Skoðun

Kjósum Helgu Þóris­dóttur

Ragnheiður Stefánsdóttir skrifar

Helga Þórisdóttir er glæsilegur frambjóðandi, vel menntuð og með starfsferil sem sannar hæfni hennar og fjölbreytta getu. Hún er menningarlega sinnuð; hún er tungumálamanneskja með heillandi framkomu og yrði sómi þjóðarinnar inn á við og út á við. Helga þekkir bæði tækifæri tækninnar og ógnir – og hefur jafnframt jarðtenginu sem lögfræðingur.

Helga hefur sannað leiðtogahæfileika sína og staðfestu sem merkisberi persónuverndar og mannréttinda. Hennar einkenni eru heiðarleiki og réttsýni.

Það skiptir máli að forsetinn sé ópólitískur – því að á ákveðnum augnablikum í sögu þjóðarinnar getur hann staðið í miðju valdakerfisins og þá þarf hann að vera óháður til vinstri og hægri. Af því að hann á að taka sjálfstæðar ákvarðanir, gera rétt, en þola ekki órétt. Eins og Helga hefur staðið vaktina í persónuverndarmálunum.

Höfundur er mannauðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×