Katrín Jakobsdóttir forseti Viðar Pálsson skrifar 1. maí 2024 19:31 Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum. Katrín Jakobsdóttir er yfirburðafær á þessu sviði enda með langa reynslu að baki. Hún hefur um árabil talað við ráðamenn Norðurlanda á Norðurlandamáli, ensku í öðrum löndum og haldið uppi samræðum á frönsku þar sem við á. Fáir einstaklingar eru betur til þess fallnir en Katrín, í krafti þekkingar, hæfni og reynslu, að tala máli Íslands í alþjóðleg eyru, bæði fyrir hagsmunum lands og þjóðar sem og fyrir friði, mannréttindum, lýðræði, sjálfbærni og mennsku. Rödd Katrínar inn á við er sömuleiðis sterk og á góðri íslensku. Ég kynntist Katrínu þegar við vorum sessunautar í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og tók þá strax eftir þægilegri nærveru hennar og hversu áreynslulaust hún blandar geði við fólk. Eins og sannur extróvert skortir hana ekki orð og ég tók því sérstaklega eftir því að hún er næmur hlustandi ekki síður en mælandi, sem er dýrmætur eiginleiki. Annað persónueinkenni Katrínar er að hún berst ekki á og það er ekki til í henni yfirlæti eða snobb. Henni er eðlislægt að tala eins við alla og mæta fólki á jafningjagrundvelli. Þótt það ætti varla að vera umtalsefni þá efast ég þó um að margir forsætisráðherrar, eða aðrir leiðtogar Vesturlanda, búi enn í gömlu blokkaríbúðinni sinni með fimm manna fjölskyldu. Í þessari kosningabaráttu hefur því verið haldið á lofti að virk þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálabaráttu jafngildi því að velta sér upp úr svínastíu og geri fólk óhæft til þess að bjóða sig fram til ópólitískra starfa í þágu þjóðarinnar, svo sem til embættis forseta Íslands. Þetta sjónarmið stenst enga skoðun. Þvert á móti er bundið í eðli virks og heilbrigðs lýðræðis að á vettvangi þess stíga fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að láta að sér kveða, berjast fyrir gildum og hugsjónum sem þeir vilja að móti samfélagið, freista þess að knýja á um breytingar og umbætur, en sætta sig við óumflýjanlega gagnrýni. Allir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og komast til áhrifa eignast bæði stuðningsfólk og andstæðinga og verða umdeildir að einhverju marki fyrir ákvarðanir sínar, sama hvar í flokki þeir standa. Katrín Jakobsdóttir hefur helgað líf sitt baráttu fyrir hugsjónum um betra samfélag og viljug tekið sér stöðu þar sem vindar blása og hart er tekist á um stóru málin og framtíðina. Það er sömuleiðis einkenni á lýðræðishefð okkar að ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið verða að ná samkomulagi til þess að mynda starfhæfa stjórn og að sá sem leiðir slíkt starf, ekki síst fjölflokkastarf, þarf sannarlega góða forystuhæfileika, sáttfýsi og mannskilning. Varla eru það góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar, að til þess að vera metin að verðleikum sé hollast að halda sig á hliðarlínunni í samfélagsumræðunni og láta aðra um að axla ábyrgðina. Í vestrænum lýðræðisríkjum eru þjóðhöfðingjar ítrekað kosnir af vettvangi stjórnmála. Núverandi forseti Þýskalands var áður utanríkisráðherra og þar áður aðstoðarkanslari. Núverandi forseti Írlands steig af þingi og úr flokksforystu til þess að bjóða sig fram til forseta og hafði áður verið ráðherra. Sem dæmi af Norðurlöndum hafa ellefu forsetar setið í Finnlandi frá 1931 og af þeim voru sjö forsætisráðherrar fyrst og tveir til viðbótar í öðrum ráðherraembættum áður. Nýkjörinn forseti Finnlands sat á fjórum ráðherrastólum áður, þar á meðal á stól forsætisráðherra. Svona mætti áfram telja og rekja sig eftir löndum. Góð forsetaefni geta haft margs konar bakgrunn, að sjálfsögðu, en að halda því fram stjórnmálastarf sé óvanalegur og óheppilegur bakgrunnur í lýðræðissamfélagi er hæpið. Þrír af sex forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir stjórnmálamenn, þar af tveir ráðherrar. Katrín var forsætisráðherra Íslands við erfiðar aðstæður, á tímum farsóttar, náttúruhamfara og efnahagsþrenginga á heimsvísu. Hún sýndi að hún hefur bein í nefinu og er leiðtogi þegar á móti blæs og erfiðar ákvarðanir blasa við, gagnrýni er hávær og framtíðin er óviss. Reynsla hennar og veganesti úr stjórnmálastarfi geta reynst dýrmætari en flest annað í embætti forseta Íslands á tímum sem þar sem heimsmálin eru viðsjárverðari en oft áður á undanförum áratugum og samfélag okkar á Íslandi þróast og breytist hratt. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur fullkomlega til þess að gegna embætti forseta Íslands og styð hana heilshugar í þessari kosningabaráttu. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum. Katrín Jakobsdóttir er yfirburðafær á þessu sviði enda með langa reynslu að baki. Hún hefur um árabil talað við ráðamenn Norðurlanda á Norðurlandamáli, ensku í öðrum löndum og haldið uppi samræðum á frönsku þar sem við á. Fáir einstaklingar eru betur til þess fallnir en Katrín, í krafti þekkingar, hæfni og reynslu, að tala máli Íslands í alþjóðleg eyru, bæði fyrir hagsmunum lands og þjóðar sem og fyrir friði, mannréttindum, lýðræði, sjálfbærni og mennsku. Rödd Katrínar inn á við er sömuleiðis sterk og á góðri íslensku. Ég kynntist Katrínu þegar við vorum sessunautar í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og tók þá strax eftir þægilegri nærveru hennar og hversu áreynslulaust hún blandar geði við fólk. Eins og sannur extróvert skortir hana ekki orð og ég tók því sérstaklega eftir því að hún er næmur hlustandi ekki síður en mælandi, sem er dýrmætur eiginleiki. Annað persónueinkenni Katrínar er að hún berst ekki á og það er ekki til í henni yfirlæti eða snobb. Henni er eðlislægt að tala eins við alla og mæta fólki á jafningjagrundvelli. Þótt það ætti varla að vera umtalsefni þá efast ég þó um að margir forsætisráðherrar, eða aðrir leiðtogar Vesturlanda, búi enn í gömlu blokkaríbúðinni sinni með fimm manna fjölskyldu. Í þessari kosningabaráttu hefur því verið haldið á lofti að virk þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálabaráttu jafngildi því að velta sér upp úr svínastíu og geri fólk óhæft til þess að bjóða sig fram til ópólitískra starfa í þágu þjóðarinnar, svo sem til embættis forseta Íslands. Þetta sjónarmið stenst enga skoðun. Þvert á móti er bundið í eðli virks og heilbrigðs lýðræðis að á vettvangi þess stíga fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að láta að sér kveða, berjast fyrir gildum og hugsjónum sem þeir vilja að móti samfélagið, freista þess að knýja á um breytingar og umbætur, en sætta sig við óumflýjanlega gagnrýni. Allir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og komast til áhrifa eignast bæði stuðningsfólk og andstæðinga og verða umdeildir að einhverju marki fyrir ákvarðanir sínar, sama hvar í flokki þeir standa. Katrín Jakobsdóttir hefur helgað líf sitt baráttu fyrir hugsjónum um betra samfélag og viljug tekið sér stöðu þar sem vindar blása og hart er tekist á um stóru málin og framtíðina. Það er sömuleiðis einkenni á lýðræðishefð okkar að ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið verða að ná samkomulagi til þess að mynda starfhæfa stjórn og að sá sem leiðir slíkt starf, ekki síst fjölflokkastarf, þarf sannarlega góða forystuhæfileika, sáttfýsi og mannskilning. Varla eru það góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar, að til þess að vera metin að verðleikum sé hollast að halda sig á hliðarlínunni í samfélagsumræðunni og láta aðra um að axla ábyrgðina. Í vestrænum lýðræðisríkjum eru þjóðhöfðingjar ítrekað kosnir af vettvangi stjórnmála. Núverandi forseti Þýskalands var áður utanríkisráðherra og þar áður aðstoðarkanslari. Núverandi forseti Írlands steig af þingi og úr flokksforystu til þess að bjóða sig fram til forseta og hafði áður verið ráðherra. Sem dæmi af Norðurlöndum hafa ellefu forsetar setið í Finnlandi frá 1931 og af þeim voru sjö forsætisráðherrar fyrst og tveir til viðbótar í öðrum ráðherraembættum áður. Nýkjörinn forseti Finnlands sat á fjórum ráðherrastólum áður, þar á meðal á stól forsætisráðherra. Svona mætti áfram telja og rekja sig eftir löndum. Góð forsetaefni geta haft margs konar bakgrunn, að sjálfsögðu, en að halda því fram stjórnmálastarf sé óvanalegur og óheppilegur bakgrunnur í lýðræðissamfélagi er hæpið. Þrír af sex forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir stjórnmálamenn, þar af tveir ráðherrar. Katrín var forsætisráðherra Íslands við erfiðar aðstæður, á tímum farsóttar, náttúruhamfara og efnahagsþrenginga á heimsvísu. Hún sýndi að hún hefur bein í nefinu og er leiðtogi þegar á móti blæs og erfiðar ákvarðanir blasa við, gagnrýni er hávær og framtíðin er óviss. Reynsla hennar og veganesti úr stjórnmálastarfi geta reynst dýrmætari en flest annað í embætti forseta Íslands á tímum sem þar sem heimsmálin eru viðsjárverðari en oft áður á undanförum áratugum og samfélag okkar á Íslandi þróast og breytist hratt. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur fullkomlega til þess að gegna embætti forseta Íslands og styð hana heilshugar í þessari kosningabaráttu. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar