Náttúran njóti vafans, ótímabundið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 08:00 Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar