Framtíð Dalanna heillar Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 19. apríl 2024 08:31 Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun