Er soja að eyðileggja íslenska karlmennsku? Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifa 25. apríl 2024 07:00 Soja er matvæli sem hefur verið töluvert umdeilt og mikið rætt á sviði næringar en um er að ræða einstakt matvæli sem hefur verið ansi vel rannsakað. Rannsóknir sýna fram á að soja hafi ýmist jákvæð eða hlutlaus áhrif á ýmsar heilsufarslegar útkomur. Þrátt fyrir það hefur þessi ágæta fæða ekki verið örugg fyrir háværum og ósanngjörnum mýtum sem virðast seint ætla að deyja út. Raunin er sú að soja er mjög næringarríkt matvæli sem hefur að geyma mikilvæg prótein. Soja er eitt af fáum plöntupróteinum sem að inniheldur allar 9 lífsnauðsynlegu amínósýrurnar í þeim hlutföllum sem við þörfnumst eins og dýraprótein. Það er auk þess ríkt af kalki, magnesíum, trefjum og inniheldur járn og sink. Fyrir flesta er því um að ræða næringaríka fæðu og líklegt til að hafa heilsufarslegan ávinning, sé ekki óþol til staðar. Í grunninn er um að ræða sojabaunir sem er svo hægt að vinna úr mismunandi afurðir sem eru ýmist lítið unnar eða mikið unnar. Dæmi um lítið unnar sojavörur eru til dæmis baunirnar sjálfar, ýmist hvítar soja baunir eða edamame baunir sem að eru óþroskaðar soja baunir. Auk þess er hægt að vinna úr þeim sojamjólk, sojajógúrt, tofu og tempeh, sojakjöt og fleiri unnin matvæli. Þessi matvæli flokkast þó vissulega mis unnin. Ýmsar mýtur hafa verið í gangi um soja í gegnum tíðina og margar af þeim mýtum byggja á gömlum rannsóknum á dýrum. Mikilvægt er að hafa í huga að ferlar mannslíkamans virka oft allt öðruvísi en hjá dýrum og endurspegla því dýrarannsóknir ekki hvaða ferlar eiga sér stað í mönnum. Svo spurningin er, ertu maður eða mús? Förum aðeins yfir nokkrar mýtur um soja sem að hefur verið vinsælt að halda fram. Mýta 1 - “Soja veldur kvenlegum eiginleikum hjá körlum” Þessi mýta er mjög algeng og ætlar greinilega að vera svolítið langlíf og þrjósk. Hún hefur meira að segja gengið svo langt að á netmiðlum varð nýlega til hugtakið „soy boys“, þá sem einhverskonar móðgun gagnvart „kvenlegum mönnum“, þá þvert á hinn steríótýpíska karlmann sem elskar vel blóðuga steik sem próteingjafa. Þessi vinsæla mýta byggir á því að soja inniheldur svokallað plöntu estrógen. Byggingin á plöntu estrógeninu er svipuð og á estrógeni sem er hormón í mannslíkamanum en það hegðar sér ekki á sama hátt í líkamanum. Plöntu estrógenið bindst ekki eins sterkt við estrógen viðtaka og hefur því ekki áhrif á estrógen framleiðslu í líkamanum. Soja hefur því ekki áhrif á framleiðslu estrógens og veldur ekki kvenlegum eiginleikum. Berist mýtan til tals hvetjum við eindregið til að hún sé leiðrétt, líklegt þykir að sá hinn sami verði talinn klárari fyrir vikið. Mýta 2 - “Soja eykur líkur á brjóstakrabbameini” Þessi er áhugaverð því að rannsóknir sýna einmitt þvert á móti vísbendingar um að soja hafi mögulega verndandi áhrif þegar kemur að brjóstakrabbameini og jafnvel krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum. Neysla á soja getur mögulega dregið úr hættu á brjóstakrabbameini vegna þess að í sumum vefjum geta plöntu estrógen hindrað verkun estrógens en estrógen örvar vöxt og fjölgun brjósta- og brjóstakrabbameinsfrumna. Þó skal hafa í huga að einungis sumar rannsóknir hafa sýnt ávinning af sojaneyslu í tengslum við brjóstakrabbamein á meðan aðrar sýna engin tengsl, hvorki jákvæð né neikvæð. Mýta 3 - “Soja hefur neikvæð áhrif á umhverfið” Í dag er það svo að stærsti hluti sojaræktunar fer í fóður fyrir eldisdýr en einungis lítið hlutfall af því er borðað af okkur. Gríðarlega stórt hlutfall þess fer í fóður fyrir eldisdýr en 77% af soja í heiminum er notað í fóður fyrir búfé til kjöt- og mjólkurframleiðslu og aðeins 7% af soja er notað í matvæli eins og tofu, sojamjólk, edamame baunir og tempeh. Sá misskilningur að soja matvæli sem mannfólk neytir valdi eyðingu skóga er því algjör misskilningur. Með því að sleppa þessum millilið sem kjötið er og velja frekar soja matvæli til að borða er þvert á móti verið að hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Mýta 4 – „Soja hefur slæm áhrif á skjaldkirtilinn“ Í yfirlitsgrein yfir margar rannsóknir sem skoðaði áhrif soja á skjaldkirtilssjúkdóma var niðurstaðan sú að þrátt fyrir að soja hækkaði lítillega magn þeirra hormóna sem að örva skjaldkirtilshormón, höfðu þau engin áhrif á raunverulega framleiðslu skjaldkirtilshormóna. Önnur rannsókn leiddi hins vegar í ljós að soja gæti truflað skjaldkirtilshormónalyf sem notuð eru til að meðhöndla vanvirkan skjaldkirtil. Áhrif soja á starfsemi skjaldkirtils hjá einstaklingum með skjaldkirtilssjúkdóma þarfnast í raun frekari rannsókna. Þeir sem eru með skjaldkirtilssjúkdóma þurfa þó aðeins að hafa þetta í huga en fyrir aðra skiptir þetta engu máli og hefur soja ekki áhrif á skjaldkirtil hjá heilbrigðu fólki. Næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en hjá þeim sem eru heilbrigðir. Til að draga saman þá er soja almennt mjög næringarríkt matvæli sem flestir hefðu ávinning af að bæta inn í mataræðið sé ekki óþol eða skjaldkirtilssjúkdómur til staðar. Það inniheldur ótal mörg nauðsynleg næringarefni fyrir okkur, er þar að auki ódýr próteingjafi og hægt að elda úr fjölbreytta og gómsæta rétti. Við hvetjum því eindregið til að víkka sjóndeildarhringinn og reyna fyrir sér með soja í matargerð. Nú ef við höfum áhyggjur af karlmennsku þá er kannski ekkert karlmannlegra en umhverfisvænt og næringarríkt marinerað tofu á grillið í sumar? Athugið að hér er ekki verið að tala um að sleppa alfarið steikum heldur prófa sig áfram með ný hráefni, fjölbreytni í mataræði er alltaf jákvætt heilsunni. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á Instagram undir aðgöngunum @naeringogjafnvaegi og @dogg.gudmunds. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Soja er matvæli sem hefur verið töluvert umdeilt og mikið rætt á sviði næringar en um er að ræða einstakt matvæli sem hefur verið ansi vel rannsakað. Rannsóknir sýna fram á að soja hafi ýmist jákvæð eða hlutlaus áhrif á ýmsar heilsufarslegar útkomur. Þrátt fyrir það hefur þessi ágæta fæða ekki verið örugg fyrir háværum og ósanngjörnum mýtum sem virðast seint ætla að deyja út. Raunin er sú að soja er mjög næringarríkt matvæli sem hefur að geyma mikilvæg prótein. Soja er eitt af fáum plöntupróteinum sem að inniheldur allar 9 lífsnauðsynlegu amínósýrurnar í þeim hlutföllum sem við þörfnumst eins og dýraprótein. Það er auk þess ríkt af kalki, magnesíum, trefjum og inniheldur járn og sink. Fyrir flesta er því um að ræða næringaríka fæðu og líklegt til að hafa heilsufarslegan ávinning, sé ekki óþol til staðar. Í grunninn er um að ræða sojabaunir sem er svo hægt að vinna úr mismunandi afurðir sem eru ýmist lítið unnar eða mikið unnar. Dæmi um lítið unnar sojavörur eru til dæmis baunirnar sjálfar, ýmist hvítar soja baunir eða edamame baunir sem að eru óþroskaðar soja baunir. Auk þess er hægt að vinna úr þeim sojamjólk, sojajógúrt, tofu og tempeh, sojakjöt og fleiri unnin matvæli. Þessi matvæli flokkast þó vissulega mis unnin. Ýmsar mýtur hafa verið í gangi um soja í gegnum tíðina og margar af þeim mýtum byggja á gömlum rannsóknum á dýrum. Mikilvægt er að hafa í huga að ferlar mannslíkamans virka oft allt öðruvísi en hjá dýrum og endurspegla því dýrarannsóknir ekki hvaða ferlar eiga sér stað í mönnum. Svo spurningin er, ertu maður eða mús? Förum aðeins yfir nokkrar mýtur um soja sem að hefur verið vinsælt að halda fram. Mýta 1 - “Soja veldur kvenlegum eiginleikum hjá körlum” Þessi mýta er mjög algeng og ætlar greinilega að vera svolítið langlíf og þrjósk. Hún hefur meira að segja gengið svo langt að á netmiðlum varð nýlega til hugtakið „soy boys“, þá sem einhverskonar móðgun gagnvart „kvenlegum mönnum“, þá þvert á hinn steríótýpíska karlmann sem elskar vel blóðuga steik sem próteingjafa. Þessi vinsæla mýta byggir á því að soja inniheldur svokallað plöntu estrógen. Byggingin á plöntu estrógeninu er svipuð og á estrógeni sem er hormón í mannslíkamanum en það hegðar sér ekki á sama hátt í líkamanum. Plöntu estrógenið bindst ekki eins sterkt við estrógen viðtaka og hefur því ekki áhrif á estrógen framleiðslu í líkamanum. Soja hefur því ekki áhrif á framleiðslu estrógens og veldur ekki kvenlegum eiginleikum. Berist mýtan til tals hvetjum við eindregið til að hún sé leiðrétt, líklegt þykir að sá hinn sami verði talinn klárari fyrir vikið. Mýta 2 - “Soja eykur líkur á brjóstakrabbameini” Þessi er áhugaverð því að rannsóknir sýna einmitt þvert á móti vísbendingar um að soja hafi mögulega verndandi áhrif þegar kemur að brjóstakrabbameini og jafnvel krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum. Neysla á soja getur mögulega dregið úr hættu á brjóstakrabbameini vegna þess að í sumum vefjum geta plöntu estrógen hindrað verkun estrógens en estrógen örvar vöxt og fjölgun brjósta- og brjóstakrabbameinsfrumna. Þó skal hafa í huga að einungis sumar rannsóknir hafa sýnt ávinning af sojaneyslu í tengslum við brjóstakrabbamein á meðan aðrar sýna engin tengsl, hvorki jákvæð né neikvæð. Mýta 3 - “Soja hefur neikvæð áhrif á umhverfið” Í dag er það svo að stærsti hluti sojaræktunar fer í fóður fyrir eldisdýr en einungis lítið hlutfall af því er borðað af okkur. Gríðarlega stórt hlutfall þess fer í fóður fyrir eldisdýr en 77% af soja í heiminum er notað í fóður fyrir búfé til kjöt- og mjólkurframleiðslu og aðeins 7% af soja er notað í matvæli eins og tofu, sojamjólk, edamame baunir og tempeh. Sá misskilningur að soja matvæli sem mannfólk neytir valdi eyðingu skóga er því algjör misskilningur. Með því að sleppa þessum millilið sem kjötið er og velja frekar soja matvæli til að borða er þvert á móti verið að hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Mýta 4 – „Soja hefur slæm áhrif á skjaldkirtilinn“ Í yfirlitsgrein yfir margar rannsóknir sem skoðaði áhrif soja á skjaldkirtilssjúkdóma var niðurstaðan sú að þrátt fyrir að soja hækkaði lítillega magn þeirra hormóna sem að örva skjaldkirtilshormón, höfðu þau engin áhrif á raunverulega framleiðslu skjaldkirtilshormóna. Önnur rannsókn leiddi hins vegar í ljós að soja gæti truflað skjaldkirtilshormónalyf sem notuð eru til að meðhöndla vanvirkan skjaldkirtil. Áhrif soja á starfsemi skjaldkirtils hjá einstaklingum með skjaldkirtilssjúkdóma þarfnast í raun frekari rannsókna. Þeir sem eru með skjaldkirtilssjúkdóma þurfa þó aðeins að hafa þetta í huga en fyrir aðra skiptir þetta engu máli og hefur soja ekki áhrif á skjaldkirtil hjá heilbrigðu fólki. Næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en hjá þeim sem eru heilbrigðir. Til að draga saman þá er soja almennt mjög næringarríkt matvæli sem flestir hefðu ávinning af að bæta inn í mataræðið sé ekki óþol eða skjaldkirtilssjúkdómur til staðar. Það inniheldur ótal mörg nauðsynleg næringarefni fyrir okkur, er þar að auki ódýr próteingjafi og hægt að elda úr fjölbreytta og gómsæta rétti. Við hvetjum því eindregið til að víkka sjóndeildarhringinn og reyna fyrir sér með soja í matargerð. Nú ef við höfum áhyggjur af karlmennsku þá er kannski ekkert karlmannlegra en umhverfisvænt og næringarríkt marinerað tofu á grillið í sumar? Athugið að hér er ekki verið að tala um að sleppa alfarið steikum heldur prófa sig áfram með ný hráefni, fjölbreytni í mataræði er alltaf jákvætt heilsunni. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á Instagram undir aðgöngunum @naeringogjafnvaegi og @dogg.gudmunds. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar