaginu okkar, Dalabyggð. Hver meðal húsvörður yrði látinn taka pokann sinn, ef svona vinnubrögð sæjust í fasteignarekstri, en þannig þurfum við að hugsa um ríkissjóð og ríkiseignir. Þetta eru verðmæti sem þarf að hámarka og viðhalda á hverjum tíma, byggja upp og fá eignirnar til að skila tekjum og draga úr kostnaði. Þar liggur hundurinn grafinn í okkar tilfelli. Húsvörðurinn hefur fengið undirtylluna til að spartla í götin oft og iðulega. Deild Vegagerðarinnar í Búðardal á orðu skilið fyrir viðbragðsflýti og natni við að reyna að bjarga málunum, með holuteyminu og heflinum. En betur má ef duga skal. Kostnaðurinn við vegakerfið er ekki lágur á þessum tíma frá því að klæðningin varð ónýt (nokkur ár) og þangað til núna, heldur hefur hann bara lent á öðrum en ríkinu. Bílaleigur (og þar með ferðamenn) hafa greitt, rútufyrirtæki og íbúar finna fyrir sífellt hærri kostnaði af beyglum, rúðuskiptum, ónýtum dempurum, dekkjum og svo framvegis. Meira að segja bílainnflytjendur greiða, því nýjir bílar eru í ábyrgð og eiga að standast að vera keyrðir á klæddum vegi. Það hefur verið mælst gegn því hjá tilteknum rútufyrirtækjum að aka tiltekna vegi vegna hættu á skemmdum og bílaleigur eru ekkert að leiðrétta misskilninginn, þegar ferðamenn skilja skilmálana sína á þann veg að allir malarvegir séu bannaðir, en ekki einungis hálendisvegir og slóðar. Þetta er ærinn kostnaður. Nú er svo komið að til að heimsækja Dali er ekki hægt að koma á klæddum vegi, heldur eru malarvegir í allar áttir. Það eru ekki aðeins Dalirnir sem þannig eru skornir af nútímasamgöngukerfi þjóðarinnar, heldur allir Vestfirðirnir líka. Á sama tíma hefur verið dregið saman í framkvæmdum í vegakerfinu um 9% eða tæpa 3 milljarða árlega, miðað við fjárlög 2022 og uppreiknað verðlag. Í raun er það hálfgert grín að það sé verið að verja 26 milljörðum til framkvæmda í vegakerfinu (fjárlög 2024), þegar við stefnum að því að létta álagi á Suðurlandið og Reykjavík í fjölda ferðamanna, bæði hvað varðar umferð og fasteignanotkun. Það er eins og fólk skilji ekki samhengi vegakerfisins og flæði ferðamanna. Í fréttum árið 2020 var farið mikinn í tilkynningum um að stórar einkaframkvæmdir væru í farvatninu í samgöngumálum á næstunni. Og með því átti að verða til slaki til að veita fé til annarra framkvæmda á landsvísu. Hvar eru efndirnar? Af hverju er verið að búa til sífellt meiri viðhalds- og nýbyggingarþörf? Þetta vandamál hverfur ekki af sjálfu sér. Það þarf að verja fé til nýframkvæmda. Og okkur þætti vænt um að tekið yrði tillit til okkar eigin forgangsraðar. Nú í sumar megum við sem stundum ferðaþjónustu í Dölunum, búast við því að hjá okkur verði tekjufall vegna ófullnægjandi vegasambands við umheiminn. Hver borgar brúsann? Við fyrirtækin sem búum til atvinnutækifæri og gjaldeyri? Við íbúarnir sem borgum skatta? Hér með skorum við á samgönguráðherra og forystu Vegagerðarinnar að bregðast af festu við ástandinu. Eða að öðrum kosti að bæta okkur það fjárhagstjón sem við verðum fyrir í sumar, vegna ykkar mistaka og seinagangs. Fyrsta aðgerð ætti þó að vera að banna þungaflutninga á veginum, því það er stærsti skaðvaldurinn. Vegurinn er ekki hannaður fyrir svona mikla þungaumferð. Það gæti jafnvel verið skynsamlegt að skoða skipaflutinga á ný, bæði af hagsýnisástæðum og umhverfisáæstæðum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir Anna Sigríður Grétarsdóttir Rain Adriann Mason Linda Guðmundsdóttir Reynir Guðbrandsson Finnbogi Harðarson Guðrún Björg Bragadóttir Carolin Baare – Schmidt Helga Elínborg Guðmundsdóttir Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir Auður Ánadóttir Guðrún Esther Jónsdóttir Guðrún Þóra Ingþórsdóttir Þóra Sigurðardóttir
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun