Vonbrigði fyrir þá verst settu Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 1. maí 2024 07:30 Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjónvalda um betra örorkulífeyriskerfi, má enn finna í þessu nýju kerfi ótal alvarlegar brotalamir. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu er endurvakning ýmissa gamalla drauga. Sá versti er krónu á móti krónu skerðing sem nú á að taka upp á ný í enn verri mynd en áður. Samkvæmt nýju kerfi, ef einstaklingur fær 50.000 kr. fyrir hlutastarf, þá missir hann allan virknistyrkinn upp á 95.000 kr. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji innleiða svo ósanngjarnt og letjandi fyrirkomulag, þar sem virknistyrkurinn mun hverfa við hverja einustu krónu sem einstaklingur aflar. Annað atriði sem vekur undrun er lækkun heimilisuppbótar og aldurstengdrar uppbótar fyrir þá allra verst settu í þessu kerfi, sem eru öryrkjar og eldri borgarar sem búa einir. Kjarabætur fyrir þessa einstaklinga í nýja kerfinu eru hverfandi, þrátt fyrir að þeir standi einna verst og þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði án aðstoðar. Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Flokkur fólksins vill ganga mun lengra til að tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir þá verst settu í samfélaginu, svo sem skattleysi launatekna undir 400.000 krónum. Fullan örorku- og ellilífeyrir sem tryggir lífeyrisþegum 400.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. 100.000 krónu frítekjumark á allar tekjur og 250.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur. Með þessu væri stigið raunverulegt framfaraskref í átt að því að uppræta sárafátækt meðal öryrkja og eldra fólks. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjónvalda um betra örorkulífeyriskerfi, má enn finna í þessu nýju kerfi ótal alvarlegar brotalamir. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu er endurvakning ýmissa gamalla drauga. Sá versti er krónu á móti krónu skerðing sem nú á að taka upp á ný í enn verri mynd en áður. Samkvæmt nýju kerfi, ef einstaklingur fær 50.000 kr. fyrir hlutastarf, þá missir hann allan virknistyrkinn upp á 95.000 kr. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji innleiða svo ósanngjarnt og letjandi fyrirkomulag, þar sem virknistyrkurinn mun hverfa við hverja einustu krónu sem einstaklingur aflar. Annað atriði sem vekur undrun er lækkun heimilisuppbótar og aldurstengdrar uppbótar fyrir þá allra verst settu í þessu kerfi, sem eru öryrkjar og eldri borgarar sem búa einir. Kjarabætur fyrir þessa einstaklinga í nýja kerfinu eru hverfandi, þrátt fyrir að þeir standi einna verst og þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði án aðstoðar. Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Flokkur fólksins vill ganga mun lengra til að tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir þá verst settu í samfélaginu, svo sem skattleysi launatekna undir 400.000 krónum. Fullan örorku- og ellilífeyrir sem tryggir lífeyrisþegum 400.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. 100.000 krónu frítekjumark á allar tekjur og 250.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur. Með þessu væri stigið raunverulegt framfaraskref í átt að því að uppræta sárafátækt meðal öryrkja og eldra fólks. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar