Dagsbirtan lyftir andanum Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir skrifa 30. apríl 2024 08:31 Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið. Í byggingalistinni birtist rýmið í krafti hinna frumþáttanna fjögurra, en samspil þeirra skapar andrúmsloft sem hver og einn skynjar með sínum hætti. Því má til sanns vegar færa að rýmið sé fíngerðast vegna þess að upplifun okkar af því er huglæg. Þegar híbýlaauðurinn er skoðaður má velta fyrir sér hvort og þá hvar fulltrúar jarðar, vatns, elds og lofts séu á heimilum, hvert sé mikilvægi þessara frumþátta náttúrunnar við athafnir daglegs lífs, hvernig þeir hafa áhrif á mótun rýma og hvernig andrúmsloft er skynjað með öllum skynfærum. Rifjaðu nú upp minningu um íbúðarrými sem hefur haft sterk áhrif á þig og skoðaðu hvað það er í rýmismótun sem olli þessum hughrifum. Hérna skaltu horfa fram hjá húsbúnaði, efnum og innréttingum og einblína á rýmið sjálft. Þú opnar útidyrahurðina, stígur yfir þröskuldinn og nemur andrúmsloftið. Þú tekur eftir hvað grípur augað, hvernig hljóðið berst, skynjar snertingu við efni og finnur lykt. Þú upplifir birtuna og það hvernig þessi staður fléttast saman við aðra staði íbúðarinnar. Þannig skoðar þú öll rými koll af kolli og hvað það er sem gefur hverju og einu sín sérkenni. Í framhaldinu veltir þú fyrir þér hvernig hver athöfn dagsins er römmuð inn. Þú sérð fyrir þér hvernig rýmið heldur utan um það að hvílast, lauga sig, matbúa, snæða og eiga samskipti. Arkitektúr fjallar um mótun rýma og aðferðir við rýmismótun eru fjölmargar. Heimili í sinni einföldustu mynd má líkja við hirðingjatjald þar sem gólfmottur á jörðinni skilgreina staði til að dvelja á. Þar er rýmið mótað af mottunni sem leggst ofan á slétta jörðina - í flóknari útfærslu getur rými verið mótað með hæðarmun gólfa. Eins og í hirðingjatjaldinu má vinna loftið með hliðstæðum hætti og skapa með því fjölbreytta staði innan heimilisins. Fjarlægð milli veggja og hlutföll móta svo sannarlega rými og gera útslagið varðandi virkni þess. Veggir geta skapað skýrt afmörkuð rými eða fléttað rýmum saman. Þeir veita skjól fyrir innsýn meðan gluggar móta tengsl heimilisins við umhverfi sitt og útsýni. Flæði dagsbirtunnar inn í híbýlin hefur áhrif á líðan íbúanna. Dvölin snýst um ljósið sem fylgir athöfnum daglegs lífs frá sólarupprás til sólseturs. Það hvernig birtan fellur inn í rými með beinum eða óbeinum hætti hefur áhrif á upplifun og andrúmsloft. Hún dregur fram mótun rýmisins, er síbreytileg og með blæbrigðum sínum lyftir hún andanum. Höfundar eru arkitektar og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið. Í byggingalistinni birtist rýmið í krafti hinna frumþáttanna fjögurra, en samspil þeirra skapar andrúmsloft sem hver og einn skynjar með sínum hætti. Því má til sanns vegar færa að rýmið sé fíngerðast vegna þess að upplifun okkar af því er huglæg. Þegar híbýlaauðurinn er skoðaður má velta fyrir sér hvort og þá hvar fulltrúar jarðar, vatns, elds og lofts séu á heimilum, hvert sé mikilvægi þessara frumþátta náttúrunnar við athafnir daglegs lífs, hvernig þeir hafa áhrif á mótun rýma og hvernig andrúmsloft er skynjað með öllum skynfærum. Rifjaðu nú upp minningu um íbúðarrými sem hefur haft sterk áhrif á þig og skoðaðu hvað það er í rýmismótun sem olli þessum hughrifum. Hérna skaltu horfa fram hjá húsbúnaði, efnum og innréttingum og einblína á rýmið sjálft. Þú opnar útidyrahurðina, stígur yfir þröskuldinn og nemur andrúmsloftið. Þú tekur eftir hvað grípur augað, hvernig hljóðið berst, skynjar snertingu við efni og finnur lykt. Þú upplifir birtuna og það hvernig þessi staður fléttast saman við aðra staði íbúðarinnar. Þannig skoðar þú öll rými koll af kolli og hvað það er sem gefur hverju og einu sín sérkenni. Í framhaldinu veltir þú fyrir þér hvernig hver athöfn dagsins er römmuð inn. Þú sérð fyrir þér hvernig rýmið heldur utan um það að hvílast, lauga sig, matbúa, snæða og eiga samskipti. Arkitektúr fjallar um mótun rýma og aðferðir við rýmismótun eru fjölmargar. Heimili í sinni einföldustu mynd má líkja við hirðingjatjald þar sem gólfmottur á jörðinni skilgreina staði til að dvelja á. Þar er rýmið mótað af mottunni sem leggst ofan á slétta jörðina - í flóknari útfærslu getur rými verið mótað með hæðarmun gólfa. Eins og í hirðingjatjaldinu má vinna loftið með hliðstæðum hætti og skapa með því fjölbreytta staði innan heimilisins. Fjarlægð milli veggja og hlutföll móta svo sannarlega rými og gera útslagið varðandi virkni þess. Veggir geta skapað skýrt afmörkuð rými eða fléttað rýmum saman. Þeir veita skjól fyrir innsýn meðan gluggar móta tengsl heimilisins við umhverfi sitt og útsýni. Flæði dagsbirtunnar inn í híbýlin hefur áhrif á líðan íbúanna. Dvölin snýst um ljósið sem fylgir athöfnum daglegs lífs frá sólarupprás til sólseturs. Það hvernig birtan fellur inn í rými með beinum eða óbeinum hætti hefur áhrif á upplifun og andrúmsloft. Hún dregur fram mótun rýmisins, er síbreytileg og með blæbrigðum sínum lyftir hún andanum. Höfundar eru arkitektar og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar