Skortur á möguleikanum á dánaraðstoð leiðir til þess að fólk tekur eigið líf Ingrid Kuhlman skrifar 18. apríl 2024 08:00 Nýverið birti Anton Sveinn McKee hjartnæma og persónulega grein á visir.is um örlög föður síns, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum MND auk þess að vera til viðtals í þættinum Ísland í dag. Faðir hans tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt af sjálfsdáðum eftir að hafa hrakað mikið á skömmum tíma. Anton lýsir líðan sinni: „Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“ Skortur á valkostum Þegar deyjandi einstaklingar hafa ekki möguleika á að taka upplýsta og sjálfráða ákvörðun um eigin endalok, grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands, eða Office for National Statistics, taka árlega á bilinu 300 til 650 dauðvona einstaklingar í Bretlandi eigið líf. Á milli 3,000 til 6,500 deyjandi einstaklingar gera tilraun til þess. Áhrifin á viðkomandi, aðstandendur þeirra og aðra eru djúpstæð, eins og kemur fram í grein Antons: „Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár.“ Minni sorg eftir dánaraðstoð Í greininni leggur Anton áherslu á mikilvægi mannúðar og virðingar í garð einstaklinga sem þjást af ólæknandi sjúkdómum og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu með því að veita þeim möguleikann á dánaraðstoð. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur upplifa almennt minni sorg eftir dánaraðstoð. Í tímaritinu Journal of Pain and Syptom Management var birt grein árið 2016 sem fjallaði um áhrif dánaraðstoðar á sorg og sálarangist aðstandenda. Rannsóknin skoðaði muninn á sorg og sálarástand aðstandenda þeirra sem fengu dánaraðstoð og þeirra sem misstu ástvini af náttúrulegum orsökum. Niðurstöður sýndu að aðstandendur þeirra sem fengu dánaraðstoð upplifðu almennt minni sálarangist og voru líklegra til að jafna sig fyrr. Þessi hópur gat betur undirbúið sig fyrir andlát ástvinar og notið þess tíma sem eftir var á meðvitaðan og markvissan hátt, sem reyndist vera mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Rannsókn sem framkvæmd var í Kanada og Hollandi sýndi fram á að nánustu aðstandendur krabbameinssjúklinga sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu en aðstandendur krabbameinssjúklinga sem dóu náttúrulegum dauða. Aðstandendur fundu huggun í því að ástvinur þeirra hafði haft stjórn á eigin lífslokum og dáið á þeim forsendum sem hann kaus. Þeir upplifðu ákveðið öryggi í því að vita að ástvinur þeirra þyrfti ekki að þjást óþarflega og töldu það vera lykilþátt í sorgarferlinu að hafa getað verið viðstaddir dánarstundina og kvatt ástvininn. Þeir sögðu einnig að ferlið í kringum dánaraðstoðina hefði verið þroskandi og þeir upplifðu þakklæti. Margir nefndu mikilvægi þess að hafa getað rætt opinskátt um tilfinningar sínar og dauðann við ástvininn en það auðveldaði mörgum að sætta sig við og undirbúa sig fyrir yfirvofandi andlát. Sumir lýstu þakklæti fyrir tækifærið til að leysa úr ágreiningi eða rifja upp dýrmætar minningar. Þó að fólk upplifi vitaskuld sorg og söknuð við ástvinamissi, er mikilvægt að dauðdaginn sé eins þjáningarlaus og með eins mikilli mannlegri reisn og hugsast getur. Að eiga val um dánaraðstoð Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að deyjandi einstaklingar sem kjósa dánaraðstoð líta ekki á dauðann sem markmið í sjálfu sér heldur sem úrræði til að losna undan óbærilegum þjáningum þegar engin von er um bata. Þeir vilja ekki deyja en treysta sér ekki til að lifa lengur. Anton veltir upp þýðingarmikilli spurningu í grein sinni: „Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annað blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum?“ Við hjá Lífsvirðingu tökum heilshugar undir þess orð Antons og hvetjum til þess að frumvarp um dánaraðstoð verði samþykkt. Yfir 200 milljónir manna í 16 löndum um allan heim hafa nú þegar möguleika á dánaraðstoð. Hvenær mun Ísland taka þetta mikilvæga skref? Höfundur er formaður Lífsviðringar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Tengdar fréttir Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. 9. apríl 2024 12:01 Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Nýverið birti Anton Sveinn McKee hjartnæma og persónulega grein á visir.is um örlög föður síns, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum MND auk þess að vera til viðtals í þættinum Ísland í dag. Faðir hans tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt af sjálfsdáðum eftir að hafa hrakað mikið á skömmum tíma. Anton lýsir líðan sinni: „Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“ Skortur á valkostum Þegar deyjandi einstaklingar hafa ekki möguleika á að taka upplýsta og sjálfráða ákvörðun um eigin endalok, grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands, eða Office for National Statistics, taka árlega á bilinu 300 til 650 dauðvona einstaklingar í Bretlandi eigið líf. Á milli 3,000 til 6,500 deyjandi einstaklingar gera tilraun til þess. Áhrifin á viðkomandi, aðstandendur þeirra og aðra eru djúpstæð, eins og kemur fram í grein Antons: „Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár.“ Minni sorg eftir dánaraðstoð Í greininni leggur Anton áherslu á mikilvægi mannúðar og virðingar í garð einstaklinga sem þjást af ólæknandi sjúkdómum og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu með því að veita þeim möguleikann á dánaraðstoð. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur upplifa almennt minni sorg eftir dánaraðstoð. Í tímaritinu Journal of Pain and Syptom Management var birt grein árið 2016 sem fjallaði um áhrif dánaraðstoðar á sorg og sálarangist aðstandenda. Rannsóknin skoðaði muninn á sorg og sálarástand aðstandenda þeirra sem fengu dánaraðstoð og þeirra sem misstu ástvini af náttúrulegum orsökum. Niðurstöður sýndu að aðstandendur þeirra sem fengu dánaraðstoð upplifðu almennt minni sálarangist og voru líklegra til að jafna sig fyrr. Þessi hópur gat betur undirbúið sig fyrir andlát ástvinar og notið þess tíma sem eftir var á meðvitaðan og markvissan hátt, sem reyndist vera mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Rannsókn sem framkvæmd var í Kanada og Hollandi sýndi fram á að nánustu aðstandendur krabbameinssjúklinga sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu en aðstandendur krabbameinssjúklinga sem dóu náttúrulegum dauða. Aðstandendur fundu huggun í því að ástvinur þeirra hafði haft stjórn á eigin lífslokum og dáið á þeim forsendum sem hann kaus. Þeir upplifðu ákveðið öryggi í því að vita að ástvinur þeirra þyrfti ekki að þjást óþarflega og töldu það vera lykilþátt í sorgarferlinu að hafa getað verið viðstaddir dánarstundina og kvatt ástvininn. Þeir sögðu einnig að ferlið í kringum dánaraðstoðina hefði verið þroskandi og þeir upplifðu þakklæti. Margir nefndu mikilvægi þess að hafa getað rætt opinskátt um tilfinningar sínar og dauðann við ástvininn en það auðveldaði mörgum að sætta sig við og undirbúa sig fyrir yfirvofandi andlát. Sumir lýstu þakklæti fyrir tækifærið til að leysa úr ágreiningi eða rifja upp dýrmætar minningar. Þó að fólk upplifi vitaskuld sorg og söknuð við ástvinamissi, er mikilvægt að dauðdaginn sé eins þjáningarlaus og með eins mikilli mannlegri reisn og hugsast getur. Að eiga val um dánaraðstoð Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að deyjandi einstaklingar sem kjósa dánaraðstoð líta ekki á dauðann sem markmið í sjálfu sér heldur sem úrræði til að losna undan óbærilegum þjáningum þegar engin von er um bata. Þeir vilja ekki deyja en treysta sér ekki til að lifa lengur. Anton veltir upp þýðingarmikilli spurningu í grein sinni: „Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annað blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum?“ Við hjá Lífsvirðingu tökum heilshugar undir þess orð Antons og hvetjum til þess að frumvarp um dánaraðstoð verði samþykkt. Yfir 200 milljónir manna í 16 löndum um allan heim hafa nú þegar möguleika á dánaraðstoð. Hvenær mun Ísland taka þetta mikilvæga skref? Höfundur er formaður Lífsviðringar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð.
Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. 9. apríl 2024 12:01
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun