Þjóðinni ógnað. Guð blessi Ísland Ástþór Magnússon skrifar 11. apríl 2024 15:30 Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins. Sérfræðingar sögðu forseta ekki hafa málsskotsrétt Þá talaði ég fyrir því að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisfjölmiðlarnir tefldu fram sérfræðingum úr háskólasamfélaginu sem sögðu mig fara með hreina fjarstæðu. Þetta væri ekki hægt, engin hefð fyrir því og forseti hefði ekki þessi völd. Sannarlega var þetta hægt eins og í ljós kom þegar forseti Íslands vísaði Icesave málum til þjóðarinnar. Þjóðinn missir sinn öryggisventil Forsetinn á að standa vaktina á Bessastöðum sem óhlutdrægur fulltrúi þjóðarinnar og gæta þess að stjórnmálaöflin geti ekki spilað með og vanvirt lýðræðið. Með því að velja forseta úr stjórnarráðinu missir þjóðin sinn öryggisventil á Bessastöðum. Herlaus vagga lýðræðis Kjarninn í boðskapnum að Virkja Bessastaði er að embætti forseta Íslands gerist alþjóðlegur boðberi friðar. Að Ísland skapi sér hlutverk sem alþjóðlegt friðarríki, herlaus vagga lýðræðis í heiminum. Sagan af alþingisfundi forfeðra okkar árið 1000 á þingvöllum, lýsir einstöku umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum sem er kjarninn í friðsælu samfélagi. Ég hef stundum sagt að þessi boðskapur sé eins mikilvægur og jólaguðspjallið fyrir mannkynið. Þetta er okkar grunnur og við eigum taka frumkvæði í því að leiða heiminn til friðar. Stríðsæsingur leiðir til árásar á Ísland Fyrir átta árum í kosningasjónvarpi RÚV varaði ég sterklega við því að stríð myndi brjótast út milli Íslands og Rússlands yrði ekki gripið í taumana. Nú er sú styrjöld hafin og búið að loka Íslenska sendiráðinu í Moskvu. Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Stríð eða friður. Guð blessi Ísland. Á vefnum nuna.is er bókin Virkjum Bessastaði aðgengileg án endurgjalds. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins. Sérfræðingar sögðu forseta ekki hafa málsskotsrétt Þá talaði ég fyrir því að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisfjölmiðlarnir tefldu fram sérfræðingum úr háskólasamfélaginu sem sögðu mig fara með hreina fjarstæðu. Þetta væri ekki hægt, engin hefð fyrir því og forseti hefði ekki þessi völd. Sannarlega var þetta hægt eins og í ljós kom þegar forseti Íslands vísaði Icesave málum til þjóðarinnar. Þjóðinn missir sinn öryggisventil Forsetinn á að standa vaktina á Bessastöðum sem óhlutdrægur fulltrúi þjóðarinnar og gæta þess að stjórnmálaöflin geti ekki spilað með og vanvirt lýðræðið. Með því að velja forseta úr stjórnarráðinu missir þjóðin sinn öryggisventil á Bessastöðum. Herlaus vagga lýðræðis Kjarninn í boðskapnum að Virkja Bessastaði er að embætti forseta Íslands gerist alþjóðlegur boðberi friðar. Að Ísland skapi sér hlutverk sem alþjóðlegt friðarríki, herlaus vagga lýðræðis í heiminum. Sagan af alþingisfundi forfeðra okkar árið 1000 á þingvöllum, lýsir einstöku umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum sem er kjarninn í friðsælu samfélagi. Ég hef stundum sagt að þessi boðskapur sé eins mikilvægur og jólaguðspjallið fyrir mannkynið. Þetta er okkar grunnur og við eigum taka frumkvæði í því að leiða heiminn til friðar. Stríðsæsingur leiðir til árásar á Ísland Fyrir átta árum í kosningasjónvarpi RÚV varaði ég sterklega við því að stríð myndi brjótast út milli Íslands og Rússlands yrði ekki gripið í taumana. Nú er sú styrjöld hafin og búið að loka Íslenska sendiráðinu í Moskvu. Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Stríð eða friður. Guð blessi Ísland. Á vefnum nuna.is er bókin Virkjum Bessastaði aðgengileg án endurgjalds. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar