Dánaraðstoð: Hvers vegna skilar Læknafélag Íslands auðu? Ingrid Kuhlman, Bjarni Jónsson, Sylviane Lecoulte, Steinar Harðarson, Veturliði Þór Stefánsson og Íris Davíðsdóttir skrifa 14. apríl 2024 08:01 Miðvikudaginn 27. mars sl. var dánaraðstoð umfjöllunarefnið í Pallborðinu á Vísi. Gestir þáttarins voru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Tilefni þáttarins var m.a. að ræða nýlegt frumvarp um dánaraðstoð sem var lagt fram í byrjun mars. Hér fyrir neðan eru okkar viðbrögð við því sem kom fram í þættinum. LÍ veigrar sér við að skrifa umsögn um frumvarpið Læknafélag Íslands (LÍ) ákvað að senda ekki inn umsögn um frumvarpið, þrátt fyrir að formaður þess hafi lýst því yfir að afstaða félagsins sé skýr; það sé mótfallið því að læknar veiti dánaraðstoð. Formaður félagsins fullyrðir einnig að það hafi þó skoðanir á frumvarpinu. En hvers vegna velur félagið að láta ekki afstöðu sína endurspeglast í formlegri umsögn um frumvarpið? Er það ætlun LÍ að stýra umræðunni með því að íhuga málið, móta sér stefnu og hugsanlega taka svo þátt í samræðum eftir það? Er mögulegt að þessi tregða til að tjá sig formlega um frumvarpið sé í raun tilraun til að seinka framgangi málsins og drepa umræðunni á dreif? Breytingar á afstöðu læknafélaga Formaður LÍ bendir á að alþjóðasamtök lækna séu andvíg dánaraðstoð sem og langflest aðildarfélög samtakanna. Þess má geta, þrátt fyrir þessa andstöðu, að dánaraðstoð hefur verið lögleidd í 8 löndum í Evrópu, löndum Eyjaálfu auk Kanada, Kúbu og tveimur ríkjum í Suður-Ameríku. Auk þess hafa lög sem heimila dánaraðstoð tekið gildi í 11 fylkjum Bandaríkjanna. Í þeim löndum/fylkjum þar sem dánaraðstoð er lögleg hafa læknar verið hluti af ferlinu og gert það af fúsum og frjálsum vilja. Enginn læknir er þvingaður til að veita dánaraðstoð gangi það gegn skoðunum hans. Á undanförnum áratug hafa fjölmörg samtök lækna og hjúkrunarfræðinga í Bretlandi endurskoðað afstöðu sína til dánaraðstoðar eftir að þau létu kanna skoðanir félagsmanna. Sem dæmi þá hafa bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) fært sig frá því að vera mótfallin lögleiðingu dánaraðstoðar yfir í að taka hlutlausa afstöðu. Þessi þróun sýnir breytt viðhorf þessara heilbrigðisstarfsmanna til dánaraðstoðar, þrátt fyrir andstöðu frá læknafélögum á alþjóðavettvangi. Eitt af augljósustu merkjum um breytt viðhorf til dánaraðstoðar innan læknasamfélagsins á Íslandi er að í fyrsta skipti stíga fram fjórir læknar sem allir hafa langan starfsferil að baki og mikla starfsreynslu. Í umsögnum sínum um lagafrumvarpið lýsa þeir yfir stuðningi við frumvarpið og byggja málflutning sinn á haldgóðum rökum. Viðhorf þeirra vekur athygli og kallar á ígrundun innan LÍ um gildandi stefnu félagsins í afstöðu sinni til dánaraðstoðar. Læknafélagið hefur ekki viljað ræða málið Í Pallborðinu lýsti formaður LÍ yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa haft samráð við Læknafélagið við samningu og framlagningu frumvarpsins þar sem því sé beint sérstaklega að læknastéttinni. Þar gleymir hún að LÍ hefur ekki leitast við að taka virkan þátt í mótun frumvarpsins að eigin frumkvæði. Félagið gekk jafnvel svo langt árið 2021 að andmæla þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna í þeim tilgangi að fá sem gleggsta mynd af afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. Þessi staðfesta afstaða LÍ gegn dánaraðstoð vekur upp spurningar um vilja og áhuga félagsins á að vera þátttakandi í umræðunni. Lífsvirðing hefur ítrekað, frá stofnun þess árið 2017, boðið LÍ til umræðu um dánaraðstoð. Fyrsta svarið barst í febrúar 2024! Læknar sem hugsa meira um dánaraðstoð styðja hana Formaður LÍ dregur í efa niðurstöður könnunar heilbrigðisráðherra frá 2023 sem leiddu í ljós að 56,2% lækna styðja dánaraðstoð. Hún heldur því fram að þeir læknar sem hafi ígrundað málið ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að styðja dánaraðstoð hafi fremur svarað könnuninni. Með öðrum orðum tengir hún vandlega umhugsun lækna um dánaraðstoð við jákvæða afstöðu til hennar. Þessi viðurkenning af hálfu formannsins býr til ákveðna mótsögn við afstöðu hennar þar sem hún undirstrikar ómeðvitað tengslin á milli góðrar ígrundunar og stuðnings við dánaraðstoð. Ómögulegt að blanda ekki læknum inn í málið Í þættinum ræddi formaður LÍ þann möguleika að útfæra dánaraðstoð án beinnar aðkomu lækna þar sem þeirra grundvallarhlutverk – að lækna og líkna – geti þá haldist óbreytt sem og siðareglurnar. Þessi hugmynd er vandkvæðum bundin, sérstaklega í ljósi þeirra skilyrða sem sett eru fram í frumvarpinu. Þau krefjast þess m.a. að læknir meti heilsufar sjúklinga og ávísi lyfjum sem hluti af ferlinu. Þannig virðist það vera flókið, ef ekki ómögulegt, að taka lækna algjörlega út út jöfnunni við veitingu dánaraðstoðar. Hins vegar er vert að taka fram að ekki er gert ráð fyrir að marga lækna þurfi til að annast dánaraðstoð á Íslandi. Ekki er heldur gerð krafa um að ALLIR verði að veita hana heldur aðeins þeir læknar sem eru tilbúnir til þess. Hér má greina samanburð við giftingar samkynhneigðra áður fyrr en í upphafi var prestum heimilt að neita að gefa saman samkynhneigð pör og var þessi réttur þeirra kallaður „samviskufrelsi“. Hið sama ætti við í tilviki dánaraðstoðar. Hvetjum til opinnar og gagnsærrar umræðu Við hvetjum LÍ til að efna til opinnar og gagnsærrar umræðu um dánaraðstoð innan félagsins. Byggt á þeim samtölum sem við í Lífsvirðingu höfum átt við lækna höfum við ástæðu til að ætla að stuðningur þeirra við dánaraðstoð sé meiri en formaður LÍ gefur til kynna. Við hvetjum því LÍ til að taka tillit til og virða sjónarmið meirihluta lækna eins og þau birtast í nýlegri viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti ætti að hefja samtalið og leyfa umræðunni að þroskast áfram. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru í nafni félagsins endurspegli raunverulegan vilja og afstöðu lækna. Lífsvirðing leggur einnig ríka áherslu á mikilvægi þess að LÍ undirbúi og framkvæmi ítarlega viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um dánaraðstoð. Áður en slík könnun fari fram er grundvallaratriði að félagið bjóði félagsmönnum upp á víðtæka fræðslu um þann stranga lagaramma og það faglega verklag sem er við lýði í þeim löndum sem hafa leyft dánaraðstoð auk kynningar á þeim ólíku útfærslum sem þjóðir hafa valið. Finnska læknafélagið er nú þegar að taka þessi skref. Könnun sem var framkvæmd í vetur meðal félagsmanna þess leiddi í ljós að 55% finnskra lækna eru hlynntir dánaraðstoð. Í maí er fyrirhugað að efna til umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og hvaða stefnu finnska læknafélagið ætti að hafa. Slík nálgun auðgar ekki aðeins umræðuna innan læknastéttarinnar heldur stuðla einnig að vel upplýstri og ígrundaðri ákvörðunartöku varðandi mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 27. mars sl. var dánaraðstoð umfjöllunarefnið í Pallborðinu á Vísi. Gestir þáttarins voru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Tilefni þáttarins var m.a. að ræða nýlegt frumvarp um dánaraðstoð sem var lagt fram í byrjun mars. Hér fyrir neðan eru okkar viðbrögð við því sem kom fram í þættinum. LÍ veigrar sér við að skrifa umsögn um frumvarpið Læknafélag Íslands (LÍ) ákvað að senda ekki inn umsögn um frumvarpið, þrátt fyrir að formaður þess hafi lýst því yfir að afstaða félagsins sé skýr; það sé mótfallið því að læknar veiti dánaraðstoð. Formaður félagsins fullyrðir einnig að það hafi þó skoðanir á frumvarpinu. En hvers vegna velur félagið að láta ekki afstöðu sína endurspeglast í formlegri umsögn um frumvarpið? Er það ætlun LÍ að stýra umræðunni með því að íhuga málið, móta sér stefnu og hugsanlega taka svo þátt í samræðum eftir það? Er mögulegt að þessi tregða til að tjá sig formlega um frumvarpið sé í raun tilraun til að seinka framgangi málsins og drepa umræðunni á dreif? Breytingar á afstöðu læknafélaga Formaður LÍ bendir á að alþjóðasamtök lækna séu andvíg dánaraðstoð sem og langflest aðildarfélög samtakanna. Þess má geta, þrátt fyrir þessa andstöðu, að dánaraðstoð hefur verið lögleidd í 8 löndum í Evrópu, löndum Eyjaálfu auk Kanada, Kúbu og tveimur ríkjum í Suður-Ameríku. Auk þess hafa lög sem heimila dánaraðstoð tekið gildi í 11 fylkjum Bandaríkjanna. Í þeim löndum/fylkjum þar sem dánaraðstoð er lögleg hafa læknar verið hluti af ferlinu og gert það af fúsum og frjálsum vilja. Enginn læknir er þvingaður til að veita dánaraðstoð gangi það gegn skoðunum hans. Á undanförnum áratug hafa fjölmörg samtök lækna og hjúkrunarfræðinga í Bretlandi endurskoðað afstöðu sína til dánaraðstoðar eftir að þau létu kanna skoðanir félagsmanna. Sem dæmi þá hafa bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) fært sig frá því að vera mótfallin lögleiðingu dánaraðstoðar yfir í að taka hlutlausa afstöðu. Þessi þróun sýnir breytt viðhorf þessara heilbrigðisstarfsmanna til dánaraðstoðar, þrátt fyrir andstöðu frá læknafélögum á alþjóðavettvangi. Eitt af augljósustu merkjum um breytt viðhorf til dánaraðstoðar innan læknasamfélagsins á Íslandi er að í fyrsta skipti stíga fram fjórir læknar sem allir hafa langan starfsferil að baki og mikla starfsreynslu. Í umsögnum sínum um lagafrumvarpið lýsa þeir yfir stuðningi við frumvarpið og byggja málflutning sinn á haldgóðum rökum. Viðhorf þeirra vekur athygli og kallar á ígrundun innan LÍ um gildandi stefnu félagsins í afstöðu sinni til dánaraðstoðar. Læknafélagið hefur ekki viljað ræða málið Í Pallborðinu lýsti formaður LÍ yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa haft samráð við Læknafélagið við samningu og framlagningu frumvarpsins þar sem því sé beint sérstaklega að læknastéttinni. Þar gleymir hún að LÍ hefur ekki leitast við að taka virkan þátt í mótun frumvarpsins að eigin frumkvæði. Félagið gekk jafnvel svo langt árið 2021 að andmæla þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna í þeim tilgangi að fá sem gleggsta mynd af afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. Þessi staðfesta afstaða LÍ gegn dánaraðstoð vekur upp spurningar um vilja og áhuga félagsins á að vera þátttakandi í umræðunni. Lífsvirðing hefur ítrekað, frá stofnun þess árið 2017, boðið LÍ til umræðu um dánaraðstoð. Fyrsta svarið barst í febrúar 2024! Læknar sem hugsa meira um dánaraðstoð styðja hana Formaður LÍ dregur í efa niðurstöður könnunar heilbrigðisráðherra frá 2023 sem leiddu í ljós að 56,2% lækna styðja dánaraðstoð. Hún heldur því fram að þeir læknar sem hafi ígrundað málið ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að styðja dánaraðstoð hafi fremur svarað könnuninni. Með öðrum orðum tengir hún vandlega umhugsun lækna um dánaraðstoð við jákvæða afstöðu til hennar. Þessi viðurkenning af hálfu formannsins býr til ákveðna mótsögn við afstöðu hennar þar sem hún undirstrikar ómeðvitað tengslin á milli góðrar ígrundunar og stuðnings við dánaraðstoð. Ómögulegt að blanda ekki læknum inn í málið Í þættinum ræddi formaður LÍ þann möguleika að útfæra dánaraðstoð án beinnar aðkomu lækna þar sem þeirra grundvallarhlutverk – að lækna og líkna – geti þá haldist óbreytt sem og siðareglurnar. Þessi hugmynd er vandkvæðum bundin, sérstaklega í ljósi þeirra skilyrða sem sett eru fram í frumvarpinu. Þau krefjast þess m.a. að læknir meti heilsufar sjúklinga og ávísi lyfjum sem hluti af ferlinu. Þannig virðist það vera flókið, ef ekki ómögulegt, að taka lækna algjörlega út út jöfnunni við veitingu dánaraðstoðar. Hins vegar er vert að taka fram að ekki er gert ráð fyrir að marga lækna þurfi til að annast dánaraðstoð á Íslandi. Ekki er heldur gerð krafa um að ALLIR verði að veita hana heldur aðeins þeir læknar sem eru tilbúnir til þess. Hér má greina samanburð við giftingar samkynhneigðra áður fyrr en í upphafi var prestum heimilt að neita að gefa saman samkynhneigð pör og var þessi réttur þeirra kallaður „samviskufrelsi“. Hið sama ætti við í tilviki dánaraðstoðar. Hvetjum til opinnar og gagnsærrar umræðu Við hvetjum LÍ til að efna til opinnar og gagnsærrar umræðu um dánaraðstoð innan félagsins. Byggt á þeim samtölum sem við í Lífsvirðingu höfum átt við lækna höfum við ástæðu til að ætla að stuðningur þeirra við dánaraðstoð sé meiri en formaður LÍ gefur til kynna. Við hvetjum því LÍ til að taka tillit til og virða sjónarmið meirihluta lækna eins og þau birtast í nýlegri viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti ætti að hefja samtalið og leyfa umræðunni að þroskast áfram. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru í nafni félagsins endurspegli raunverulegan vilja og afstöðu lækna. Lífsvirðing leggur einnig ríka áherslu á mikilvægi þess að LÍ undirbúi og framkvæmi ítarlega viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um dánaraðstoð. Áður en slík könnun fari fram er grundvallaratriði að félagið bjóði félagsmönnum upp á víðtæka fræðslu um þann stranga lagaramma og það faglega verklag sem er við lýði í þeim löndum sem hafa leyft dánaraðstoð auk kynningar á þeim ólíku útfærslum sem þjóðir hafa valið. Finnska læknafélagið er nú þegar að taka þessi skref. Könnun sem var framkvæmd í vetur meðal félagsmanna þess leiddi í ljós að 55% finnskra lækna eru hlynntir dánaraðstoð. Í maí er fyrirhugað að efna til umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og hvaða stefnu finnska læknafélagið ætti að hafa. Slík nálgun auðgar ekki aðeins umræðuna innan læknastéttarinnar heldur stuðla einnig að vel upplýstri og ígrundaðri ákvörðunartöku varðandi mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun