Mikill samdráttur á hagnaði Tesla Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 22:33 Forsvarsmenn Tesla ætla að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla, með því markmiði að bæta sölu. AP/Sebastian Christoph Hagnaður rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla dróst verulega saman á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Tekjur drógust saman um níu prósent og voru 21,3 milljarður dala en hagnaðurinn dróst saman um 55 prósent og var 1,1 milljarður dala. Það samsvarar um 155 milljörðum króna en fyrirtækið stóðst ekki væntingar fjárfesta vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Áður en uppgjörið var birt hafði virði hlutabréfa Tesla dregist saman um 42 prósent á þessu ári. Í frétt miðilsins segir að Elon Musk, forstjóri Tesla og stærsti hluthafi félagsins, sé undir miklum þrýstingi vegna samdráttarins og hann þurfi að gera betur grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir Tesla. Í yfirlýsingu vegna ársfjórðungsuppgjörs Tesla segir að sala á rafmagnsbílum hafi ekki haldið í við væntingar en á sama tíma hefur samkeppni á markaði rafmagnsbíla aukist. Í yfirlýsingunni segir að forsvarsmenn annarra bílaframleiðenda hafi margir tekið þá ákvörðun að leggja meiri áherslu á tengiltvinnbíla sem gangi bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þá segir þar að á meðan aðrir séu að draga úr fjárfestingum sínum sé Tesla að fjárfesta í framtíðarvexti. Meðal annars á að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla. Vonast er til að þessar tegundir nái á markað um mitt næsta ár, sem er fyrr en áður stóð til. Þær fregnir hafa leitt til hækkunar á virði hlutabéfa félagsins í dag. Stjórn Tesla hefur farið fram á það við hluthafa að þeir samþykki á nýjan leik kaupréttarsamning sem gerður var við Musk árið 2018. Sá samningur var dæmdur ólöglegur í janúar en þar er um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem gerður hefur verið við stjórnanda skráðs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur einnig beðið hluthafa um að samþykkja flutning félagsins frá Delaware til Texas en Musk fór fram á það eftir áðurnefndan úrskurð dómara í janúar. Tesla Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Sjá meira
Það samsvarar um 155 milljörðum króna en fyrirtækið stóðst ekki væntingar fjárfesta vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Áður en uppgjörið var birt hafði virði hlutabréfa Tesla dregist saman um 42 prósent á þessu ári. Í frétt miðilsins segir að Elon Musk, forstjóri Tesla og stærsti hluthafi félagsins, sé undir miklum þrýstingi vegna samdráttarins og hann þurfi að gera betur grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir Tesla. Í yfirlýsingu vegna ársfjórðungsuppgjörs Tesla segir að sala á rafmagnsbílum hafi ekki haldið í við væntingar en á sama tíma hefur samkeppni á markaði rafmagnsbíla aukist. Í yfirlýsingunni segir að forsvarsmenn annarra bílaframleiðenda hafi margir tekið þá ákvörðun að leggja meiri áherslu á tengiltvinnbíla sem gangi bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þá segir þar að á meðan aðrir séu að draga úr fjárfestingum sínum sé Tesla að fjárfesta í framtíðarvexti. Meðal annars á að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla. Vonast er til að þessar tegundir nái á markað um mitt næsta ár, sem er fyrr en áður stóð til. Þær fregnir hafa leitt til hækkunar á virði hlutabéfa félagsins í dag. Stjórn Tesla hefur farið fram á það við hluthafa að þeir samþykki á nýjan leik kaupréttarsamning sem gerður var við Musk árið 2018. Sá samningur var dæmdur ólöglegur í janúar en þar er um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem gerður hefur verið við stjórnanda skráðs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur einnig beðið hluthafa um að samþykkja flutning félagsins frá Delaware til Texas en Musk fór fram á það eftir áðurnefndan úrskurð dómara í janúar.
Tesla Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Sjá meira