Hvar er unga fólkið? Ingólfur Sverrisson skrifar 21. apríl 2024 21:31 Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun