Mannréttindi sama hvað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 11:30 Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni? Og enn einn stjórnmálaflokkurinn Píratahreyfingin varð til vegna þess að hið hefðbundna flokkakerfi virtist illa í stakk búið til þess að tryggja að tiltekin mikilvæg mál kæmust á dagskrá stjórnmálanna. Í upphafi var um að ræða mál sem vörðuðu örar tæknibreytingar sem stjórnmálaumræðan hafði einfaldlega ekki haldið í við, og var því ekki verið að taka á afleiðingum þeirra á upplýsingafrelsi fólks, tjáningarfrelsi og önnur grundvallarréttindi. Með nokkurri einföldun má segja að Píratahreyfingin hafi verið stofnuð af tölvunördum sem fannst skorta skilning á nýrri tækni á meðal stjórnmálamanna. Boðuð var breytt hugsun í stjórnmálum, með áherslu á gagnrýna hugsun og upplýsta ákvarðanatöku, gagnsæi og ábyrgð, ásamt vernd annarra grundvallarréttinda. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar stýrast mikið til af baráttunni um atkvæði kjósenda, sem er eðlilegt upp að ákveðnu marki og mikilvægur þáttur lýðræðisins. Framþróun í tækni og þekkingu er hins vegar oft á tíðum hraðari en þróun samfélagslegrar umræðu og viðhorfa. Þetta getur orðið til þess að popúlísk viðhorf til nýrra vandamála leiði til skyndilausna, sem grafa undan lýðræði og mannréttindum. Til þess að kjósendur í lýðræðisríki geti myndað sér upplýsta skoðun þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi, og því miður eru dæmin fjölmörg í sögunni um það að lýðræðið hafi verið misnotað til þess að níðast á minnihlutahópum í krafti meirihlutans. Til þess voru mannréttindi sett á blað. Og til þess eru þau í stjórnarskránni sjálfri en ekki einungis í almennum lögum, sem breyta má með einföldum meirihluta. Atkvæðagreiðslur um grundvallarréttindi tiltekinna hópa og jafnvel tilvistarrétt fólks þekkjast víða í samfélögum sem alla jafna kenna sig við lýðræði, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir réttindi fólks. Það er öllum sama um mannréttindi, húsið er að brenna! Þegar vel árar er sjaldnast mikill ágreiningur um mikilvægi mannréttinda. Það er fyrst og fremst þegar á reynir sem borgaraleg réttindi tapa vinsældum sínum. Stríðsátök, farsóttir og ótryggt efnahagsástand hafa í gegnum alla mannkynssöguna verið frjór jarðvegur fyrir skerðingu réttinda þeirra sem minna mega sín, fordóma, útskúfun og ótta. Við slíkar aðstæður er fólk upp til hópa reiðubúnara að láta af réttindum sínum - og ekki síður réttindum annarra - til þess að tryggja öryggi sitt og sinna allra nánustu gagnvart (oft illa eða alveg óskilgreindri) ógn. Það er því aldrei mikilvægara að standa vörð um mannréttindi en þegar að þeim er sótt vegna annarra áskorana. En hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa tilhneigingu til þess að missa sjónar á því þegar það eru atkvæðaveiðarnar sem ráða för. Mannréttindi, sama hvað Grunnstefna Pírata snýst um að tryggja jafnvægi á milli hinna valdameiri og hinna valdaminni, með skýrum leikreglum og með því að hafa grundvallarréttindi borgaranna alltaf í forgrunni. Alltaf. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum í baráttunni fyrir betra samfélagi, og fyrir valdeflingu hinna valdaminni og eðlilegum takmörkunum á valdi þeirra sem það hafa. Það er okkar DNA. Þessi grundvallaratriði munu Píratar ávallt leggja áherslu á í öllum sínum störfum, sama hvernig vindar pólitíkurinnar blása og sama hvert atkvæðin leita. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mannréttindi Alþingi Píratar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni? Og enn einn stjórnmálaflokkurinn Píratahreyfingin varð til vegna þess að hið hefðbundna flokkakerfi virtist illa í stakk búið til þess að tryggja að tiltekin mikilvæg mál kæmust á dagskrá stjórnmálanna. Í upphafi var um að ræða mál sem vörðuðu örar tæknibreytingar sem stjórnmálaumræðan hafði einfaldlega ekki haldið í við, og var því ekki verið að taka á afleiðingum þeirra á upplýsingafrelsi fólks, tjáningarfrelsi og önnur grundvallarréttindi. Með nokkurri einföldun má segja að Píratahreyfingin hafi verið stofnuð af tölvunördum sem fannst skorta skilning á nýrri tækni á meðal stjórnmálamanna. Boðuð var breytt hugsun í stjórnmálum, með áherslu á gagnrýna hugsun og upplýsta ákvarðanatöku, gagnsæi og ábyrgð, ásamt vernd annarra grundvallarréttinda. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar stýrast mikið til af baráttunni um atkvæði kjósenda, sem er eðlilegt upp að ákveðnu marki og mikilvægur þáttur lýðræðisins. Framþróun í tækni og þekkingu er hins vegar oft á tíðum hraðari en þróun samfélagslegrar umræðu og viðhorfa. Þetta getur orðið til þess að popúlísk viðhorf til nýrra vandamála leiði til skyndilausna, sem grafa undan lýðræði og mannréttindum. Til þess að kjósendur í lýðræðisríki geti myndað sér upplýsta skoðun þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi, og því miður eru dæmin fjölmörg í sögunni um það að lýðræðið hafi verið misnotað til þess að níðast á minnihlutahópum í krafti meirihlutans. Til þess voru mannréttindi sett á blað. Og til þess eru þau í stjórnarskránni sjálfri en ekki einungis í almennum lögum, sem breyta má með einföldum meirihluta. Atkvæðagreiðslur um grundvallarréttindi tiltekinna hópa og jafnvel tilvistarrétt fólks þekkjast víða í samfélögum sem alla jafna kenna sig við lýðræði, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir réttindi fólks. Það er öllum sama um mannréttindi, húsið er að brenna! Þegar vel árar er sjaldnast mikill ágreiningur um mikilvægi mannréttinda. Það er fyrst og fremst þegar á reynir sem borgaraleg réttindi tapa vinsældum sínum. Stríðsátök, farsóttir og ótryggt efnahagsástand hafa í gegnum alla mannkynssöguna verið frjór jarðvegur fyrir skerðingu réttinda þeirra sem minna mega sín, fordóma, útskúfun og ótta. Við slíkar aðstæður er fólk upp til hópa reiðubúnara að láta af réttindum sínum - og ekki síður réttindum annarra - til þess að tryggja öryggi sitt og sinna allra nánustu gagnvart (oft illa eða alveg óskilgreindri) ógn. Það er því aldrei mikilvægara að standa vörð um mannréttindi en þegar að þeim er sótt vegna annarra áskorana. En hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa tilhneigingu til þess að missa sjónar á því þegar það eru atkvæðaveiðarnar sem ráða för. Mannréttindi, sama hvað Grunnstefna Pírata snýst um að tryggja jafnvægi á milli hinna valdameiri og hinna valdaminni, með skýrum leikreglum og með því að hafa grundvallarréttindi borgaranna alltaf í forgrunni. Alltaf. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum í baráttunni fyrir betra samfélagi, og fyrir valdeflingu hinna valdaminni og eðlilegum takmörkunum á valdi þeirra sem það hafa. Það er okkar DNA. Þessi grundvallaratriði munu Píratar ávallt leggja áherslu á í öllum sínum störfum, sama hvernig vindar pólitíkurinnar blása og sama hvert atkvæðin leita. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar