Handbolti

Eyja­konur byrja úr­slita­keppnina með látum

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr viðureign liðanna fyrr í vetur
Úr viðureign liðanna fyrr í vetur Vísir/Pawel

ÍBV og ÍR mættust í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti en átta stig skildu liðin að þegar deildarkeppninni lauk.

Töluvert skildi liðan að í kvöld en heimakonur frá Vestmannaeyjum fóru að lokum með tíu marka sigur af hólmi, lokatölur 30-20 í Eyjum.

Eyjakonur höfðu mikla yfirburði alla leikinn og voru fljótlega komnar 7-1 yfir og ekki tíu mínútur liðnar af leiknum. Gestirnir úr Breiðholtinu náðu reglulega að minnka muninn í fimm mörk en komust aldrei nær.

Heimakonur kafsigldu gestina svo á lokasprettinum og unnu sannfærandi 30-20 sigur.

Markahæstar í liði ÍBV voru þær Elísa Elíasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir, báðar með sjö mörk. Þá átti Marta Wawrzynkowska góðan leik í marki ÍBV og varði 15 skot.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×