Kjósum Guðrúnu sem biskup fyrir fólkið og framtíðina Herdís Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2024 14:00 Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar