Dagsbirtan lyftir andanum Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir skrifa 30. apríl 2024 08:31 Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið. Í byggingalistinni birtist rýmið í krafti hinna frumþáttanna fjögurra, en samspil þeirra skapar andrúmsloft sem hver og einn skynjar með sínum hætti. Því má til sanns vegar færa að rýmið sé fíngerðast vegna þess að upplifun okkar af því er huglæg. Þegar híbýlaauðurinn er skoðaður má velta fyrir sér hvort og þá hvar fulltrúar jarðar, vatns, elds og lofts séu á heimilum, hvert sé mikilvægi þessara frumþátta náttúrunnar við athafnir daglegs lífs, hvernig þeir hafa áhrif á mótun rýma og hvernig andrúmsloft er skynjað með öllum skynfærum. Rifjaðu nú upp minningu um íbúðarrými sem hefur haft sterk áhrif á þig og skoðaðu hvað það er í rýmismótun sem olli þessum hughrifum. Hérna skaltu horfa fram hjá húsbúnaði, efnum og innréttingum og einblína á rýmið sjálft. Þú opnar útidyrahurðina, stígur yfir þröskuldinn og nemur andrúmsloftið. Þú tekur eftir hvað grípur augað, hvernig hljóðið berst, skynjar snertingu við efni og finnur lykt. Þú upplifir birtuna og það hvernig þessi staður fléttast saman við aðra staði íbúðarinnar. Þannig skoðar þú öll rými koll af kolli og hvað það er sem gefur hverju og einu sín sérkenni. Í framhaldinu veltir þú fyrir þér hvernig hver athöfn dagsins er römmuð inn. Þú sérð fyrir þér hvernig rýmið heldur utan um það að hvílast, lauga sig, matbúa, snæða og eiga samskipti. Arkitektúr fjallar um mótun rýma og aðferðir við rýmismótun eru fjölmargar. Heimili í sinni einföldustu mynd má líkja við hirðingjatjald þar sem gólfmottur á jörðinni skilgreina staði til að dvelja á. Þar er rýmið mótað af mottunni sem leggst ofan á slétta jörðina - í flóknari útfærslu getur rými verið mótað með hæðarmun gólfa. Eins og í hirðingjatjaldinu má vinna loftið með hliðstæðum hætti og skapa með því fjölbreytta staði innan heimilisins. Fjarlægð milli veggja og hlutföll móta svo sannarlega rými og gera útslagið varðandi virkni þess. Veggir geta skapað skýrt afmörkuð rými eða fléttað rýmum saman. Þeir veita skjól fyrir innsýn meðan gluggar móta tengsl heimilisins við umhverfi sitt og útsýni. Flæði dagsbirtunnar inn í híbýlin hefur áhrif á líðan íbúanna. Dvölin snýst um ljósið sem fylgir athöfnum daglegs lífs frá sólarupprás til sólseturs. Það hvernig birtan fellur inn í rými með beinum eða óbeinum hætti hefur áhrif á upplifun og andrúmsloft. Hún dregur fram mótun rýmisins, er síbreytileg og með blæbrigðum sínum lyftir hún andanum. Höfundar eru arkitektar og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið. Í byggingalistinni birtist rýmið í krafti hinna frumþáttanna fjögurra, en samspil þeirra skapar andrúmsloft sem hver og einn skynjar með sínum hætti. Því má til sanns vegar færa að rýmið sé fíngerðast vegna þess að upplifun okkar af því er huglæg. Þegar híbýlaauðurinn er skoðaður má velta fyrir sér hvort og þá hvar fulltrúar jarðar, vatns, elds og lofts séu á heimilum, hvert sé mikilvægi þessara frumþátta náttúrunnar við athafnir daglegs lífs, hvernig þeir hafa áhrif á mótun rýma og hvernig andrúmsloft er skynjað með öllum skynfærum. Rifjaðu nú upp minningu um íbúðarrými sem hefur haft sterk áhrif á þig og skoðaðu hvað það er í rýmismótun sem olli þessum hughrifum. Hérna skaltu horfa fram hjá húsbúnaði, efnum og innréttingum og einblína á rýmið sjálft. Þú opnar útidyrahurðina, stígur yfir þröskuldinn og nemur andrúmsloftið. Þú tekur eftir hvað grípur augað, hvernig hljóðið berst, skynjar snertingu við efni og finnur lykt. Þú upplifir birtuna og það hvernig þessi staður fléttast saman við aðra staði íbúðarinnar. Þannig skoðar þú öll rými koll af kolli og hvað það er sem gefur hverju og einu sín sérkenni. Í framhaldinu veltir þú fyrir þér hvernig hver athöfn dagsins er römmuð inn. Þú sérð fyrir þér hvernig rýmið heldur utan um það að hvílast, lauga sig, matbúa, snæða og eiga samskipti. Arkitektúr fjallar um mótun rýma og aðferðir við rýmismótun eru fjölmargar. Heimili í sinni einföldustu mynd má líkja við hirðingjatjald þar sem gólfmottur á jörðinni skilgreina staði til að dvelja á. Þar er rýmið mótað af mottunni sem leggst ofan á slétta jörðina - í flóknari útfærslu getur rými verið mótað með hæðarmun gólfa. Eins og í hirðingjatjaldinu má vinna loftið með hliðstæðum hætti og skapa með því fjölbreytta staði innan heimilisins. Fjarlægð milli veggja og hlutföll móta svo sannarlega rými og gera útslagið varðandi virkni þess. Veggir geta skapað skýrt afmörkuð rými eða fléttað rýmum saman. Þeir veita skjól fyrir innsýn meðan gluggar móta tengsl heimilisins við umhverfi sitt og útsýni. Flæði dagsbirtunnar inn í híbýlin hefur áhrif á líðan íbúanna. Dvölin snýst um ljósið sem fylgir athöfnum daglegs lífs frá sólarupprás til sólseturs. Það hvernig birtan fellur inn í rými með beinum eða óbeinum hætti hefur áhrif á upplifun og andrúmsloft. Hún dregur fram mótun rýmisins, er síbreytileg og með blæbrigðum sínum lyftir hún andanum. Höfundar eru arkitektar og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs.
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar