Spilling og vanhæfni í íslenskri pólitík Sunna Arnardóttir skrifar 15. apríl 2024 10:00 Hvort skyldi vera verra? Stjórnmál sem einkennast af spillingu? Eða stjórnmál sem einkennast af vanhæfni til að sinna sinni pólitískri skyldu? Er mögulega tenging þarna á milli? Það fyndna er, já, spilling og vanhæfni haldast í hendur. Byrjum á að skilgreina þessi orð: Spilling – Óheiðarleg hegðun eða refsiverð brot framin af einstaklingi, hópi einstaklinga eða stofnunar sem nýtir vald sitt til að afla sér ólöglegs ávinnings eða misnotar valdið í eigin þágu. Vanhæfni – Skortur á getu eða færni til þess að geta með góðum árangri sinnt skyldum sínum sem skyldi. Dæmi af vinnumarkaði til útskýringa Ef atvinnurekandi hefur gífurlegt magn af vanhæfum stjórnendum, þá er um að ræða atvinnurekanda sem ræður inn vini, vandamenn og jáfólk. Einkennist vinnustaðurinn þá af stjórnendum sem leyfa sér misnotkun á valdi sínu og sem setur eignarhald á auðlindir og afurðir atvinnurekanda þvert á þarfir rekstrarins. Atvinnurekandi sem er rekinn af spillingu, hefur stjórnendur sem eru svo uppteknir við að koma sér sjálfum áfram, hampa sér og fylla eigin vasa að það fer að sjá á rekstri atvinnurekanda. Augljós merki eru erfiður rekstur, skortur á tæki og tólum til almenns starfsfólks, og mannekla vegna peningaskorts í rekstri til að réttilega greiða starfsfólki laun og launatengd gjöld. Atvinnurekandinn sem er jafnframt rekinn af vanhæfni, þ.e. stjórnendur eru ekki ráðnir inn vegna hæfni sinnar til þess að efla og upphefja vinnustaðinn, heldur vegna vinatengsla er í grunninn einnig rekinn af spillingu þar sem hagkvæmni rekstrar er ekki í fyrirrúmi við ráðningar heldur eigin hagsmunir og vinatengsl. Augljós merki eru erfiðleikar í samskiptum milli stjórnenda og almenns starfsfólks, augljós stéttarskipting er á vinnustaðnum, og starfsfólk ræðir mikið vanhugsaðar eða erfiðar ákvarðanir sem stjórnendur skipa fyrir að fylgt sé sem starfsfólk sér fram á að muni skapa erfiðleika í rekstrinum síðar meir. Spilling og vanhæfni eru það algeng á vinnumarkaði hér á Íslandi, að mörg hver af okkur teljum við það vera „normið“ á vinnumarkaðinum. Færum dæmið yfir á stjórnmálin Augljóst þykir að stjórnmál eru í eðli sínu atvinnurekandi sem skiptist í stjórnendur og almennt starfsfólk. Stjórnmálafólk er samkvæmt skilgreiningu stjórnendur stofnana, sveitarfélaga og þjóðarinnar allrar, og almennt starfsfólk eru svo þeir aðilar sem starfa innan þeirra stofnana, sveitarfélaga og á Alþingi. Þjóðin eru á pappír stjórnarmeðlimir þessa atvinnurekanda. Hjá flestum atvinnurekendum er það svo að stjórnin setur saman stefnur og gerir kröfur varðandi rekstur atvinnurekanda, en því miður er það ekki svo í stjórnmálum. Völd þjóðarinnar gagnvart stjórnmálafólki er eingöngu á pappír, líkt og síðustu mánuðir (og ár) hafa svo skýrt gefið til kynna. Við vitum öll hvernig stjórnmál eru á Íslandi, og skipting alls valds hefur verið innihald í reiðilestrum íslendinga í mörg ár. Orðin „vanhæfni“ og „spilling“ eru svo samofin stjórmálaumræðu á Íslandi að það er óþarfi að rekja frekar hvað hefur verið í gangi og útskýra af hverju það er svo rangt. En hvernig skyldu stjórnmál á Íslandi vera ef engin spilling og vanhæfni væri þar að finna? Ræðum hvernig íslensk stjórnmál ættu að vera! Ísland, rekið áfram af hæfni og þekkingu Ímyndið ykkur Ísland, þar sem ráðherrar okkar eru sérfræðingar og reynsluboltar af sínu sviði. Sjáið fyrir ykkur menntakerfið okkar með menntamálaráðherra (sem heitir núna mennta- og barnamálaráðherra þar sem menntamál og börn eru jú með samnefnara) sem hefur gífurlega þekkingu af skólakerfi landsins og innviðum þess. Ímyndið ykkur ef þessi ráðherra væri umvafinn sérfræðingum af ýmsum sviðum skólakerfisins, og að saman hefði þessi hópur það eina markmið og þá ástríðu að sjá menntakerfi okkar styrkjast og eflast með ári hverju þar til Ísland yrði þekkt fyrir að vera fremst í flokki í menntamálum? Ímyndið ykkur enn frekar ef barnamálaráðherra væri einstaklingur sem þekkti vel til réttinda barna og málefna þeirra á Íslandi. Einstaklingur sem berðist fyrir bættum kjörum og aðstæðum barna á öllum stigum og sviðum samfélagsins, og ynni með viðeigandi ráðherrum til þess (t.d. menntamálaráðherra er kemur að yngri skólastigum). Einstaklingur sem gæti tekið málaflokkinn og helgað sér þeirri vinnu, en væri ekki að dúllast á mörgum sviðum því „það er ódýrara, og þannig getum við takmarkað hversu margir fái flotta titla“. Ímyndið ykkur fjármálaráðuneyti þar sem fjármál þjóðarinnar væru tekin sem ákvörðun af einstaklingum með þekkingu og reynslu af sviðinu, sem hefðu eingöngu hagsmuni þjóðarinnar til hliðsjónar en ekki „pabba langar í banka“. Ímyndið ykkur heilbrigðisráðherra sem þekkti innviði heilbrigðiskerfis okkar vel af eigin raun, að allt starfsfólk ráðuneytisins væri af heilbrigðissviðinu, sem allt ynni með þá hugsjón að heilbrigðiskerfið sé einn af okkar sterkustu hornsteinum sem efla þarf og styrkja, en ekki meitla niður með von um að geta selt seinna meir því mögulega langar pabba í landspítala líka. Ísland, án spillingar Því miður er staðreyndin sú að þar sem völd eru, þar verður alltaf spilling. Spillingu er að finna alls staðar, í öllum hópum. Við höfum tekið dæmi af spillingu á vinnumarkaði, rætt spillingu í stjórnmálum, en spillingu er líka að finna meðal fjölskyldumeðlima og innan vinahópa. Þar sem hægt er að hafa einhver völd, sama hversu smávægileg þau völd eru, þar mun spilling finnast. Því miður er ekki hægt að breyta þessu. En það er hægt að breyta því hvernig við tæklum spillingu! Mikilvægt er fyrir okkur að vera hörð á því að einstaklingar sem gerast sekir um spillingu séu persónulega teknir fyrir. Ekki stöðugildi þeirra, ekki ráðuneytið þeirra, ekki atvinnurekandinn, heldur einstaklingurinn sjálfur. Ef spilling er ekki lengur æskileg vegna neikvæðra afleiðinga, þá mun spillingarhegðun minnka. Drögum einstaklinga til ábyrgðar, og gerum það utan stjórnmála þannig að stjórnmálafólk sem gerist sekt um spillingu er lagalega skylt að svara fyrir gjörðir sínar í dómstólum (sem í fullkomnum heimi starfa utan stjórnmála, en hey, litla Ísland). Munum við sjá breytingu í íslenskum stjórnmálum Haha. Nei! Láttu ekki svona! Ef eitthvað á að breytast þá þýðir það að við höfum stjórnmálafólk sem tekur ákvarðanir með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi en ekki eigin hagsmuni. Heldurðu virkilega að það muni gerast? Til þess að eitthvað breytist, þá þarf hópur af fólki sem lifir við mikil forréttindi, hefur mikil völd, fær tekjur af „valdastöðu og ákvörðunum sínum“ (sem það ber ekki ábyrgð á) og tæki ákvörðun um það að færa völdin yfir á einstaklinga ótengdum stjórnmálafólkinu sem myndi færa allt peningastreymið yfir á þjóðina! Því miður er staðreyndin sú að einstaklingar eru mjög tregir við að gefa upp völd og aðgengi að fjármunum. Í fullri hreinskilni; ef þú hefðir gífurleg völd og mikið peningaflæði til þín og þinna vina, myndir þú taka þá ákvörðun að taka þessi forréttindi af þér og gefa annað? Staðreyndin er því miður sú, að aðstæðurnar munu ekki lagast ef þjóðin tekur ekki málin í sínar eigin hendur. Sitthvað sem mun seint gerast, þar sem baráttuafl okkar er því miður eingöngu í orði en ekki á borði. Þjóðin er fær um að kvarta á samfélagsmiðlum, senda reiðiskoðana-pósta á visir.is, og tala sín á milli í hvössum tóni. En situr svo sallaróleg og bíður eftir því að einhver annar lagi aðstæðurnar. Þjóðin hefur samt sýnt að við getum verið samheldin og tekið höndum saman í baráttunni um réttindi okkar og bættar aðstæður, líkt og kom fram 24. Október 2023. Við getum þetta alveg. Við bara, gerum það ekki, einhverja hluta vegna. Vonandi mun pabbi ættleiða snöggvast alla þjóðina og erfðalögin taki við og geri réttilega sitt svo eitthvað jákvætt komi útúr þessu. Krossum fingur. Höfundur er þreyttur Íslendingur sem hefur miklar áhyggjur af síversnandi ástandi í stjórnmálum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort skyldi vera verra? Stjórnmál sem einkennast af spillingu? Eða stjórnmál sem einkennast af vanhæfni til að sinna sinni pólitískri skyldu? Er mögulega tenging þarna á milli? Það fyndna er, já, spilling og vanhæfni haldast í hendur. Byrjum á að skilgreina þessi orð: Spilling – Óheiðarleg hegðun eða refsiverð brot framin af einstaklingi, hópi einstaklinga eða stofnunar sem nýtir vald sitt til að afla sér ólöglegs ávinnings eða misnotar valdið í eigin þágu. Vanhæfni – Skortur á getu eða færni til þess að geta með góðum árangri sinnt skyldum sínum sem skyldi. Dæmi af vinnumarkaði til útskýringa Ef atvinnurekandi hefur gífurlegt magn af vanhæfum stjórnendum, þá er um að ræða atvinnurekanda sem ræður inn vini, vandamenn og jáfólk. Einkennist vinnustaðurinn þá af stjórnendum sem leyfa sér misnotkun á valdi sínu og sem setur eignarhald á auðlindir og afurðir atvinnurekanda þvert á þarfir rekstrarins. Atvinnurekandi sem er rekinn af spillingu, hefur stjórnendur sem eru svo uppteknir við að koma sér sjálfum áfram, hampa sér og fylla eigin vasa að það fer að sjá á rekstri atvinnurekanda. Augljós merki eru erfiður rekstur, skortur á tæki og tólum til almenns starfsfólks, og mannekla vegna peningaskorts í rekstri til að réttilega greiða starfsfólki laun og launatengd gjöld. Atvinnurekandinn sem er jafnframt rekinn af vanhæfni, þ.e. stjórnendur eru ekki ráðnir inn vegna hæfni sinnar til þess að efla og upphefja vinnustaðinn, heldur vegna vinatengsla er í grunninn einnig rekinn af spillingu þar sem hagkvæmni rekstrar er ekki í fyrirrúmi við ráðningar heldur eigin hagsmunir og vinatengsl. Augljós merki eru erfiðleikar í samskiptum milli stjórnenda og almenns starfsfólks, augljós stéttarskipting er á vinnustaðnum, og starfsfólk ræðir mikið vanhugsaðar eða erfiðar ákvarðanir sem stjórnendur skipa fyrir að fylgt sé sem starfsfólk sér fram á að muni skapa erfiðleika í rekstrinum síðar meir. Spilling og vanhæfni eru það algeng á vinnumarkaði hér á Íslandi, að mörg hver af okkur teljum við það vera „normið“ á vinnumarkaðinum. Færum dæmið yfir á stjórnmálin Augljóst þykir að stjórnmál eru í eðli sínu atvinnurekandi sem skiptist í stjórnendur og almennt starfsfólk. Stjórnmálafólk er samkvæmt skilgreiningu stjórnendur stofnana, sveitarfélaga og þjóðarinnar allrar, og almennt starfsfólk eru svo þeir aðilar sem starfa innan þeirra stofnana, sveitarfélaga og á Alþingi. Þjóðin eru á pappír stjórnarmeðlimir þessa atvinnurekanda. Hjá flestum atvinnurekendum er það svo að stjórnin setur saman stefnur og gerir kröfur varðandi rekstur atvinnurekanda, en því miður er það ekki svo í stjórnmálum. Völd þjóðarinnar gagnvart stjórnmálafólki er eingöngu á pappír, líkt og síðustu mánuðir (og ár) hafa svo skýrt gefið til kynna. Við vitum öll hvernig stjórnmál eru á Íslandi, og skipting alls valds hefur verið innihald í reiðilestrum íslendinga í mörg ár. Orðin „vanhæfni“ og „spilling“ eru svo samofin stjórmálaumræðu á Íslandi að það er óþarfi að rekja frekar hvað hefur verið í gangi og útskýra af hverju það er svo rangt. En hvernig skyldu stjórnmál á Íslandi vera ef engin spilling og vanhæfni væri þar að finna? Ræðum hvernig íslensk stjórnmál ættu að vera! Ísland, rekið áfram af hæfni og þekkingu Ímyndið ykkur Ísland, þar sem ráðherrar okkar eru sérfræðingar og reynsluboltar af sínu sviði. Sjáið fyrir ykkur menntakerfið okkar með menntamálaráðherra (sem heitir núna mennta- og barnamálaráðherra þar sem menntamál og börn eru jú með samnefnara) sem hefur gífurlega þekkingu af skólakerfi landsins og innviðum þess. Ímyndið ykkur ef þessi ráðherra væri umvafinn sérfræðingum af ýmsum sviðum skólakerfisins, og að saman hefði þessi hópur það eina markmið og þá ástríðu að sjá menntakerfi okkar styrkjast og eflast með ári hverju þar til Ísland yrði þekkt fyrir að vera fremst í flokki í menntamálum? Ímyndið ykkur enn frekar ef barnamálaráðherra væri einstaklingur sem þekkti vel til réttinda barna og málefna þeirra á Íslandi. Einstaklingur sem berðist fyrir bættum kjörum og aðstæðum barna á öllum stigum og sviðum samfélagsins, og ynni með viðeigandi ráðherrum til þess (t.d. menntamálaráðherra er kemur að yngri skólastigum). Einstaklingur sem gæti tekið málaflokkinn og helgað sér þeirri vinnu, en væri ekki að dúllast á mörgum sviðum því „það er ódýrara, og þannig getum við takmarkað hversu margir fái flotta titla“. Ímyndið ykkur fjármálaráðuneyti þar sem fjármál þjóðarinnar væru tekin sem ákvörðun af einstaklingum með þekkingu og reynslu af sviðinu, sem hefðu eingöngu hagsmuni þjóðarinnar til hliðsjónar en ekki „pabba langar í banka“. Ímyndið ykkur heilbrigðisráðherra sem þekkti innviði heilbrigðiskerfis okkar vel af eigin raun, að allt starfsfólk ráðuneytisins væri af heilbrigðissviðinu, sem allt ynni með þá hugsjón að heilbrigðiskerfið sé einn af okkar sterkustu hornsteinum sem efla þarf og styrkja, en ekki meitla niður með von um að geta selt seinna meir því mögulega langar pabba í landspítala líka. Ísland, án spillingar Því miður er staðreyndin sú að þar sem völd eru, þar verður alltaf spilling. Spillingu er að finna alls staðar, í öllum hópum. Við höfum tekið dæmi af spillingu á vinnumarkaði, rætt spillingu í stjórnmálum, en spillingu er líka að finna meðal fjölskyldumeðlima og innan vinahópa. Þar sem hægt er að hafa einhver völd, sama hversu smávægileg þau völd eru, þar mun spilling finnast. Því miður er ekki hægt að breyta þessu. En það er hægt að breyta því hvernig við tæklum spillingu! Mikilvægt er fyrir okkur að vera hörð á því að einstaklingar sem gerast sekir um spillingu séu persónulega teknir fyrir. Ekki stöðugildi þeirra, ekki ráðuneytið þeirra, ekki atvinnurekandinn, heldur einstaklingurinn sjálfur. Ef spilling er ekki lengur æskileg vegna neikvæðra afleiðinga, þá mun spillingarhegðun minnka. Drögum einstaklinga til ábyrgðar, og gerum það utan stjórnmála þannig að stjórnmálafólk sem gerist sekt um spillingu er lagalega skylt að svara fyrir gjörðir sínar í dómstólum (sem í fullkomnum heimi starfa utan stjórnmála, en hey, litla Ísland). Munum við sjá breytingu í íslenskum stjórnmálum Haha. Nei! Láttu ekki svona! Ef eitthvað á að breytast þá þýðir það að við höfum stjórnmálafólk sem tekur ákvarðanir með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi en ekki eigin hagsmuni. Heldurðu virkilega að það muni gerast? Til þess að eitthvað breytist, þá þarf hópur af fólki sem lifir við mikil forréttindi, hefur mikil völd, fær tekjur af „valdastöðu og ákvörðunum sínum“ (sem það ber ekki ábyrgð á) og tæki ákvörðun um það að færa völdin yfir á einstaklinga ótengdum stjórnmálafólkinu sem myndi færa allt peningastreymið yfir á þjóðina! Því miður er staðreyndin sú að einstaklingar eru mjög tregir við að gefa upp völd og aðgengi að fjármunum. Í fullri hreinskilni; ef þú hefðir gífurleg völd og mikið peningaflæði til þín og þinna vina, myndir þú taka þá ákvörðun að taka þessi forréttindi af þér og gefa annað? Staðreyndin er því miður sú, að aðstæðurnar munu ekki lagast ef þjóðin tekur ekki málin í sínar eigin hendur. Sitthvað sem mun seint gerast, þar sem baráttuafl okkar er því miður eingöngu í orði en ekki á borði. Þjóðin er fær um að kvarta á samfélagsmiðlum, senda reiðiskoðana-pósta á visir.is, og tala sín á milli í hvössum tóni. En situr svo sallaróleg og bíður eftir því að einhver annar lagi aðstæðurnar. Þjóðin hefur samt sýnt að við getum verið samheldin og tekið höndum saman í baráttunni um réttindi okkar og bættar aðstæður, líkt og kom fram 24. Október 2023. Við getum þetta alveg. Við bara, gerum það ekki, einhverja hluta vegna. Vonandi mun pabbi ættleiða snöggvast alla þjóðina og erfðalögin taki við og geri réttilega sitt svo eitthvað jákvætt komi útúr þessu. Krossum fingur. Höfundur er þreyttur Íslendingur sem hefur miklar áhyggjur af síversnandi ástandi í stjórnmálum landsins.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun