Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2024 13:33 Fyrsta flugið til Cardiff verður 10. október næstkomandi og það síðasta 20. nóvember. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli þann 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff 19. nóvember. Með Íslendingum og Walesverjum í riðli eru Svartfellingar og Tyrkir. Í tilkynningu frá Play segir að áætlunin til Cardiff muni ná yfir sex vikna tímabil, eða á milli leikja Íslands og Wales. Fyrsta flugið verði 10. október og það síðasta 20. nóvember. „Áætlun í fyrstu og síðustu vikunni verður sniðin eftir leikjum Íslands og Wales en á milli þess verður flogið á mánudögum og föstudögum. Cardiff er höfuðborg Wales og því iðandi af mannlífi. Þar er hægt að gera sér glaðan dag í miðborginni og mun fjöldi verslana einnig vekja athygli margra. Þá er Cardiff-kastali mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem og árbakki Cardiff-flóa sem laðar marga að,“ segir í tilkynningunni. Líf og fjör Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að það sé virkilega gaman að geta tekið þátt í því að fljúga stuðningsmönnum á þessa mikilvægu leiki Íslands í Þjóðadeildinni. „Liðið er uppfullt af hæfileikum eins og við sáum í undankeppninni fyrir Evrópumótið þar sem munaði litlu að liðið tryggði sér sæti í aðalkeppninni. Framtíðin er björt fyrir íslenska landsliðið og því er hér um að ræða frábært tækifæri til að fylgja liðinu eftir til Cardiff. Að sama skapi sjáum við mikinn áhuga frá íbúum Cardiff að heimsækja Ísland, þannig að það má búast við miklu lífi og fjöri í kringum þessa leiki,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Wales Þjóðadeild karla í fótbolta Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli þann 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff 19. nóvember. Með Íslendingum og Walesverjum í riðli eru Svartfellingar og Tyrkir. Í tilkynningu frá Play segir að áætlunin til Cardiff muni ná yfir sex vikna tímabil, eða á milli leikja Íslands og Wales. Fyrsta flugið verði 10. október og það síðasta 20. nóvember. „Áætlun í fyrstu og síðustu vikunni verður sniðin eftir leikjum Íslands og Wales en á milli þess verður flogið á mánudögum og föstudögum. Cardiff er höfuðborg Wales og því iðandi af mannlífi. Þar er hægt að gera sér glaðan dag í miðborginni og mun fjöldi verslana einnig vekja athygli margra. Þá er Cardiff-kastali mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem og árbakki Cardiff-flóa sem laðar marga að,“ segir í tilkynningunni. Líf og fjör Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að það sé virkilega gaman að geta tekið þátt í því að fljúga stuðningsmönnum á þessa mikilvægu leiki Íslands í Þjóðadeildinni. „Liðið er uppfullt af hæfileikum eins og við sáum í undankeppninni fyrir Evrópumótið þar sem munaði litlu að liðið tryggði sér sæti í aðalkeppninni. Framtíðin er björt fyrir íslenska landsliðið og því er hér um að ræða frábært tækifæri til að fylgja liðinu eftir til Cardiff. Að sama skapi sjáum við mikinn áhuga frá íbúum Cardiff að heimsækja Ísland, þannig að það má búast við miklu lífi og fjöri í kringum þessa leiki,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Wales Þjóðadeild karla í fótbolta Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira