Samkennd og skólastarf Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 15. apríl 2024 10:31 Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun