Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum? Gunnar Hersveinn skrifar 2. maí 2024 09:01 Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun