Skoðun

Kjósum Helgu Þóris­dóttur

Ragnheiður Stefánsdóttir skrifar

Helga Þórisdóttir er glæsilegur frambjóðandi, vel menntuð og með starfsferil sem sannar hæfni hennar og fjölbreytta getu. Hún er menningarlega sinnuð; hún er tungumálamanneskja með heillandi framkomu og yrði sómi þjóðarinnar inn á við og út á við. Helga þekkir bæði tækifæri tækninnar og ógnir – og hefur jafnframt jarðtenginu sem lögfræðingur.

Helga hefur sannað leiðtogahæfileika sína og staðfestu sem merkisberi persónuverndar og mannréttinda. Hennar einkenni eru heiðarleiki og réttsýni.

Það skiptir máli að forsetinn sé ópólitískur – því að á ákveðnum augnablikum í sögu þjóðarinnar getur hann staðið í miðju valdakerfisins og þá þarf hann að vera óháður til vinstri og hægri. Af því að hann á að taka sjálfstæðar ákvarðanir, gera rétt, en þola ekki órétt. Eins og Helga hefur staðið vaktina í persónuverndarmálunum.

Höfundur er mannauðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×