Margföldun raforkuverðs Högni Elfar Gylfason skrifar 16. apríl 2024 07:01 Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Orkumál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun