Þjóðinni ógnað. Guð blessi Ísland Ástþór Magnússon skrifar 11. apríl 2024 15:30 Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins. Sérfræðingar sögðu forseta ekki hafa málsskotsrétt Þá talaði ég fyrir því að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisfjölmiðlarnir tefldu fram sérfræðingum úr háskólasamfélaginu sem sögðu mig fara með hreina fjarstæðu. Þetta væri ekki hægt, engin hefð fyrir því og forseti hefði ekki þessi völd. Sannarlega var þetta hægt eins og í ljós kom þegar forseti Íslands vísaði Icesave málum til þjóðarinnar. Þjóðinn missir sinn öryggisventil Forsetinn á að standa vaktina á Bessastöðum sem óhlutdrægur fulltrúi þjóðarinnar og gæta þess að stjórnmálaöflin geti ekki spilað með og vanvirt lýðræðið. Með því að velja forseta úr stjórnarráðinu missir þjóðin sinn öryggisventil á Bessastöðum. Herlaus vagga lýðræðis Kjarninn í boðskapnum að Virkja Bessastaði er að embætti forseta Íslands gerist alþjóðlegur boðberi friðar. Að Ísland skapi sér hlutverk sem alþjóðlegt friðarríki, herlaus vagga lýðræðis í heiminum. Sagan af alþingisfundi forfeðra okkar árið 1000 á þingvöllum, lýsir einstöku umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum sem er kjarninn í friðsælu samfélagi. Ég hef stundum sagt að þessi boðskapur sé eins mikilvægur og jólaguðspjallið fyrir mannkynið. Þetta er okkar grunnur og við eigum taka frumkvæði í því að leiða heiminn til friðar. Stríðsæsingur leiðir til árásar á Ísland Fyrir átta árum í kosningasjónvarpi RÚV varaði ég sterklega við því að stríð myndi brjótast út milli Íslands og Rússlands yrði ekki gripið í taumana. Nú er sú styrjöld hafin og búið að loka Íslenska sendiráðinu í Moskvu. Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Stríð eða friður. Guð blessi Ísland. Á vefnum nuna.is er bókin Virkjum Bessastaði aðgengileg án endurgjalds. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins. Sérfræðingar sögðu forseta ekki hafa málsskotsrétt Þá talaði ég fyrir því að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisfjölmiðlarnir tefldu fram sérfræðingum úr háskólasamfélaginu sem sögðu mig fara með hreina fjarstæðu. Þetta væri ekki hægt, engin hefð fyrir því og forseti hefði ekki þessi völd. Sannarlega var þetta hægt eins og í ljós kom þegar forseti Íslands vísaði Icesave málum til þjóðarinnar. Þjóðinn missir sinn öryggisventil Forsetinn á að standa vaktina á Bessastöðum sem óhlutdrægur fulltrúi þjóðarinnar og gæta þess að stjórnmálaöflin geti ekki spilað með og vanvirt lýðræðið. Með því að velja forseta úr stjórnarráðinu missir þjóðin sinn öryggisventil á Bessastöðum. Herlaus vagga lýðræðis Kjarninn í boðskapnum að Virkja Bessastaði er að embætti forseta Íslands gerist alþjóðlegur boðberi friðar. Að Ísland skapi sér hlutverk sem alþjóðlegt friðarríki, herlaus vagga lýðræðis í heiminum. Sagan af alþingisfundi forfeðra okkar árið 1000 á þingvöllum, lýsir einstöku umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum sem er kjarninn í friðsælu samfélagi. Ég hef stundum sagt að þessi boðskapur sé eins mikilvægur og jólaguðspjallið fyrir mannkynið. Þetta er okkar grunnur og við eigum taka frumkvæði í því að leiða heiminn til friðar. Stríðsæsingur leiðir til árásar á Ísland Fyrir átta árum í kosningasjónvarpi RÚV varaði ég sterklega við því að stríð myndi brjótast út milli Íslands og Rússlands yrði ekki gripið í taumana. Nú er sú styrjöld hafin og búið að loka Íslenska sendiráðinu í Moskvu. Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Stríð eða friður. Guð blessi Ísland. Á vefnum nuna.is er bókin Virkjum Bessastaði aðgengileg án endurgjalds. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar