Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Stefán Ólafsson skrifar 14. apríl 2024 11:30 Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. Stjórnendur ríkisbanka ættu þannig að hafa fullt sjálfstæði til að taka ákvarðanir um rekstur og þróun viðkomandi banka og velja leiðir til að auka samkeppnishæfni hans, sem myndi auðvitað þjóna hagsmunum eigenda (ríkisins, þ.e. þjóðarinnar). Auka verðmæti bankans og hækka arðgreiðslur til eigenda til frambúðar. Almælt er á fjármálamarkaði að þetta sé vænleg leið. Nú er komin upp sú staða að forsendan um armslengd frá stjórnvöldum er orðin algerlega meiningarlaus - eða opinberuð sem blekking með þeim starfsháttum sem Bankasýslan hefur stundað! Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst sig algerlega andvígan ákvörðun stjórnenda Landsbankans um að kaupa tryggingafélagið TM til að styrkja stöðu og samkeppnishæfni bankans - og það hefur beinar afleiðingar fyrir bankann. Ráðherrann fylgdi þessu eftir og skipaði Bankasýslunni að reka allt bankaráð Landsbankans og knýja fram umsnúning á þessari rekstrarákvörðun stjórnenda Landsbankans með nýju handvöldu bankaráði. Formaður Bankasýslunnar hefur nú lýst því yfir að Bankasýslan muni svo funda með nýja bankaráðinu og leggja fyrir það hvernig undið skuli ofanaf hinni "sjálfstæðu" ákvörðun fyrra bankaráðs - jafnvel þó það muni kosta bankann mikla fjármuni og orðsporsmissi - sem veikir stöðu bankans á markaði. Það gengur gegn hagsmunum þjóðarinnar sem eiganda en þjónar væntanlega hagsmunum þeirra sem vilja selja bankann á sem lægstu verði til auðmanna sem fyrst (sjá hér). Spurningin sem blasir við er þá þessi: Hvernig eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki að skipta sér af rekstri Landsbankans? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stefán Ólafsson Landsbankinn Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. Stjórnendur ríkisbanka ættu þannig að hafa fullt sjálfstæði til að taka ákvarðanir um rekstur og þróun viðkomandi banka og velja leiðir til að auka samkeppnishæfni hans, sem myndi auðvitað þjóna hagsmunum eigenda (ríkisins, þ.e. þjóðarinnar). Auka verðmæti bankans og hækka arðgreiðslur til eigenda til frambúðar. Almælt er á fjármálamarkaði að þetta sé vænleg leið. Nú er komin upp sú staða að forsendan um armslengd frá stjórnvöldum er orðin algerlega meiningarlaus - eða opinberuð sem blekking með þeim starfsháttum sem Bankasýslan hefur stundað! Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst sig algerlega andvígan ákvörðun stjórnenda Landsbankans um að kaupa tryggingafélagið TM til að styrkja stöðu og samkeppnishæfni bankans - og það hefur beinar afleiðingar fyrir bankann. Ráðherrann fylgdi þessu eftir og skipaði Bankasýslunni að reka allt bankaráð Landsbankans og knýja fram umsnúning á þessari rekstrarákvörðun stjórnenda Landsbankans með nýju handvöldu bankaráði. Formaður Bankasýslunnar hefur nú lýst því yfir að Bankasýslan muni svo funda með nýja bankaráðinu og leggja fyrir það hvernig undið skuli ofanaf hinni "sjálfstæðu" ákvörðun fyrra bankaráðs - jafnvel þó það muni kosta bankann mikla fjármuni og orðsporsmissi - sem veikir stöðu bankans á markaði. Það gengur gegn hagsmunum þjóðarinnar sem eiganda en þjónar væntanlega hagsmunum þeirra sem vilja selja bankann á sem lægstu verði til auðmanna sem fyrst (sjá hér). Spurningin sem blasir við er þá þessi: Hvernig eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki að skipta sér af rekstri Landsbankans? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar