Tölum saman um aðgengilegar sálfræðimeðferðir Kristjbörg Þórisdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:01 Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni flutti prófessor í sálfræði við Oxford háskóla í Bretlandi, David M Clark, erindi um nýlegt verkefni sem snerist um að auka aðgengi almennings að gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Verkefnið gekk þá undir heitinu IAPT (Improving Access to Psychological Therapies) en í dag gengur það undir heitinu Talking therapies og er fjármagnað af breska ríkissjóðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð hugfangin af þessu verkefni og hef verið með þetta í huganum alla daga síðan þá. Ójafnt aðgengi að meðferðum vegna tilfinningalegs vanda og líkamlegra sjúkdóma Af hverju varð ég svona hugfangin? Jú, vegna þess að verkefnið er hvoru tveggja skynsamlegt og rökrétt og ég sá strax fyrir mér að þetta ættum við að bjóða íslenskum almenningi. Í bók sinni Thrive benda David M Clark og Richard Layard, breskur hagfræðingur og samstarfsfélagi Davids meðal annars á þá sorglegu staðreynd að nánast allir fá viðeigandi meðferð við líkamlegum sjúkdómum en minna en þriðjungur fólks með tilfinningavanda fær gagnreynda sálfræðimeðferð þrátt fyrir að á hverjum tíma séu að minnsta kosti einn af hverjum sex sem þjáist og myndi greinast með þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir hafa verið til í áratugi og eru sífellt í þróun til að hjálpa fólki að leysa úr sínum vandamálum. Sálfræðimeðferðir snúast í raun ekki einungis um að bæta líf fólks frá degi til dags heldur breyta þær lífi fólks til hins betra til lengri tíma. Sá bati hefur gríðarlega mikla samfélagslega arðsemi í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að meðferðirnar borga sig upp sjálfar. Hver króna sem sett er í meðferðina skilar sér allt að tífalt til baka. Tölum saman hér á landi Það er tímabært að hefja vegferðina hér. Svipaða vegferð og Bretar hafa verið á undir forystu David M Clark undanfarin tæp tuttugu ár. Fleiri lönd fylgja nú í kjölfarið svo sem Noregur, Kanada, Ástralía og Finnland og tryggja aðgengi almennings með tilfinningalegan vanda að viðeigandi meðferð. Til þess að slíkt verkefni heppnist er ekki nóg að ráða bara inn sálfræðinga hér og þar. Það þarf að skipuleggja verkefnið vel, setja af stað tilraunasetur, koma af stað gagnagrunnum og kerfum sem halda utan um verkefnið, tölfræði þess, tryggja samræmingu og aðgengi að meðferðarleiðarvísum, árangursmælingum, þjálfun og handleiðslu meðferðaraðila auk þess að vinna rannsóknir samhliða á framgangi og árangri í samstarfi við háskólana og fræðasamfélagið. Við erum lítið land og það er mín skoðun að það sé styrkleiki okkar varðandi þetta verkefni. Með því að vera lítil getum við verið stór í slíkri uppbyggingu því kerfið okkar er ekki stórt og boðleiðirnar stuttar. Við getum gert þetta. Eftir hverju er að bíða? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni flutti prófessor í sálfræði við Oxford háskóla í Bretlandi, David M Clark, erindi um nýlegt verkefni sem snerist um að auka aðgengi almennings að gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Verkefnið gekk þá undir heitinu IAPT (Improving Access to Psychological Therapies) en í dag gengur það undir heitinu Talking therapies og er fjármagnað af breska ríkissjóðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð hugfangin af þessu verkefni og hef verið með þetta í huganum alla daga síðan þá. Ójafnt aðgengi að meðferðum vegna tilfinningalegs vanda og líkamlegra sjúkdóma Af hverju varð ég svona hugfangin? Jú, vegna þess að verkefnið er hvoru tveggja skynsamlegt og rökrétt og ég sá strax fyrir mér að þetta ættum við að bjóða íslenskum almenningi. Í bók sinni Thrive benda David M Clark og Richard Layard, breskur hagfræðingur og samstarfsfélagi Davids meðal annars á þá sorglegu staðreynd að nánast allir fá viðeigandi meðferð við líkamlegum sjúkdómum en minna en þriðjungur fólks með tilfinningavanda fær gagnreynda sálfræðimeðferð þrátt fyrir að á hverjum tíma séu að minnsta kosti einn af hverjum sex sem þjáist og myndi greinast með þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir hafa verið til í áratugi og eru sífellt í þróun til að hjálpa fólki að leysa úr sínum vandamálum. Sálfræðimeðferðir snúast í raun ekki einungis um að bæta líf fólks frá degi til dags heldur breyta þær lífi fólks til hins betra til lengri tíma. Sá bati hefur gríðarlega mikla samfélagslega arðsemi í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að meðferðirnar borga sig upp sjálfar. Hver króna sem sett er í meðferðina skilar sér allt að tífalt til baka. Tölum saman hér á landi Það er tímabært að hefja vegferðina hér. Svipaða vegferð og Bretar hafa verið á undir forystu David M Clark undanfarin tæp tuttugu ár. Fleiri lönd fylgja nú í kjölfarið svo sem Noregur, Kanada, Ástralía og Finnland og tryggja aðgengi almennings með tilfinningalegan vanda að viðeigandi meðferð. Til þess að slíkt verkefni heppnist er ekki nóg að ráða bara inn sálfræðinga hér og þar. Það þarf að skipuleggja verkefnið vel, setja af stað tilraunasetur, koma af stað gagnagrunnum og kerfum sem halda utan um verkefnið, tölfræði þess, tryggja samræmingu og aðgengi að meðferðarleiðarvísum, árangursmælingum, þjálfun og handleiðslu meðferðaraðila auk þess að vinna rannsóknir samhliða á framgangi og árangri í samstarfi við háskólana og fræðasamfélagið. Við erum lítið land og það er mín skoðun að það sé styrkleiki okkar varðandi þetta verkefni. Með því að vera lítil getum við verið stór í slíkri uppbyggingu því kerfið okkar er ekki stórt og boðleiðirnar stuttar. Við getum gert þetta. Eftir hverju er að bíða? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun