Brautryðjandinn Baldur Þóra Björk Smith skrifar 26. apríl 2024 07:02 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verður framúrskarandi forseti hljóti hann til þess stuðning þjóðarinnar þann 1. júní. Hann hefur allt sem þarf til að gegna embættinu svo sómi sé að. Hann hefur verið brautryðjandi í rannsóknum á alþjóðamálum, með áherslu á stöðu smáríkja. Hann þekkir vel til stjórnskipunar landsins og hefur um áratuga skeið verið í hringiðu pólitískrar umræðu. Hann er réttsýnn og rökfastur. Hann hefur ekki veigrað sér við að taka slaginn í réttindabaráttu hinsegin fólks, baráttu gegn hatri og hugmyndum annars fólks um líf hans. Í þeirri baráttu hafa þeir Felix tekið þátt af heilum hug í marga áratugi. Barátta þeirra hefur vegið þungt í réttarbótum hinsegin fólks. Þátttaka í mannréttindabaráttu er mikilvægt veganesti forseta, nái Baldur kjöri mun það hafa jákvæð áhrif á stöðu mannréttinda minnihlutahópa á Íslandi og vekja athygli út fyrir landsteinana. Þess vegna eiga þeir sérstakt erindi á Bessastaði. Fyrirmyndin Baldur Þegar ég kynntist þeim Baldri og Felix fyrst fyrir rúmum 25 árum hefði verið algjörlega óhugsandi að hommi, giftur manni, sem ætti börn og barnabörn væri í framboði til nokkurs embættis á Íslandi. Samkynhneigt fólk var ekki fjölskyldufólk. Með því að koma úr felum eins og það var kallað fyrirgerði samkynhneigt fólk rétti sínum til að eignast börn og stofna fjölskyldu. Það voru heldur engar fyrirmyndir, fáir treystu sér til að koma með fjölskylduna sína úr felum. Í þessu umhverfi vorum við stödd árið 1998 þegar ég hitti Baldur fyrst. Hann var tiltölulega nýkominn heim úr framhaldsnámi og var að hefja störf við stjórnmálafræðideildina þar sem ég var í námi. Ég gleymi því aldrei þegar hann vatt sér að mér einn daginn og sagðist vera að safna saman hópi af samkynhneigðu fólki í Háskólanum til að vekja athygli á málefnum samkynhneigðra stúdenta og stofna jafnvel um það félag, svo samkynhneigðir stúdentar ættu sér vettvang og gætu í sameiningu barist fyrir sínum hagsmunum, svipað því sem hann hafði kynnst í háskólum erlendis. Úr varð að Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS, seinna Q, félag hinsegin stúdenta) var stofnað. Mig grunaði ekki að nokkur myndi hlusta á okkur, hvað þá að hægt væri berjast á móti fordómum og fáfræði með tilvísanir í rannsóknir og fræðigreinar að vopni. En þar kom Baldur sterkur inn. Hann kom á fundi með ritstjórum Morgunblaðsins, vegna þess að okkur blöskraði hatursfull umræða um samkynhneigða í aðsendum greinum til blaðsins, sem birst höfðu dag eftir dag. Þar var samkynhneigð m.a. sögð „brenglun og sjúkdómur“. Eftir fundinn samþykkti Morgunblaðið að hætta að birta slíkar greinar. Eins var þegar fulltrúar allsherjarnefndar Alþingis voru ekki vissir um að börn samkynhneigðra myndu spjara sig, þegar frumvarp um stjúpættleiðingar var til afgreiðslu hjá þeim, fann Baldur erlendar rannsóknir sem gerðar höfðu verið á börnum samkynhneigðra. Prentaði út, ljósritaði og við sendum þingmönnum. Við mættum á fund allsherjarnefndar, héldum málþing um ættleiðingar samkynhneigðra með fræðimönnum og buðum þingmönnum þeirra tveggja flokka sem ekki voru með full réttindi til handa samkynhneigðum á stefnuskrá sinni. Tilfinningarök virkuðu lítið á rökfestu Baldurs, sem hrakti hverja bábiljuna á fætur annarri. Fjölskyldumaðurinn Baldur Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna hvað stofnun FSS var mikilvæg, bæði fyrir hinsegin samfélagið í Háskólanum, en ekki síður fyrir mig persónulega. FSS veitti skjól þegar á móti blés og þar voru einstaklingar sem voru að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum. Þá var gott að geta leitað til fólks sem var á sama stað og hjá þeim Baldri og Felix áttum við öruggt athvarf. Þeir Baldur og Felix eru samheldin hjón. Framboð Baldurs er framboð þeirra beggja. Baldur gerir ekki fjölskylduform sitt að aukaatriði og þeir voru fyrsta samkynhneigða parið sem ég kynntist sem hafði hugrekki til að tala um sig og börnin sín sem fjölskyldu. Fjölskylda sem er falleg fyrirmynd fyrir okkur hin sem á eftir komu. Þangað erum við Íslendingar sem betur fer komin í mannréttindabaráttunni. Vera má að einhverjir geti ekki séð fyrir sér hommahjón á Bessastöðum en mig langar að trúa því að fæstir setji það fyrir sig. Það gleður mig innilega að Baldur Þórhallsson hafi ákveðið að gefa kost á sér í embættið. Hann hefur ríka samkennd með fólki og persónulega reynslu sem nýtist honum í að sameina þjóð sem samanstendur af meiri fjölbreytileika en nokkru sinni fyrr. Hann er fræðimaður með yfirburða þekkingu á alþjóðamálum og þeir Felix hafa hjartað til að gegna embættinu. Í mínum huga leikur enginn vafi á að framboðið hefur nú þegar valdið straumhvörfum, rutt brautina og sett tóninn fyrir því sem koma skal. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Lífið í bænum - fyrir suma Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þegar dómarar eru hluti af vandanum og bókun 35 Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á arðinn af sjávarútvegsauðlindinni? Einar G. Harðarson Skoðun Norðurþing treður yfir varnaðarorð og eignarrétt Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að neyðast til að meta sína eigin umsókn í opinberan sjóð Bogi Ragnarsson Skoðun Aflögufærir, hafið samband við söngskóla í neyð Gunnar Guðbjörnsson Skoðun Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson Skoðun Valdhafar sem óttast þjóð sína eiga ekki skilið völdin Ágústa Árnadóttir Skoðun Samræmt námsmat er ekki hindrun heldur hjálpartæki Eiríkur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Norðurþing treður yfir varnaðarorð og eignarrétt Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Lífið í bænum - fyrir suma Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Hver á arðinn af sjávarútvegsauðlindinni? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þegar dómarar eru hluti af vandanum og bókun 35 Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Samræmt námsmat er ekki hindrun heldur hjálpartæki Eiríkur Ólafsson skrifar Skoðun Aflögufærir, hafið samband við söngskóla í neyð Gunnar Guðbjörnsson skrifar Skoðun Að neyðast til að meta sína eigin umsókn í opinberan sjóð Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson skrifar Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sunnudagsblús ríkisstjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er í raun í fýlu? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Tálsýn um hugsun Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Handhafar sannleikans og hið gagnslausa væl Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Flokkarnir sem raunverulega öttu viðkvæmum hópum saman og þeir sem þrífa upp eftir þá Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreindarskólinn Alpha: Framtíðarsýn fyrir íslenska grunnskóla Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Valdhafar sem óttast þjóð sína eiga ekki skilið völdin Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Til hamingju með daginn á ný! Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum Davíð Stefán Guðmundsson skrifar Skoðun Versta sem gæti gerzt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðlögun á Austurvelli Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Í Kópavogi borga tekjuháir foreldrar leikskólabarna mest, er það svo ósanngjarnt? Rakel Ýr Isaksen skrifar Skoðun Auðlindin er sameign – en verðmætasköpunin er ekki sjálfgefin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Brotin stjórnarandstaða í fýlu Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Úthlutun Matvælasjóðs Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Engin haldbær rök fyrir því að dánaraðstoð skaði líknarmeðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Opið bréf til Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra Anna Margrét Hrólfsdóttir,Lilja Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti næst ekki með ranglæti Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Fagleg rök fjarverandi við opinbera styrkveitingu Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ætla stjórnvöld virkilega að eyðileggja eftirlaunasjóði verkafólks endanlega? Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Heilbrigðistækni getur gjörbylt aðgengi og gæðum í heilbrigðisþjónustu Erla Tinna Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verður framúrskarandi forseti hljóti hann til þess stuðning þjóðarinnar þann 1. júní. Hann hefur allt sem þarf til að gegna embættinu svo sómi sé að. Hann hefur verið brautryðjandi í rannsóknum á alþjóðamálum, með áherslu á stöðu smáríkja. Hann þekkir vel til stjórnskipunar landsins og hefur um áratuga skeið verið í hringiðu pólitískrar umræðu. Hann er réttsýnn og rökfastur. Hann hefur ekki veigrað sér við að taka slaginn í réttindabaráttu hinsegin fólks, baráttu gegn hatri og hugmyndum annars fólks um líf hans. Í þeirri baráttu hafa þeir Felix tekið þátt af heilum hug í marga áratugi. Barátta þeirra hefur vegið þungt í réttarbótum hinsegin fólks. Þátttaka í mannréttindabaráttu er mikilvægt veganesti forseta, nái Baldur kjöri mun það hafa jákvæð áhrif á stöðu mannréttinda minnihlutahópa á Íslandi og vekja athygli út fyrir landsteinana. Þess vegna eiga þeir sérstakt erindi á Bessastaði. Fyrirmyndin Baldur Þegar ég kynntist þeim Baldri og Felix fyrst fyrir rúmum 25 árum hefði verið algjörlega óhugsandi að hommi, giftur manni, sem ætti börn og barnabörn væri í framboði til nokkurs embættis á Íslandi. Samkynhneigt fólk var ekki fjölskyldufólk. Með því að koma úr felum eins og það var kallað fyrirgerði samkynhneigt fólk rétti sínum til að eignast börn og stofna fjölskyldu. Það voru heldur engar fyrirmyndir, fáir treystu sér til að koma með fjölskylduna sína úr felum. Í þessu umhverfi vorum við stödd árið 1998 þegar ég hitti Baldur fyrst. Hann var tiltölulega nýkominn heim úr framhaldsnámi og var að hefja störf við stjórnmálafræðideildina þar sem ég var í námi. Ég gleymi því aldrei þegar hann vatt sér að mér einn daginn og sagðist vera að safna saman hópi af samkynhneigðu fólki í Háskólanum til að vekja athygli á málefnum samkynhneigðra stúdenta og stofna jafnvel um það félag, svo samkynhneigðir stúdentar ættu sér vettvang og gætu í sameiningu barist fyrir sínum hagsmunum, svipað því sem hann hafði kynnst í háskólum erlendis. Úr varð að Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS, seinna Q, félag hinsegin stúdenta) var stofnað. Mig grunaði ekki að nokkur myndi hlusta á okkur, hvað þá að hægt væri berjast á móti fordómum og fáfræði með tilvísanir í rannsóknir og fræðigreinar að vopni. En þar kom Baldur sterkur inn. Hann kom á fundi með ritstjórum Morgunblaðsins, vegna þess að okkur blöskraði hatursfull umræða um samkynhneigða í aðsendum greinum til blaðsins, sem birst höfðu dag eftir dag. Þar var samkynhneigð m.a. sögð „brenglun og sjúkdómur“. Eftir fundinn samþykkti Morgunblaðið að hætta að birta slíkar greinar. Eins var þegar fulltrúar allsherjarnefndar Alþingis voru ekki vissir um að börn samkynhneigðra myndu spjara sig, þegar frumvarp um stjúpættleiðingar var til afgreiðslu hjá þeim, fann Baldur erlendar rannsóknir sem gerðar höfðu verið á börnum samkynhneigðra. Prentaði út, ljósritaði og við sendum þingmönnum. Við mættum á fund allsherjarnefndar, héldum málþing um ættleiðingar samkynhneigðra með fræðimönnum og buðum þingmönnum þeirra tveggja flokka sem ekki voru með full réttindi til handa samkynhneigðum á stefnuskrá sinni. Tilfinningarök virkuðu lítið á rökfestu Baldurs, sem hrakti hverja bábiljuna á fætur annarri. Fjölskyldumaðurinn Baldur Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna hvað stofnun FSS var mikilvæg, bæði fyrir hinsegin samfélagið í Háskólanum, en ekki síður fyrir mig persónulega. FSS veitti skjól þegar á móti blés og þar voru einstaklingar sem voru að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum. Þá var gott að geta leitað til fólks sem var á sama stað og hjá þeim Baldri og Felix áttum við öruggt athvarf. Þeir Baldur og Felix eru samheldin hjón. Framboð Baldurs er framboð þeirra beggja. Baldur gerir ekki fjölskylduform sitt að aukaatriði og þeir voru fyrsta samkynhneigða parið sem ég kynntist sem hafði hugrekki til að tala um sig og börnin sín sem fjölskyldu. Fjölskylda sem er falleg fyrirmynd fyrir okkur hin sem á eftir komu. Þangað erum við Íslendingar sem betur fer komin í mannréttindabaráttunni. Vera má að einhverjir geti ekki séð fyrir sér hommahjón á Bessastöðum en mig langar að trúa því að fæstir setji það fyrir sig. Það gleður mig innilega að Baldur Þórhallsson hafi ákveðið að gefa kost á sér í embættið. Hann hefur ríka samkennd með fólki og persónulega reynslu sem nýtist honum í að sameina þjóð sem samanstendur af meiri fjölbreytileika en nokkru sinni fyrr. Hann er fræðimaður með yfirburða þekkingu á alþjóðamálum og þeir Felix hafa hjartað til að gegna embættinu. Í mínum huga leikur enginn vafi á að framboðið hefur nú þegar valdið straumhvörfum, rutt brautina og sett tóninn fyrir því sem koma skal. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson Skoðun
Skoðun Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson skrifar
Skoðun Flokkarnir sem raunverulega öttu viðkvæmum hópum saman og þeir sem þrífa upp eftir þá Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreindarskólinn Alpha: Framtíðarsýn fyrir íslenska grunnskóla Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Í Kópavogi borga tekjuháir foreldrar leikskólabarna mest, er það svo ósanngjarnt? Rakel Ýr Isaksen skrifar
Skoðun Auðlindin er sameign – en verðmætasköpunin er ekki sjálfgefin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Opið bréf til Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra Anna Margrét Hrólfsdóttir,Lilja Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ætla stjórnvöld virkilega að eyðileggja eftirlaunasjóði verkafólks endanlega? Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Heilbrigðistækni getur gjörbylt aðgengi og gæðum í heilbrigðisþjónustu Erla Tinna Stefánsdóttir skrifar
Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson Skoðun