Farsælar forvarnir í þágu barna í Reykjavík Guðrún Halla Jónsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifa 22. apríl 2024 11:01 Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í forvarnarstarfi með börnum og ungmennum, svo góðum að til okkar er sótt eftir þekkingu um hvernig standa megi enn betur að forvörnum undir formerkjum íslenska forvarnarlíkansins. Í hnotskurn byggir þessi árangur á nánu samstarfi allra þeirra sem koma að lífi barna í nærumhverfi þeirra á sama tíma og niðurstöður viðhorfskannana og rannsókna eru nýttar. Í endurskoðun aðgerðaráætlunar um forvarnir er byggt á gögnum úr rannsóknum, reynslu og stefnu úr forvarnar- og lýðheilsustarfi. Ákveðið var að áherslusviðin ættu að fjögur: Fögnum fjölbreytileikanum Ræktum andlega vellíðan Við höfnum ofbeldi Byggjum upp verndandi og styðjandi umhverfi fyrir börn og fjölskyldur. Undir hverri áherslu er svo röð aðgerða sem borgarbúar eru hvattir til þess að kynna sér betur. Hægt er að kynna sér áætlunina í gögnum borgarráðs. Við innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar verður lögð enn meiri áhersla á betra samstarf allra sviða borgarinnar, við ríkisstofnanir og svo almenning almennt, ekki síst foreldra og börn. Hér reynir á samstarf okkar allra og mikilvægt að sjá forvarnarstarfið borið uppi af samfélaginu öllu. Við viljum ná enn betri árangri og nýta betur möguleika sem gefast til forvarnarstarfs. Í því skyni hefur verið stofnað forvarnarteymi sem starfar fyrir alla borgina og þvert á stofnanir hennar. Í teyminu sitja fulltrúar frá hverju fagsviði sem sinna börnum og frá 4 borgarhlutum Reykjavíkur sem skipuleggja tengslanet og samstarf í hverfum við staðbundnar stofnanir og félagasamtök. Fyrir teyminu fer svo forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Þessi aukna áhersla á samstarf út frá þörfum barna og fjölskyldna er ekki síst tilkomin vegna breytinga á lögum frá árinu 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þessari löggjöf er sama nálgun og í íslensku líkani endurómuð; snemmtækar forvarnir, náið samstarf og staðbundin nálgun í daglegu lífi barna og fjölskyldna. Því er ástæða til að skora á íbúa og foreldra til aukinnar þátttöku í forvörnum og spyrja hvernig getum við sem flest sameinast í forvarnarstarfi, börnum og fjölskyldum til aukinnar farsældar? Hægt er að koma góðum hugmyndum og beiðni um samstarf til Miðstöðva borgarinnar í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar með tilvísun í aðgerðaáætlun forvarna. Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar.Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður starfshóps um gerð forvarnaráætlunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í forvarnarstarfi með börnum og ungmennum, svo góðum að til okkar er sótt eftir þekkingu um hvernig standa megi enn betur að forvörnum undir formerkjum íslenska forvarnarlíkansins. Í hnotskurn byggir þessi árangur á nánu samstarfi allra þeirra sem koma að lífi barna í nærumhverfi þeirra á sama tíma og niðurstöður viðhorfskannana og rannsókna eru nýttar. Í endurskoðun aðgerðaráætlunar um forvarnir er byggt á gögnum úr rannsóknum, reynslu og stefnu úr forvarnar- og lýðheilsustarfi. Ákveðið var að áherslusviðin ættu að fjögur: Fögnum fjölbreytileikanum Ræktum andlega vellíðan Við höfnum ofbeldi Byggjum upp verndandi og styðjandi umhverfi fyrir börn og fjölskyldur. Undir hverri áherslu er svo röð aðgerða sem borgarbúar eru hvattir til þess að kynna sér betur. Hægt er að kynna sér áætlunina í gögnum borgarráðs. Við innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar verður lögð enn meiri áhersla á betra samstarf allra sviða borgarinnar, við ríkisstofnanir og svo almenning almennt, ekki síst foreldra og börn. Hér reynir á samstarf okkar allra og mikilvægt að sjá forvarnarstarfið borið uppi af samfélaginu öllu. Við viljum ná enn betri árangri og nýta betur möguleika sem gefast til forvarnarstarfs. Í því skyni hefur verið stofnað forvarnarteymi sem starfar fyrir alla borgina og þvert á stofnanir hennar. Í teyminu sitja fulltrúar frá hverju fagsviði sem sinna börnum og frá 4 borgarhlutum Reykjavíkur sem skipuleggja tengslanet og samstarf í hverfum við staðbundnar stofnanir og félagasamtök. Fyrir teyminu fer svo forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Þessi aukna áhersla á samstarf út frá þörfum barna og fjölskyldna er ekki síst tilkomin vegna breytinga á lögum frá árinu 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þessari löggjöf er sama nálgun og í íslensku líkani endurómuð; snemmtækar forvarnir, náið samstarf og staðbundin nálgun í daglegu lífi barna og fjölskyldna. Því er ástæða til að skora á íbúa og foreldra til aukinnar þátttöku í forvörnum og spyrja hvernig getum við sem flest sameinast í forvarnarstarfi, börnum og fjölskyldum til aukinnar farsældar? Hægt er að koma góðum hugmyndum og beiðni um samstarf til Miðstöðva borgarinnar í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar með tilvísun í aðgerðaáætlun forvarna. Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar.Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður starfshóps um gerð forvarnaráætlunar.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun