Hætti óvænt: Fannst hann skulda fjölskyldunni smá tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 10:31 Sverrir Eyjólfsson er hættur handboltaþjálfun og stýrir því ekki Fjölnisliðinu í Olís deild karla á næstu leiktíð. Vísir/Arnar Þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta stýrði liðinu í efstu deild í fyrrakvöld en er hins vegar hættur með liðið. Eftir mikinn eril síðustu mánuði hlakkar hann til að hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Sjá meira
Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Sjá meira