Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:08 Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Sjá meira
Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun