Hetja Keflvíkinga hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 10:00 Leikmenn Keflavíkur fagna hér Urban Oman eftir sigurkörfu hans á móti Grindavík í gær. Stöð 2 Sport Slóveninn Urban Oman var maður kvöldsins í Blue höllinni í Keflavík í gær þegar hann tryggði liði sínu 84-83 sigur á Grindavík með því að skora þriggja stiga flautukörfu um leið og leiktíminn rann út. Hann sá til þess að staðan er 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Urban PlayAir leiksins þrátt fyrir að hann væri aðeins búinn að skora fimm stig nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurkarfan hans breytti hins vegar öllu fyrir lið hans og undanúrslitaeinvígið. Stefán Árni Pálsson spurði hetju kvöldsins hvernig honum liði aðeins nokkrum mínútum eftir þessa ótrúlegu körfu. Búinn á því „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég tilfinningalega búinn á því. Þetta var erfiður leikur, bæði líkamlega og andlega. Við vissum hvað var mikið undir hjá báðum liðum og það var mjög erfitt að spila þennan leik. Ég er samt svo ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna okkar sem hjálpuðu okkur svo mikið í kvöld,“ sagði Urban Oman. Urban Oman á ferðinni með boltann í leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær.Vísir/Hulda Margrét „Við verðum bara að mæta aftur af krafti í næsta leik og taka þetta skref fyrir skref. Við munum sjá til hverju það skilar okkur,“ sagði Urban. Hann segir að lokakefið hafi ekki verið teiknað upp fyrir sig. „Það var mikið um að vera á vellinum og ég reyndi bara að finna mér opinn stað á vellinum. Varnarmaðurinn týndi mér og skotið fór í körfuna. Það var yndisleg tilfinning að sjá hann fara í körfuna. Ég er svo ánægður,“ sagði Urban. Átti ekki mitt besta kvöld Hann var eins og áður sagði bara með fimm stig fyrir þetta lokaskot og endaði því með átta stig. „Ég átti ekki mitt besta kvöld og þá sérstaklega hvað það varðar að skjóta boltanum. Þegar við horfum á þetta lokaskot þá var það mikilvægasta í leiknum og ég er ánægður að hafa sett það niður fyrir allt Keflavíkurfélagið og allt samfélagið hér. Nú er bara að halda áfram í næsta leik,“ sagði Urban. Urban segir að hans helsti styrkleiki inn á vellinum sé að spila góða vörn. Þessi sigur var fyrir Remy Hvernig var að koma inn í þennan leik án Remy Martin? „Við vissum að við þurfum að vinna fyrir hann. Allir í liðnu gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að taka eitt skref upp á við til að fylla í hans skarð. Okkur tókst það og þessi sigur var fyrir hann,“ sagði Urban sem viðurkennir að hann hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum. Vanalega tekin út af í lokasóknunum „Ég er vanalega sá sem spila vörn og er oft tekinn út af í sókninni á lokasekúndum leikja. Þá fer ég oft út og það er skotmaður sendur inn á völlinn. Ég kem síðan aftur inn í vörnina. Það er góð tilfinning að ná þessu,“ sagði Urban. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Urban Oman Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Urban PlayAir leiksins þrátt fyrir að hann væri aðeins búinn að skora fimm stig nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurkarfan hans breytti hins vegar öllu fyrir lið hans og undanúrslitaeinvígið. Stefán Árni Pálsson spurði hetju kvöldsins hvernig honum liði aðeins nokkrum mínútum eftir þessa ótrúlegu körfu. Búinn á því „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég tilfinningalega búinn á því. Þetta var erfiður leikur, bæði líkamlega og andlega. Við vissum hvað var mikið undir hjá báðum liðum og það var mjög erfitt að spila þennan leik. Ég er samt svo ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna okkar sem hjálpuðu okkur svo mikið í kvöld,“ sagði Urban Oman. Urban Oman á ferðinni með boltann í leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær.Vísir/Hulda Margrét „Við verðum bara að mæta aftur af krafti í næsta leik og taka þetta skref fyrir skref. Við munum sjá til hverju það skilar okkur,“ sagði Urban. Hann segir að lokakefið hafi ekki verið teiknað upp fyrir sig. „Það var mikið um að vera á vellinum og ég reyndi bara að finna mér opinn stað á vellinum. Varnarmaðurinn týndi mér og skotið fór í körfuna. Það var yndisleg tilfinning að sjá hann fara í körfuna. Ég er svo ánægður,“ sagði Urban. Átti ekki mitt besta kvöld Hann var eins og áður sagði bara með fimm stig fyrir þetta lokaskot og endaði því með átta stig. „Ég átti ekki mitt besta kvöld og þá sérstaklega hvað það varðar að skjóta boltanum. Þegar við horfum á þetta lokaskot þá var það mikilvægasta í leiknum og ég er ánægður að hafa sett það niður fyrir allt Keflavíkurfélagið og allt samfélagið hér. Nú er bara að halda áfram í næsta leik,“ sagði Urban. Urban segir að hans helsti styrkleiki inn á vellinum sé að spila góða vörn. Þessi sigur var fyrir Remy Hvernig var að koma inn í þennan leik án Remy Martin? „Við vissum að við þurfum að vinna fyrir hann. Allir í liðnu gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að taka eitt skref upp á við til að fylla í hans skarð. Okkur tókst það og þessi sigur var fyrir hann,“ sagði Urban sem viðurkennir að hann hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum. Vanalega tekin út af í lokasóknunum „Ég er vanalega sá sem spila vörn og er oft tekinn út af í sókninni á lokasekúndum leikja. Þá fer ég oft út og það er skotmaður sendur inn á völlinn. Ég kem síðan aftur inn í vörnina. Það er góð tilfinning að ná þessu,“ sagði Urban. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Urban Oman
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira