Skoðun

Ruglið kringum Bjarna Ben

Birgir Dýrfjörð skrifar

Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur.

Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka.

Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum.

Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans.

Hvaðan koma þeir?

Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér.

Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna.

Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra?

Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi?

Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um.

Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis.

Vanhugsuð árás

Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri.

Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur?

Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður.

Es:

Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag.

Höfundur er rafvirkjameistari.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Biskupsval

Sigfinnur Þorleifsson,Vigfús Bjarni Albertsson skrifar

Sjá meira


×