Kjósum Elínborgu Sturludóttur sem biskup Thor Aspelund skrifar 11. apríl 2024 07:30 Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar