Samt kýs ég Katrínu Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 1. maí 2024 09:01 Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í gegnum síðustu tvær ríkisstjórnir hefur nálgun Katrínar Jakobsdóttur verið að slá af eigin kröfum, stilla strengi bak við tjöldin, og vera ósérhlífin — allt til að gefa nýrri tegund stjórnmála á Íslands tækifæri til að ganga fram. Sjálf talaði hún á sínum tíma um „pólitíska nýsköpun“ og vísaði þar í farsælt og náið samstarf ólíkra stjórnmálaafla. Sýnin var göfug og markmiðið stórt. Frumkvöðlar eins og ég þekkja það hins vegar vel að nýsköpun fylgir áhætta og hugmyndirnar verða ekki alltaf að veruleika. Á Alþingi hafa Sjálfstæðismenn haldið fast um tauma í gegnum Dóms- og Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á bak við XD er auðvaldið; sterkasta aflið í íslensku samfélagi. Það var eftir á að hyggja barnalegt að halda að þau öfl gætu spilað samkvæmt einhverjum innri reglum þessa ríkisstjórnarsamstarfs og lært að gefa eftir. Engir stórir sigrar VG standa upp úr nema kannski lögfesting um samdrátt í losun, en markmiðin um minni losun hafa aldrei staðist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Katrín samt lang efnilegasta forsetaefnið í þessum kosningum. Hún hefur mesta reynslu, öflugustu tengslin og víðtæka þekkingu af íslenskri stjórnsýslu. Hún nær íslenskri þjóð vel og aðhyllist ekki þjóðernislega sérstöðuhyggju sem einkennir oft forsetaembættið. Hún mun blómstra í nýju embætti, laus við að helga sig því ómögulega verkefni sem ríkisstjórnarsamstarfið er orðið. Það gerir hana ekki að síðri frambjóðanda í mínum huga heldur reynsluríkum leiðtoga sem ég er spenntur að sjá takast á við nýtt hlutverk. Seiglan, auðmýktin og sameiningin sem var dýrmæt í heimsfaraldri og Grindavíkureldunum—en gekk á köflum of langt í ríkisstjórnarsamstarfinu—mun reynast mikill styrkur fyrir forsetaembættið. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur og kýs hana í komandi forsetakosningum. Höfundur er forritari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í gegnum síðustu tvær ríkisstjórnir hefur nálgun Katrínar Jakobsdóttur verið að slá af eigin kröfum, stilla strengi bak við tjöldin, og vera ósérhlífin — allt til að gefa nýrri tegund stjórnmála á Íslands tækifæri til að ganga fram. Sjálf talaði hún á sínum tíma um „pólitíska nýsköpun“ og vísaði þar í farsælt og náið samstarf ólíkra stjórnmálaafla. Sýnin var göfug og markmiðið stórt. Frumkvöðlar eins og ég þekkja það hins vegar vel að nýsköpun fylgir áhætta og hugmyndirnar verða ekki alltaf að veruleika. Á Alþingi hafa Sjálfstæðismenn haldið fast um tauma í gegnum Dóms- og Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á bak við XD er auðvaldið; sterkasta aflið í íslensku samfélagi. Það var eftir á að hyggja barnalegt að halda að þau öfl gætu spilað samkvæmt einhverjum innri reglum þessa ríkisstjórnarsamstarfs og lært að gefa eftir. Engir stórir sigrar VG standa upp úr nema kannski lögfesting um samdrátt í losun, en markmiðin um minni losun hafa aldrei staðist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Katrín samt lang efnilegasta forsetaefnið í þessum kosningum. Hún hefur mesta reynslu, öflugustu tengslin og víðtæka þekkingu af íslenskri stjórnsýslu. Hún nær íslenskri þjóð vel og aðhyllist ekki þjóðernislega sérstöðuhyggju sem einkennir oft forsetaembættið. Hún mun blómstra í nýju embætti, laus við að helga sig því ómögulega verkefni sem ríkisstjórnarsamstarfið er orðið. Það gerir hana ekki að síðri frambjóðanda í mínum huga heldur reynsluríkum leiðtoga sem ég er spenntur að sjá takast á við nýtt hlutverk. Seiglan, auðmýktin og sameiningin sem var dýrmæt í heimsfaraldri og Grindavíkureldunum—en gekk á köflum of langt í ríkisstjórnarsamstarfinu—mun reynast mikill styrkur fyrir forsetaembættið. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur og kýs hana í komandi forsetakosningum. Höfundur er forritari
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar