Gerum góðan dal enn betri Eiríkur Hjálmarsson skrifar 6. maí 2024 11:30 Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar með hugsanlega landsins alls. Þetta leiddi nýleg könnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Við sem komum reglulega í dalinn erum auðvitað ekki hissa á niðurstöðunni því það er magnað hversu fjölbreytta upplifun af náttúru og mannlífi dalurinn hefur upp á að bjóða okkur til andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Ólíkt um að litast Raforkuvinnsla hefur mótað dalinn í meira en öld. Virkjanamannvirki voru reist og á 30 ára afmæli Elliðaárvirkjunar, sumarið 1951, hóf starfsfólk Rafmagnsveitu Reykjavíkur, forvera Orkuveitunnar, skógrækt í Elliðaárhólma. Það er því býsna ólíkt um að litast nú og þegar stífla var byggð og Elliðaárnar nánast þurrkaðar þar sem þær runnu um holt og móa milli stíflu og rafstöðvar á fyrri hluta síðustu aldar. Raforkuvinnslan úr Elliðaánum lagðist af fyrir fullt og fast árið 2014. Þá bilaði aðrennslispípan sem liggur milli Árbæjarstíflu og Rafstöðvarinnar enn einu sinni og var þá metin ónýt. Eftir nákvæma skoðun var ekki talið svara kostnaði að gera við. Staðan í rafmagnsmálum landsins var enda önnur; virkjunin sem hafði séð Reykvíkingum fyrir öllu þeirra rafmagni fyrsta áratuginn eftir ræsingu var fjarri því að geta séð bara götuljósunum fyrir rafmagni, hvað þá heimilum og fyrirtækjum. Færa til fyrra horfs Sá sem á virkjun sem ekki er lengur í rekstri má ekki bara hlaupa frá henni. Þau gömlu vatnalög skylda virkjunareigandann að ganga frá eftir sig og færa umhverfið sem kostur er til fyrra horfs. Þannig megi fólki, fénaði, fasteignum og umhverfi ekki stafa hætta af mannvirkjum sem áfram kunni að standa. Hér var úr nokkuð vöndu að ráða fyrir okkur Orkuveitufólk. Öll mannvirki virkjunarinnar í Elliðaánum eru nefnilega friðuð enda merkur minnisvarði um athafnalíf fyrri tíma. Ein lög segja því að þetta skuli fara nú að notkun lokinni en önnur lög að mannvirkin skuli standa. Samtal og samráð Síðustu misseri höfum við aflað gagna af ýmsu tagi sem snúa að sögu, ástandi og ekki síst öryggi mannvirkjanna sem taka þarf afstöðu til. Langflest þeirra hafa nú þegar fengið nýtt hlutverk með uppbyggingu Elliðaárstöðvar, nýs áfangastaðar í umsjá Orkuveitunnar við Rafstöðina sjálfa. Allt síðasta ár áttum við svo fjölda funda með hagsmunaaðilum. Opinn íbúafundur var haldinn, mikið rætt við minjayfirvöld, stjórnvöld umhverfis- og orkumála, hollvinasamtök og stangaveiðifólk sem á sterkar rætur í dalnum og býr yfir mikilli þekkingu á lífríki ánna. Ekki síst var rætt við eiganda dalsins, Reykjavíkurborg, hvorttveggja á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs. Nú er niðurstaða þessa hluta samráðs um framtíð Elliðaárdals að líta dagsins ljós. Fyrir borgarstjórn liggur samkomulag um það hvernig Orkuveitan skilar af sér eftir aldarlöng afnot af Elliðaánum. Segja má að það sé fjórþætt; • Hvaða umsvif Orkuveitan verður áfram með í dalnum, þar sem Elliðaárstöð er í forgrunni. • Hvaða mannvirkjum þarf að breyta svo öryggi verði tryggt, og þar eru Árbæjarstífla og aðrennslispípan helstu álitamálin. • Hvaða umsjón færist aftur til eigandans og þar er veiðin og rannsóknir tengdar henni aðalmálið. • Og loks aðkoma Veitna að gönguleið yfir dalinn í stað hitaveitustokksins og nauðsynlegra umbóta í frárennslismálum við bakka Elliðaánna. Allur almenningur mun áfram hafa aðkomu að ákvörðunum því nú fer í hönd formlegt skipulagsferli þar sem teiknaður verður Elliðaárdalur án raforkuframleiðslu. Framundan er annar opinn fundur með áhugasömum þar sem fyrirliggjandi gögn verða kynnt og hugmyndir um framhaldið viðraðar. Heillaskref að tæma lónið Við svona breytingar á hjartfólgnu svæði er eðlilegt að ýmis sjónarmið séu á lofti. Við höfum séð það í umræðunni hingað til og líklega hér eftir. Við sáum það meðal annars þegar það eðlilega skref var tekið að hætta að stækka og minnka lónið við Árbæjarstíflu eftir árstíðum. Umhverfisyfirvöld, sem höfðu bent á vankantana fyrir lífríkið, reyndust hafa rétt fyrir sér, enda benda allar lífríkisrannsóknir til þess að tæming Árbæjarlóns hafi verið heillaskref fyrir fisk og annað lífríki Elliðaánna. Okkur Orkuveitufólki urðu á mistök við upplýsingagjöf um þessa breytingu og erum enn að bíta úr nálinni vegna þeirra. Þannig er enn í gangi kærumál þar sem krafist var að tæming lónsins væri háð framkvæmdaleyfi. Niðurstaða stjórnsýslunefndar var að svo væri, en það hefði þó engin áhrif á tæminguna sem var þegar um garð gengin. Þeirri niðurstöðu nefndarinnar hafnaði hérðasdómur og nú er dómsmálið í áfrýjun. Það er von okkar Orkuveitufólks að með því að efna nú til áframhaldandi samtals um okkar yndislega Elliðaárdal getum við sameiginlega búið þannig um að hann verði ekki bara áfram sú einstaka náttúru- og útivistarperla sem hann er, heldur enn betri. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar með hugsanlega landsins alls. Þetta leiddi nýleg könnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Við sem komum reglulega í dalinn erum auðvitað ekki hissa á niðurstöðunni því það er magnað hversu fjölbreytta upplifun af náttúru og mannlífi dalurinn hefur upp á að bjóða okkur til andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Ólíkt um að litast Raforkuvinnsla hefur mótað dalinn í meira en öld. Virkjanamannvirki voru reist og á 30 ára afmæli Elliðaárvirkjunar, sumarið 1951, hóf starfsfólk Rafmagnsveitu Reykjavíkur, forvera Orkuveitunnar, skógrækt í Elliðaárhólma. Það er því býsna ólíkt um að litast nú og þegar stífla var byggð og Elliðaárnar nánast þurrkaðar þar sem þær runnu um holt og móa milli stíflu og rafstöðvar á fyrri hluta síðustu aldar. Raforkuvinnslan úr Elliðaánum lagðist af fyrir fullt og fast árið 2014. Þá bilaði aðrennslispípan sem liggur milli Árbæjarstíflu og Rafstöðvarinnar enn einu sinni og var þá metin ónýt. Eftir nákvæma skoðun var ekki talið svara kostnaði að gera við. Staðan í rafmagnsmálum landsins var enda önnur; virkjunin sem hafði séð Reykvíkingum fyrir öllu þeirra rafmagni fyrsta áratuginn eftir ræsingu var fjarri því að geta séð bara götuljósunum fyrir rafmagni, hvað þá heimilum og fyrirtækjum. Færa til fyrra horfs Sá sem á virkjun sem ekki er lengur í rekstri má ekki bara hlaupa frá henni. Þau gömlu vatnalög skylda virkjunareigandann að ganga frá eftir sig og færa umhverfið sem kostur er til fyrra horfs. Þannig megi fólki, fénaði, fasteignum og umhverfi ekki stafa hætta af mannvirkjum sem áfram kunni að standa. Hér var úr nokkuð vöndu að ráða fyrir okkur Orkuveitufólk. Öll mannvirki virkjunarinnar í Elliðaánum eru nefnilega friðuð enda merkur minnisvarði um athafnalíf fyrri tíma. Ein lög segja því að þetta skuli fara nú að notkun lokinni en önnur lög að mannvirkin skuli standa. Samtal og samráð Síðustu misseri höfum við aflað gagna af ýmsu tagi sem snúa að sögu, ástandi og ekki síst öryggi mannvirkjanna sem taka þarf afstöðu til. Langflest þeirra hafa nú þegar fengið nýtt hlutverk með uppbyggingu Elliðaárstöðvar, nýs áfangastaðar í umsjá Orkuveitunnar við Rafstöðina sjálfa. Allt síðasta ár áttum við svo fjölda funda með hagsmunaaðilum. Opinn íbúafundur var haldinn, mikið rætt við minjayfirvöld, stjórnvöld umhverfis- og orkumála, hollvinasamtök og stangaveiðifólk sem á sterkar rætur í dalnum og býr yfir mikilli þekkingu á lífríki ánna. Ekki síst var rætt við eiganda dalsins, Reykjavíkurborg, hvorttveggja á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs. Nú er niðurstaða þessa hluta samráðs um framtíð Elliðaárdals að líta dagsins ljós. Fyrir borgarstjórn liggur samkomulag um það hvernig Orkuveitan skilar af sér eftir aldarlöng afnot af Elliðaánum. Segja má að það sé fjórþætt; • Hvaða umsvif Orkuveitan verður áfram með í dalnum, þar sem Elliðaárstöð er í forgrunni. • Hvaða mannvirkjum þarf að breyta svo öryggi verði tryggt, og þar eru Árbæjarstífla og aðrennslispípan helstu álitamálin. • Hvaða umsjón færist aftur til eigandans og þar er veiðin og rannsóknir tengdar henni aðalmálið. • Og loks aðkoma Veitna að gönguleið yfir dalinn í stað hitaveitustokksins og nauðsynlegra umbóta í frárennslismálum við bakka Elliðaánna. Allur almenningur mun áfram hafa aðkomu að ákvörðunum því nú fer í hönd formlegt skipulagsferli þar sem teiknaður verður Elliðaárdalur án raforkuframleiðslu. Framundan er annar opinn fundur með áhugasömum þar sem fyrirliggjandi gögn verða kynnt og hugmyndir um framhaldið viðraðar. Heillaskref að tæma lónið Við svona breytingar á hjartfólgnu svæði er eðlilegt að ýmis sjónarmið séu á lofti. Við höfum séð það í umræðunni hingað til og líklega hér eftir. Við sáum það meðal annars þegar það eðlilega skref var tekið að hætta að stækka og minnka lónið við Árbæjarstíflu eftir árstíðum. Umhverfisyfirvöld, sem höfðu bent á vankantana fyrir lífríkið, reyndust hafa rétt fyrir sér, enda benda allar lífríkisrannsóknir til þess að tæming Árbæjarlóns hafi verið heillaskref fyrir fisk og annað lífríki Elliðaánna. Okkur Orkuveitufólki urðu á mistök við upplýsingagjöf um þessa breytingu og erum enn að bíta úr nálinni vegna þeirra. Þannig er enn í gangi kærumál þar sem krafist var að tæming lónsins væri háð framkvæmdaleyfi. Niðurstaða stjórnsýslunefndar var að svo væri, en það hefði þó engin áhrif á tæminguna sem var þegar um garð gengin. Þeirri niðurstöðu nefndarinnar hafnaði hérðasdómur og nú er dómsmálið í áfrýjun. Það er von okkar Orkuveitufólks að með því að efna nú til áframhaldandi samtals um okkar yndislega Elliðaárdal getum við sameiginlega búið þannig um að hann verði ekki bara áfram sú einstaka náttúru- og útivistarperla sem hann er, heldur enn betri. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun