Nú getum við brotið blað Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 4. maí 2024 09:01 Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Þá fer ekki hjá því að mér verði hugsað til forsetakosninganna 1980 þegar við, sem studdum Vigdísi Finnbogadóttur, upplifðum. Þá var ég starfandi í lögreglunni og fékk daglega að heyra upplognar kjaftasögur um minn frambjóðanda. Þessar sögusagnir voru auðvitað uppspuni frá rótum. Vigdís var kosin forseti Íslands og þá gerðist það ótrúlega. Þeir sem hæst höfðu bugtuðu sig og beygðu fyrir nýjum forseta. Sjálf var ég send til að standa í öllum dyrum og gefa “honnor” fyrir nýjum forseta - þeim hinum sama og hafði mátt sæta illvígum óhróðri frá vinnuveitendum mínum. Enginn efast í dag um þau stórkostlegu áhrif sem Vigdís hafði - ekki bara hérlendis - heldur líka á alheimsvísu. Ísland mun njóta alheimsathygli verði það raunin Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta sem getur brotið blað í sögunni; frambjóðanda sem er fyrsti samkynhneigði forsetinn sem er lýðræðislega kosinn. Verði það raunin, mun Ísland aftur njóta alheimsathygli og verða fremst meðal jafningja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Og það sem meira er - einstaklingur sem þekkir stjórnkerfi Íslands í þaula. Hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna segi ég: Í boði er Baldur Þórhallsson, vel giftur maður með yfirburða þekkingu á stjórnskipun Íslands sem er svo lánsamur að eiga mjög hæfileikaríkan maka sem er tilbúinn að vinna að málefnum barna og unglinga. Í guðanna bænum látið ekki óhróður og illmælgi hafa áhrif á skoðanir ykkar. Kjósið með hjartanu í kjörklefanum. Höfundur er fyrrum lögreglumaður og forvarnarfulltrúi og sat i kosningateymi Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Þá fer ekki hjá því að mér verði hugsað til forsetakosninganna 1980 þegar við, sem studdum Vigdísi Finnbogadóttur, upplifðum. Þá var ég starfandi í lögreglunni og fékk daglega að heyra upplognar kjaftasögur um minn frambjóðanda. Þessar sögusagnir voru auðvitað uppspuni frá rótum. Vigdís var kosin forseti Íslands og þá gerðist það ótrúlega. Þeir sem hæst höfðu bugtuðu sig og beygðu fyrir nýjum forseta. Sjálf var ég send til að standa í öllum dyrum og gefa “honnor” fyrir nýjum forseta - þeim hinum sama og hafði mátt sæta illvígum óhróðri frá vinnuveitendum mínum. Enginn efast í dag um þau stórkostlegu áhrif sem Vigdís hafði - ekki bara hérlendis - heldur líka á alheimsvísu. Ísland mun njóta alheimsathygli verði það raunin Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta sem getur brotið blað í sögunni; frambjóðanda sem er fyrsti samkynhneigði forsetinn sem er lýðræðislega kosinn. Verði það raunin, mun Ísland aftur njóta alheimsathygli og verða fremst meðal jafningja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Og það sem meira er - einstaklingur sem þekkir stjórnkerfi Íslands í þaula. Hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna segi ég: Í boði er Baldur Þórhallsson, vel giftur maður með yfirburða þekkingu á stjórnskipun Íslands sem er svo lánsamur að eiga mjög hæfileikaríkan maka sem er tilbúinn að vinna að málefnum barna og unglinga. Í guðanna bænum látið ekki óhróður og illmælgi hafa áhrif á skoðanir ykkar. Kjósið með hjartanu í kjörklefanum. Höfundur er fyrrum lögreglumaður og forvarnarfulltrúi og sat i kosningateymi Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar