Vinstri gráir Yngvi Óttarsson skrifar 17. apríl 2024 13:30 SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Lagt var af stað af hálfu matvælaráðherra með fögur fyrirheit. Frumvarpið átti að taka á því ófremdarástandi sem er í sjókvíaeldinu, stroki eldislaxa, lúsafári, sjúkdómum, menguninni, hrikalegum dýravelferðarvanda og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar. Lausatök á brotum á ákvæðum leyfa áttu að heyra sögunni til. Þegar fyrirtækin misstu eldislax úr sjókvíunum áttu til dæmis framleiðsluheimildir fyrirtækjanna að skerðast umsvifalaust. En eftir nokkrar umferðir frumvarpsins hjá SFS og starfsmönnum matvælaráðuneytisins, sem eru nokkrir fyrrum starfsmenn SFS og sjókvíaeldisins, þá hefur fæðst óskapnaður. Búið er að taka allt bit úr þeim ákvæðum sem halda áttu fyrirtækjunum við efnið og frumvarpið er ekkert annað en tilraun til að festa enn frekar í sessi þann mengandi og stórskaðlega iðnað sem sjókvíaeldi á laxi er. Tillaga að nýju kvótakerfi Í stað núgildandi ákvæða um tímabundin leyfi til sjókvíaeldis til 16 ára þá kveður frumvarpið á um að leyfin verði ótímabundin. Það þýðir að erfitt verður að leggja sjókvíaeldi af án þess að fyrirtækin krefji ríkið um bætur. Í stað núverandi leyfa til sjókvíaeldis fyrir tilgreindu framleiðslumagni þá kveður frumvarpið á um að leyfin veiti rétt til prósentvís hlutdeildar í framleiðslu á tilteknu svæði, svokallaðrar laxahlutdeildar. Og að framleiðsluleyfin verði framseljanleg og veðsetjanleg. Þetta er ekkert annað en tillaga að nýju kvótakerfi, tilraun SFS til að veita sínum norsku húsbændum skjól frá íslenskum almenningi sem samþykkir ekki þann sóðaiðnað sem sjókvíaeldið er. Hér á að bjóða þjóðinni upp á næsta kafla af Verbúðinni. Kvótakerfið fyrra, í sjávarútveginum, var til að vernda náttúruna, en þetta lagareldisfrumvarp er tillaga um eldiskvótakerfi sem beinlínis leyfir eyðileggingu náttúrunnar. Glæpur gegn náttúrunni Það er ótrúlegt að af hálfu Matvælaráðherra að ætla Alþingi Íslendinga, og þeim 63 fulltrúar sem þar sitja, að stefna að útrýmingu mikilvægrar dýrategundar úr náttúru íslands, villta íslenska laxastofnsins. Sú fyrirætlan er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og komandi kynslóðum þessa lands. Frumvarpið eins og það stendur í dag er hugarfóstur sjókvíaeldisins á vakt vinstri grárra. Það má ekki verða að lögum. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Lagt var af stað af hálfu matvælaráðherra með fögur fyrirheit. Frumvarpið átti að taka á því ófremdarástandi sem er í sjókvíaeldinu, stroki eldislaxa, lúsafári, sjúkdómum, menguninni, hrikalegum dýravelferðarvanda og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar. Lausatök á brotum á ákvæðum leyfa áttu að heyra sögunni til. Þegar fyrirtækin misstu eldislax úr sjókvíunum áttu til dæmis framleiðsluheimildir fyrirtækjanna að skerðast umsvifalaust. En eftir nokkrar umferðir frumvarpsins hjá SFS og starfsmönnum matvælaráðuneytisins, sem eru nokkrir fyrrum starfsmenn SFS og sjókvíaeldisins, þá hefur fæðst óskapnaður. Búið er að taka allt bit úr þeim ákvæðum sem halda áttu fyrirtækjunum við efnið og frumvarpið er ekkert annað en tilraun til að festa enn frekar í sessi þann mengandi og stórskaðlega iðnað sem sjókvíaeldi á laxi er. Tillaga að nýju kvótakerfi Í stað núgildandi ákvæða um tímabundin leyfi til sjókvíaeldis til 16 ára þá kveður frumvarpið á um að leyfin verði ótímabundin. Það þýðir að erfitt verður að leggja sjókvíaeldi af án þess að fyrirtækin krefji ríkið um bætur. Í stað núverandi leyfa til sjókvíaeldis fyrir tilgreindu framleiðslumagni þá kveður frumvarpið á um að leyfin veiti rétt til prósentvís hlutdeildar í framleiðslu á tilteknu svæði, svokallaðrar laxahlutdeildar. Og að framleiðsluleyfin verði framseljanleg og veðsetjanleg. Þetta er ekkert annað en tillaga að nýju kvótakerfi, tilraun SFS til að veita sínum norsku húsbændum skjól frá íslenskum almenningi sem samþykkir ekki þann sóðaiðnað sem sjókvíaeldið er. Hér á að bjóða þjóðinni upp á næsta kafla af Verbúðinni. Kvótakerfið fyrra, í sjávarútveginum, var til að vernda náttúruna, en þetta lagareldisfrumvarp er tillaga um eldiskvótakerfi sem beinlínis leyfir eyðileggingu náttúrunnar. Glæpur gegn náttúrunni Það er ótrúlegt að af hálfu Matvælaráðherra að ætla Alþingi Íslendinga, og þeim 63 fulltrúar sem þar sitja, að stefna að útrýmingu mikilvægrar dýrategundar úr náttúru íslands, villta íslenska laxastofnsins. Sú fyrirætlan er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og komandi kynslóðum þessa lands. Frumvarpið eins og það stendur í dag er hugarfóstur sjókvíaeldisins á vakt vinstri grárra. Það má ekki verða að lögum. Höfundur er verkfræðingur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun