Óafturkræf mistök Auður Axelsdóttir skrifar 14. apríl 2024 12:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök. Störf 35 einstaklinga verða leyst upp og finna á önnur störf með “starfsþróun” í huga. Það er eitthvað skakkt við þetta og hvers vegna þessi hraði? Einstaklingar sem hafa skerta starfsorku þurfa fyrst og fremst öryggi, virðingu og stuðning til að geta skilað af sér verkefnum og fundið til sín. Að tilheyra vinnustað og vera í hópi skiptir öllu máli. Stuðningur sem byggir á hlýju og hvatningu er lykilatriði og getur skipt sköpum. Í þannig umhverfi er möguleiki á að það þróist aukin starfsgeta með tímanum en makmiðið ætti alltaf að vera vellíðan á vinnustað og aukin lífsgæði starfsfólksins. Múlalundur er þar að auki í fallegu umhverfi Reykjalundar sem hefur alla tíð lagt metnað í að veita störf með hæfingu og endurhæfingu að leiðarljósi. Í minningunni voru vistmenn Reykjalundar allir að gera eitthvað, unnu m.a. við framleiðslu á leikföngum, lömpum og legókubbum svo dæmi séu tekin. Að hafa hlutverk var dýrmætt, að vinna í hópi fólks styrkti félagslegu tengslin og baráttan við heilsubrest varð bærilegri. Á Múlalundi er byggt á reynslunni sem skapaðist á Reykjalundi um að eflandi umhverfi sem byggir á samkennd og samvinnu getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan einstaklinga með skerta starfsorku. Í mínu starfi hef ég hitt nokkra einstaklinga sem hafa fengið þjálfun hjá Múlalundi, í framhaldinu komið við í Hugarafli og síðan haldið á almennan vinnumarkað með góðum árangri. Á leiðinni var það alltumlykjandi stuðningur og hvetjandi umhverfi sem vísaði veginn og skilaði þessum árangri. Þessir einstaklingar gátu á endanum valið störf sem hentuðu þeirra framtíðaráformum. Nú verður starfshópnum á Múlalundi tvístrað. Og ferlið er komið af stað og sótt hefur verið um störf hér og þar á vegum Vinnumálastofnunar. Ég velti fyrir mér hvort það hafi á einhverjum tímapunkti verið talað við þá einstaklinga sem hér um ræðir, höfðu þau rödd í undirbúningsferlinu þegar ákvörðun var tekin? Eru til einhverjar staðreyndir um að sé svona hópur leystur upp og fari á aðra vinnustaði, væntanlega einn á hverjum stað, að það skili öðrum og betri niðurstöðum? Er tekið tillit til þess að það að mögulega eini aðilinn á stórum vinnustað með skerta starfsorku geti valdið óöryggi og jafnvel niðurbroti? Er það vænlegt til “starfsþróunar”? Er það meiningin að hver og einn vinnustaður, væntanlega 35 vinnustaðir geti boðið uppá þessa nálgun sem Múlalundur hefur veitt og þróað í áratugi?? Að lokum, verður þessari ákvörðun fylgt eftir með óháðri rannsókn á því hvernig þessum einstaklingum reiðir af, hvort þeim líði betur, hvort þeirra félagslegu þörfum sé mætt og hvort “starfsþróun” sé betri á öðrum vinnustöðum? Hyggilegast væri að bakka með þessa ákvörðun og beina kröftunum að því að efla innra starf Múlalundar. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök. Störf 35 einstaklinga verða leyst upp og finna á önnur störf með “starfsþróun” í huga. Það er eitthvað skakkt við þetta og hvers vegna þessi hraði? Einstaklingar sem hafa skerta starfsorku þurfa fyrst og fremst öryggi, virðingu og stuðning til að geta skilað af sér verkefnum og fundið til sín. Að tilheyra vinnustað og vera í hópi skiptir öllu máli. Stuðningur sem byggir á hlýju og hvatningu er lykilatriði og getur skipt sköpum. Í þannig umhverfi er möguleiki á að það þróist aukin starfsgeta með tímanum en makmiðið ætti alltaf að vera vellíðan á vinnustað og aukin lífsgæði starfsfólksins. Múlalundur er þar að auki í fallegu umhverfi Reykjalundar sem hefur alla tíð lagt metnað í að veita störf með hæfingu og endurhæfingu að leiðarljósi. Í minningunni voru vistmenn Reykjalundar allir að gera eitthvað, unnu m.a. við framleiðslu á leikföngum, lömpum og legókubbum svo dæmi séu tekin. Að hafa hlutverk var dýrmætt, að vinna í hópi fólks styrkti félagslegu tengslin og baráttan við heilsubrest varð bærilegri. Á Múlalundi er byggt á reynslunni sem skapaðist á Reykjalundi um að eflandi umhverfi sem byggir á samkennd og samvinnu getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan einstaklinga með skerta starfsorku. Í mínu starfi hef ég hitt nokkra einstaklinga sem hafa fengið þjálfun hjá Múlalundi, í framhaldinu komið við í Hugarafli og síðan haldið á almennan vinnumarkað með góðum árangri. Á leiðinni var það alltumlykjandi stuðningur og hvetjandi umhverfi sem vísaði veginn og skilaði þessum árangri. Þessir einstaklingar gátu á endanum valið störf sem hentuðu þeirra framtíðaráformum. Nú verður starfshópnum á Múlalundi tvístrað. Og ferlið er komið af stað og sótt hefur verið um störf hér og þar á vegum Vinnumálastofnunar. Ég velti fyrir mér hvort það hafi á einhverjum tímapunkti verið talað við þá einstaklinga sem hér um ræðir, höfðu þau rödd í undirbúningsferlinu þegar ákvörðun var tekin? Eru til einhverjar staðreyndir um að sé svona hópur leystur upp og fari á aðra vinnustaði, væntanlega einn á hverjum stað, að það skili öðrum og betri niðurstöðum? Er tekið tillit til þess að það að mögulega eini aðilinn á stórum vinnustað með skerta starfsorku geti valdið óöryggi og jafnvel niðurbroti? Er það vænlegt til “starfsþróunar”? Er það meiningin að hver og einn vinnustaður, væntanlega 35 vinnustaðir geti boðið uppá þessa nálgun sem Múlalundur hefur veitt og þróað í áratugi?? Að lokum, verður þessari ákvörðun fylgt eftir með óháðri rannsókn á því hvernig þessum einstaklingum reiðir af, hvort þeim líði betur, hvort þeirra félagslegu þörfum sé mætt og hvort “starfsþróun” sé betri á öðrum vinnustöðum? Hyggilegast væri að bakka með þessa ákvörðun og beina kröftunum að því að efla innra starf Múlalundar. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun