Norskur skammtímagróði Gunnlaugur Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 12:30 Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar