Íþróttir fyrir öll, jöfnum og bætum leikinn Hólmfríður Sigþórsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir skrifa 3. maí 2024 07:31 Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað miklum árangri síðustu áratugi. Íþróttastarfi er forvarnarmál sem þarf að hlúa að þannig að það þróist með breyttu samfélagi og snúist ekki upp í andhverfu sína. Passa þarf að íþróttastarf stuðli að jafnrétti og börn hafi sömu tækifæri til að eflast og dafna innan íþróttahreyfingarinnar. Vissulega má deila um jafnrétti barna til íþróttaiðkunar, hvaða íþróttir bjóðast hverju barni til dæmis í dreifðum byggðum landsins þar sem framboð ræðst af áhuga og getur þeirra fullorðnu sem samfélagið byggja. Þegar ungmenni hefja nám í framhaldsskólum minnkar þátttaka í íþróttum, oft á tíðum bjóða íþróttafélög ekki upp á þátttöku fyrir þau sem vilja æfa áfram en stefna ekki á afreksíþróttir. Fyrir þau sem vildu velja að æfa áfram íþróttir er mikilvægt að fá tækifæri, upp á eigin lýðheilsu og til þess að tilheyra. Það er ekki ólíklegt að þessir einstaklingar verði þau sem hlúði að íþróttafélögum framtíðarinnar, þau verða dómarar, stjórnarfólk og aðrir sjálfboðaliðar. Hér eru tækifæri fyrir tengsl milli heilsueflandi skóla landsins til að styðja íþróttafélögin og ungmenni til þátttöku. Fyrir þau sem stefna á afreksíþróttir hafa nú í mörgum tilfellum tækifæri til að stunda íþrótt sína samhliða námi þar sem fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á íþróttaafreksbrautir. Frekari tækifæri eru með samstarfi við ólympíunefndir. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla íþróttaþátttöku á Íslandi og tíðrætt gott gengi fámennrar þjóðar er líka kallað eftir fleiri verðlaunahöfum á ólympíuleikunum. Tilvalið væri að byggja tengsl milli ólympíuleikanefndar Íslands og afreksíþróttabrauta framhaldsskólana sem mætti bæta við tillögur að afreksstarfi og tryggja tengsl við stofnun Afreksmiðstöðvar Íslands. Þó að íþróttaafreksbrautir séu í flestum tilfellum í samstarfi við íþróttafélögin, mætti styrkja þær enn frekar með tengslum við ólympíunefnd og þjálfara með enn háleiddari markmið. Í dag er aðstöðumunur mikill á milli íþróttagreina, í sumum tilfellum fá landsliðs börn töskur með öllu sem þarf og greitt er fyrir ferðir en í öðrum tilfellum þurfa þau að safna sjálf fyrir þátttöku, kostnaður er hér bæði mjög breytilegur eftir búsetu landsliðs barna og á milli íþróttagreina. Þetta er ójafnleikur sem heillavænlegt væri að jafna. Hólmfríður er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Anna er þjóðgarðsvörður og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað miklum árangri síðustu áratugi. Íþróttastarfi er forvarnarmál sem þarf að hlúa að þannig að það þróist með breyttu samfélagi og snúist ekki upp í andhverfu sína. Passa þarf að íþróttastarf stuðli að jafnrétti og börn hafi sömu tækifæri til að eflast og dafna innan íþróttahreyfingarinnar. Vissulega má deila um jafnrétti barna til íþróttaiðkunar, hvaða íþróttir bjóðast hverju barni til dæmis í dreifðum byggðum landsins þar sem framboð ræðst af áhuga og getur þeirra fullorðnu sem samfélagið byggja. Þegar ungmenni hefja nám í framhaldsskólum minnkar þátttaka í íþróttum, oft á tíðum bjóða íþróttafélög ekki upp á þátttöku fyrir þau sem vilja æfa áfram en stefna ekki á afreksíþróttir. Fyrir þau sem vildu velja að æfa áfram íþróttir er mikilvægt að fá tækifæri, upp á eigin lýðheilsu og til þess að tilheyra. Það er ekki ólíklegt að þessir einstaklingar verði þau sem hlúði að íþróttafélögum framtíðarinnar, þau verða dómarar, stjórnarfólk og aðrir sjálfboðaliðar. Hér eru tækifæri fyrir tengsl milli heilsueflandi skóla landsins til að styðja íþróttafélögin og ungmenni til þátttöku. Fyrir þau sem stefna á afreksíþróttir hafa nú í mörgum tilfellum tækifæri til að stunda íþrótt sína samhliða námi þar sem fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á íþróttaafreksbrautir. Frekari tækifæri eru með samstarfi við ólympíunefndir. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla íþróttaþátttöku á Íslandi og tíðrætt gott gengi fámennrar þjóðar er líka kallað eftir fleiri verðlaunahöfum á ólympíuleikunum. Tilvalið væri að byggja tengsl milli ólympíuleikanefndar Íslands og afreksíþróttabrauta framhaldsskólana sem mætti bæta við tillögur að afreksstarfi og tryggja tengsl við stofnun Afreksmiðstöðvar Íslands. Þó að íþróttaafreksbrautir séu í flestum tilfellum í samstarfi við íþróttafélögin, mætti styrkja þær enn frekar með tengslum við ólympíunefnd og þjálfara með enn háleiddari markmið. Í dag er aðstöðumunur mikill á milli íþróttagreina, í sumum tilfellum fá landsliðs börn töskur með öllu sem þarf og greitt er fyrir ferðir en í öðrum tilfellum þurfa þau að safna sjálf fyrir þátttöku, kostnaður er hér bæði mjög breytilegur eftir búsetu landsliðs barna og á milli íþróttagreina. Þetta er ójafnleikur sem heillavænlegt væri að jafna. Hólmfríður er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Anna er þjóðgarðsvörður og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun