HSÍ keyri sig ekki aftur í þrot vegna HM Valur Páll Eiríksson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Alþjóðahandknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland muni halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það mikil gleðitíðindi og spennan mikil fyrir verkefninu. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Jafntefli í fyrsta leik Xabi Alonso og Trent hjá Real Madrid Sport Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Sport Þrír Íslendingar tilnefndir af Evrópska handknattleikssambandinu Sport PGA fær nýjan forstjóra frá NFL deildinni Sport KA menn fá örvhenta norska skyttu Sport Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Íslenski boltinn Komið í ljós hverjir mæta hverjum í 8-liða úrslitum EM U21 Sport Þýski tveggja metra Messi orðaður við ensku úrvalsdeildina Sport Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri „Stress og spenningur að flytja einn út og þurfa læra á uppþvottavél“ Rúnar látinn fara frá Leipzig Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið „Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“ Viðar Símonarson látinn Tók við verðlaunum merktur Aroni sem var veikur heima Aron og Bjarki ungverskir meistarar á kostnað Janusar Aron og Bjarki báðir út úr hóp í úrslitaleiknum Íslendingaliðið kláraði sitt en Füchse Berlin er samt meistari í fyrsta sinn Orri og félagar bikarmeistarar Arnór Atla valinn þjálfari ársins Strákarnir hans Arnórs fara í oddaleik um bronsið KA ræður manninn sem gerði KA/Þór að Íslandsmeisturum Silfrið niðurstaðan fyrir Hannes og strákana hans Óðinn með næstflottasta markið í Evrópudeildinni Elín Klara og Reynir Þór valin best Guðjóni Val tókst ekki að hjálpa löndum sínum Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Jafntefli í fyrsta leik Xabi Alonso og Trent hjá Real Madrid Sport Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Sport Þrír Íslendingar tilnefndir af Evrópska handknattleikssambandinu Sport PGA fær nýjan forstjóra frá NFL deildinni Sport KA menn fá örvhenta norska skyttu Sport Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Íslenski boltinn Komið í ljós hverjir mæta hverjum í 8-liða úrslitum EM U21 Sport Þýski tveggja metra Messi orðaður við ensku úrvalsdeildina Sport Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri „Stress og spenningur að flytja einn út og þurfa læra á uppþvottavél“ Rúnar látinn fara frá Leipzig Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið „Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“ Viðar Símonarson látinn Tók við verðlaunum merktur Aroni sem var veikur heima Aron og Bjarki ungverskir meistarar á kostnað Janusar Aron og Bjarki báðir út úr hóp í úrslitaleiknum Íslendingaliðið kláraði sitt en Füchse Berlin er samt meistari í fyrsta sinn Orri og félagar bikarmeistarar Arnór Atla valinn þjálfari ársins Strákarnir hans Arnórs fara í oddaleik um bronsið KA ræður manninn sem gerði KA/Þór að Íslandsmeisturum Silfrið niðurstaðan fyrir Hannes og strákana hans Óðinn með næstflottasta markið í Evrópudeildinni Elín Klara og Reynir Þór valin best Guðjóni Val tókst ekki að hjálpa löndum sínum Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Sjá meira
Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01
Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01
Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01
„Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00
Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Íslenski boltinn