Dánaraðstoð: Rangfærslur varðandi skrif Læknafélags Íslands Ingrid Kuhlman, Bjarni Jónsson, Sylviane Lecoulte, Steinar Harðarson, Veturliði Þór Stefánsson og Íris Davíðsdóttir skrifa 23. apríl 2024 07:31 Stjórnarmenn Læknafélags Íslands (LÍ) birtu grein á visir.is þann 19. apríl síðastliðinn um Lífsvirðingu og dánaraðstoð. Í greininni koma fram nokkrar fullyrðingar sem stjórn Lífsvirðingar telur mikilvægt að leiðrétta. Fullyrðing LÍ: Umsögn Læknafélagsins hefur verið aðgengileg á vefsíðu Alþingis frá 11. apríl Formaður LÍ greindi frá því í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars að félagið hefði ekki skilað inn umsögn. Þetta varð til þess að við hjá Lífsvirðingu gagnrýndum LÍ fyrir að skila auðu í grein sem birtist 14. apríl. Við vorum því miður ekki meðvituð um að LÍ hefði í millitíðinni, eða 10. apríl, skilað inn umsögn. Okkar misskilningur byggðist á því að við héldum að skilafresturinn sem nefndasvið Alþingis setti, til og með 26. mars, myndi útiloka móttöku umsagna 15 dögum eftir lokafrest. Við fögnum því innilega að formleg umsögn frá LÍ skuli nú loks vera komin fram. Fullyrðing LÍ: Almennur áhugi á dánaraðstoð er lítill LÍ heldur því fram í grein sinni að takmörkuð lögleiðing dánaraðstoðar á heimsvísu sé vísbending um lítinn almennan áhuga á málefninu. Þessi staðhæfing er ekki í samræmi við þróun mála. Á yfirstandandi ári er til dæmis búist við að dánaraðstoð verði lögleidd í fimm nýjum fylkjum í Bandaríkjunnum, í viðbót við þau ellefu fylki sem þegar heimila slíka aðstoð. Frumvörp um dánaraðstoð hafa einnig verið lögð fram í Frakklandi, Skotlandi, Englandi, Írlandi og víðar. Enn fremur sýna skoðanakannanir í mörgum löndum, þar á meðal á Norðurlöndunum og á Íslandi, að milli 70% og 80% almennings styður lögleiðingu dánaraðstoðar. Því er með engu móti hægt að halda því fram að almennur áhugi sé lítill. Fullyrðing LÍ: Umræðan um dánaraðstoð er einhliða og bjöguð Árið 2021 andmælti LÍ þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna á grundvelli þess að félagið taldi umræðuna einhliða og bjagaða og „knúin fram af þeim sem harðast vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar“. LÍ hefur þó ekki skýrt hver sé ástæðan fyrir þessari „einhliða og bjöguðu“ umræðu. Frá stofnun Lífsvirðingar árið 2017 hefur LÍ ekki blandað sér mikið í umræðuna um dánaraðstoð og ekki sýnt mikinn vilja til að taka þátt í fundum eða ráðstefnum sem Lífsvirðing hefur staðið fyrir. Ekki skal því undra að umræðan sé að miklu leyti drifin áfram af þeim sem styðja lögleiðingu dánaraðstoðar. Fullyrðing LÍ: Niðurstöður könnunar heilbrigðisráðherra eru ekki marktækar LÍ hefur gagnrýnt niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir heilbrigðisráðherra á vormánuðum 2023 vegna lágs svarhlutfalls. Könnunin var send út til 400 félagsmanna LÍ og af þeim svöruðu 30%. Þótt mikilvægt sé að taka tillit til svarhlutfalls, er það ekki eini mælikvarðinn á gæði eða túlkun niðurstaðna. Gæði könnunar ráðast af mörgum þáttum og því gefur einhliða áhersla á svarhlutfall ekki heildstæða mynd. Í febrúar sendum við LÍ tvær spurningar varðandi svarhlutfallið: Hvað væri ásættanlegt svarhlutfall fyrir þessa könnun eða samskonar könnun? Við erum ekki að biðja um svar um mikilvægi svarhlutfalls almennt, heldur nákvæmlega þessa könnun. Fyrst þið eruð alveg örugg með að 30% sé of lágt í þessari könnun, getið þið þá sagt hvað væri nægjanlegt þannig að við myndum vita að hvaða svarhlutfalli skuli stefna (næst)? Á hvaða vísindum byggið þið þær kröfur? Þessum spurningum hefur LÍ ekki svarað. Lífsvirðing hefur hvatt LÍ til að láta framkvæma ítarlega könnun meðal sinna félagsmanna í ljósi þess að stjórn LÍ, ekki Lífsvirðing, hefur dregið marktækni könnunar ráðuneytisins í efa. Það er því engin þversögn í afstöðu Lífsvirðingar til þessa máls. Við fögnum áformum LÍ um að framkvæma sína eigin könnun meðal félagsmanna. Fullyrðing LÍ: Lífsvirðing hefur verið með einhliða málflutning Stjórn LÍ gefur í skyn í grein sinni að Lífsvirðing hafi ekki veitt nægilega athygli öllum hliðum málsins né siðferðilegum álitamálum sem dánaraðstoð vekur. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Þrátt fyrir að stjórnarmenn Lífsvirðingar hafi vissulega lýst yfir stuðningi við dánaraðstoð í greinum sínum, hefur félagið einnig fjallað um andstöðuna við dánaraðstoð, dómsmál sem hafa komið upp og reynslu þeirra ríkja sem heimila dánaraðstoð. Á vefsíðu félagsins, lifsvirding.is, er þar að auki hægt að finna rök með og á móti dánaraðstoð. Á síðunni má einnig finna yfirgripsmikla samantekt á um það bil 350 greinum, umræðum, hugleiðingum, ritgerðum, skrifum og viðtölum um dánaraðstoð frá bæði stuðningsmönnum og andstæðingum dánaraðstoðar, svo sem greinar úr Læknablaðinu. LÍ segir Lífsvirðingu hafa „lítið ef nokkuð ávarpað miklar áhyggjur alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu fatlaðra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja þegar kemur að umræðu um dánaraðstoð.“ Það er einfaldlega ekki rétt. Frá stofnun Lífsvirðingar höfum við átt fundi með Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og samtökum sjúklinga eins og MND, sem öll hafa lýst yfir áhyggjum af mögulegum áhrifum lögleiðingar dánaraðstoðar á hagsmuni umbjóðenda sinna. Lífsvirðing hefur einnig tekið virkan þátt í greinaskrifum um afstöðu fólks með fötlun til dánaraðstoðar. Við höfnum því fullyrðingum LÍ um að nálgun okkar sé einhliða. Þrír af fjórum Íslendingum styðja dánaraðstoð Það er engin tilviljun að Lífsvirðing hefur verið í fararbroddi í umræðunni um dánaraðstoð. Meðlimir félagsins eru eðli málsins samkvæmt fylgismenn dánaraðstoðar. Þeir þingmenn sem hafa lagt málinu lið, bæði sem meðflutningsmenn þingsályktunartillagna, skýrslubeiðna og frumvarps um dánaraðstoð, styðja lögleiðingu dánaraðstoðar. Auk þess hefur almenningur sýnt yfirgnæfandi stuðning við lögleiðingu dánaraðstoðar. Nýleg könnun heilbrigðisráðherra frá árinu 2023 sýnir að 75,6% almennings er hlynntur því að dánaraðstoð verði lögleidd. Þessi stuðningur er í samræmi við niðurstöður kannana sem Siðmennt og Lífsvirðing hafa látið framkvæma árin 2015, 2019 og 2022. Þær sýna að stuðningur almennings er mikill eða á bilinu 74,5% til 76,2%. Skortur á víðtækri umræðu er aðeins vegna þess að LÍ og aðrir hafa ekki tekið virkan þátt. Við hjá Lífsvirðingu fögnum því heilshugar að LÍ hyggist nú að taka virkan þátt í umræðunni um dánaraðstoð. Við hlökkum til að taka áfram þátt í opinskárri, málefnalegri og víðtækri umræðu um þetta mikilvæga málefni og bjóðum LÍ velkomið til samstarfs. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Stjórnarmenn Læknafélags Íslands (LÍ) birtu grein á visir.is þann 19. apríl síðastliðinn um Lífsvirðingu og dánaraðstoð. Í greininni koma fram nokkrar fullyrðingar sem stjórn Lífsvirðingar telur mikilvægt að leiðrétta. Fullyrðing LÍ: Umsögn Læknafélagsins hefur verið aðgengileg á vefsíðu Alþingis frá 11. apríl Formaður LÍ greindi frá því í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars að félagið hefði ekki skilað inn umsögn. Þetta varð til þess að við hjá Lífsvirðingu gagnrýndum LÍ fyrir að skila auðu í grein sem birtist 14. apríl. Við vorum því miður ekki meðvituð um að LÍ hefði í millitíðinni, eða 10. apríl, skilað inn umsögn. Okkar misskilningur byggðist á því að við héldum að skilafresturinn sem nefndasvið Alþingis setti, til og með 26. mars, myndi útiloka móttöku umsagna 15 dögum eftir lokafrest. Við fögnum því innilega að formleg umsögn frá LÍ skuli nú loks vera komin fram. Fullyrðing LÍ: Almennur áhugi á dánaraðstoð er lítill LÍ heldur því fram í grein sinni að takmörkuð lögleiðing dánaraðstoðar á heimsvísu sé vísbending um lítinn almennan áhuga á málefninu. Þessi staðhæfing er ekki í samræmi við þróun mála. Á yfirstandandi ári er til dæmis búist við að dánaraðstoð verði lögleidd í fimm nýjum fylkjum í Bandaríkjunnum, í viðbót við þau ellefu fylki sem þegar heimila slíka aðstoð. Frumvörp um dánaraðstoð hafa einnig verið lögð fram í Frakklandi, Skotlandi, Englandi, Írlandi og víðar. Enn fremur sýna skoðanakannanir í mörgum löndum, þar á meðal á Norðurlöndunum og á Íslandi, að milli 70% og 80% almennings styður lögleiðingu dánaraðstoðar. Því er með engu móti hægt að halda því fram að almennur áhugi sé lítill. Fullyrðing LÍ: Umræðan um dánaraðstoð er einhliða og bjöguð Árið 2021 andmælti LÍ þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna á grundvelli þess að félagið taldi umræðuna einhliða og bjagaða og „knúin fram af þeim sem harðast vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar“. LÍ hefur þó ekki skýrt hver sé ástæðan fyrir þessari „einhliða og bjöguðu“ umræðu. Frá stofnun Lífsvirðingar árið 2017 hefur LÍ ekki blandað sér mikið í umræðuna um dánaraðstoð og ekki sýnt mikinn vilja til að taka þátt í fundum eða ráðstefnum sem Lífsvirðing hefur staðið fyrir. Ekki skal því undra að umræðan sé að miklu leyti drifin áfram af þeim sem styðja lögleiðingu dánaraðstoðar. Fullyrðing LÍ: Niðurstöður könnunar heilbrigðisráðherra eru ekki marktækar LÍ hefur gagnrýnt niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir heilbrigðisráðherra á vormánuðum 2023 vegna lágs svarhlutfalls. Könnunin var send út til 400 félagsmanna LÍ og af þeim svöruðu 30%. Þótt mikilvægt sé að taka tillit til svarhlutfalls, er það ekki eini mælikvarðinn á gæði eða túlkun niðurstaðna. Gæði könnunar ráðast af mörgum þáttum og því gefur einhliða áhersla á svarhlutfall ekki heildstæða mynd. Í febrúar sendum við LÍ tvær spurningar varðandi svarhlutfallið: Hvað væri ásættanlegt svarhlutfall fyrir þessa könnun eða samskonar könnun? Við erum ekki að biðja um svar um mikilvægi svarhlutfalls almennt, heldur nákvæmlega þessa könnun. Fyrst þið eruð alveg örugg með að 30% sé of lágt í þessari könnun, getið þið þá sagt hvað væri nægjanlegt þannig að við myndum vita að hvaða svarhlutfalli skuli stefna (næst)? Á hvaða vísindum byggið þið þær kröfur? Þessum spurningum hefur LÍ ekki svarað. Lífsvirðing hefur hvatt LÍ til að láta framkvæma ítarlega könnun meðal sinna félagsmanna í ljósi þess að stjórn LÍ, ekki Lífsvirðing, hefur dregið marktækni könnunar ráðuneytisins í efa. Það er því engin þversögn í afstöðu Lífsvirðingar til þessa máls. Við fögnum áformum LÍ um að framkvæma sína eigin könnun meðal félagsmanna. Fullyrðing LÍ: Lífsvirðing hefur verið með einhliða málflutning Stjórn LÍ gefur í skyn í grein sinni að Lífsvirðing hafi ekki veitt nægilega athygli öllum hliðum málsins né siðferðilegum álitamálum sem dánaraðstoð vekur. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Þrátt fyrir að stjórnarmenn Lífsvirðingar hafi vissulega lýst yfir stuðningi við dánaraðstoð í greinum sínum, hefur félagið einnig fjallað um andstöðuna við dánaraðstoð, dómsmál sem hafa komið upp og reynslu þeirra ríkja sem heimila dánaraðstoð. Á vefsíðu félagsins, lifsvirding.is, er þar að auki hægt að finna rök með og á móti dánaraðstoð. Á síðunni má einnig finna yfirgripsmikla samantekt á um það bil 350 greinum, umræðum, hugleiðingum, ritgerðum, skrifum og viðtölum um dánaraðstoð frá bæði stuðningsmönnum og andstæðingum dánaraðstoðar, svo sem greinar úr Læknablaðinu. LÍ segir Lífsvirðingu hafa „lítið ef nokkuð ávarpað miklar áhyggjur alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu fatlaðra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja þegar kemur að umræðu um dánaraðstoð.“ Það er einfaldlega ekki rétt. Frá stofnun Lífsvirðingar höfum við átt fundi með Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og samtökum sjúklinga eins og MND, sem öll hafa lýst yfir áhyggjum af mögulegum áhrifum lögleiðingar dánaraðstoðar á hagsmuni umbjóðenda sinna. Lífsvirðing hefur einnig tekið virkan þátt í greinaskrifum um afstöðu fólks með fötlun til dánaraðstoðar. Við höfnum því fullyrðingum LÍ um að nálgun okkar sé einhliða. Þrír af fjórum Íslendingum styðja dánaraðstoð Það er engin tilviljun að Lífsvirðing hefur verið í fararbroddi í umræðunni um dánaraðstoð. Meðlimir félagsins eru eðli málsins samkvæmt fylgismenn dánaraðstoðar. Þeir þingmenn sem hafa lagt málinu lið, bæði sem meðflutningsmenn þingsályktunartillagna, skýrslubeiðna og frumvarps um dánaraðstoð, styðja lögleiðingu dánaraðstoðar. Auk þess hefur almenningur sýnt yfirgnæfandi stuðning við lögleiðingu dánaraðstoðar. Nýleg könnun heilbrigðisráðherra frá árinu 2023 sýnir að 75,6% almennings er hlynntur því að dánaraðstoð verði lögleidd. Þessi stuðningur er í samræmi við niðurstöður kannana sem Siðmennt og Lífsvirðing hafa látið framkvæma árin 2015, 2019 og 2022. Þær sýna að stuðningur almennings er mikill eða á bilinu 74,5% til 76,2%. Skortur á víðtækri umræðu er aðeins vegna þess að LÍ og aðrir hafa ekki tekið virkan þátt. Við hjá Lífsvirðingu fögnum því heilshugar að LÍ hyggist nú að taka virkan þátt í umræðunni um dánaraðstoð. Við hlökkum til að taka áfram þátt í opinskárri, málefnalegri og víðtækri umræðu um þetta mikilvæga málefni og bjóðum LÍ velkomið til samstarfs. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun