Framtíð Dalanna heillar Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 19. apríl 2024 08:31 Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun