Verðskulduðum ekki að komast nær en við gerðum Gunnar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 22:04 Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði Hött hafa verðskuldað sigurinn í kvöld. „Fyrst og fremst var frammistaða Hattar töluvert betri en okkar í kvöld,“ svaraði hann aðspurður um hvað hefði ráðið úrslitum leiksins. „Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira