Öryggi – Forvitni – Gleði Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:31 Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Afruglari Þórður Björn Sigurðsson Skoðun Gervigreind í námi: 5 lykilskref fyrir öryggi nemenda Björgmundur Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Falin tækifæri til náms Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina Gunnar Guðni Tómasson Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Afruglari Þórður Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson skrifar Skoðun Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina Gunnar Guðni Tómasson skrifar Skoðun Falin tækifæri til náms Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í námi: 5 lykilskref fyrir öryggi nemenda Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson,Eyrún Unnarsdóttir,Elmar GIlbertsson,Álfheiður Guðmundsdóttir,Kristján Jóhannesson skrifar Skoðun “Jákvæð viðbrögð” um veiðigjaldið? Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Skattgreiðendur látnir borga brúsann Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Nokkur orð um Kúbudeiluna og viðskiptabannið Gylfi Páll Hersir skrifar Skoðun Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Gróf misbeiting illa fengins valds Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Pólítískt hugrekki Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson skrifar Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verið brjáluð. Ég fer ekki neitt Ian McDonald skrifar Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Blaður 35 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson,Eyrún Unnarsdóttir,Elmar GIlbertsson,Álfheiður Guðmundsdóttir,Kristján Jóhannesson skrifar
Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar