Öryggi – Forvitni – Gleði Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:31 Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun