Hinn 27 ára gamli Scott Alexander Scheffle, betur þekktur sem Scottie Scheffler, leiðir enn Mastersmótið í golfi og hefur gert að mestu frá því í gær.
Scottie Scheffler, leader by two. #themasters pic.twitter.com/3NqFPBOGFc
— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024
Hann hefur haldið góðri spilamennsku sinni áfram í dag og er nú á 8 höggum undir pari. Þar á eftir kemur samlandi hans Homa á 5 höggum undir pari líkt og hinn sænski Ludvig Åberg.
Sunday at the Masters. #themasters pic.twitter.com/91XkMyfooa
— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024
Mótinu lýkur í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.