Segir Play með 45 prósent íslenskra farþega í Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2024 21:21 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play. Einar Árnason Nýr forstjóri Play segir flugfélagið komið með 45 prósent íslenskra farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Hann segir vísbendingar um að ferðamannafjöldi til Íslands í ár verði svipaður og í fyrra, jafnvel meiri. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í tilefni hlutafjárútboðs. Félagið beinir núna fimmhundruð milljóna króna útboði að almenningi og smærri hluthöfum en var áður búið að sækja sér aukið hlutafé til fagfjárfesta. „Við erum fyrir nokkru búin að tilkynna að við erum búin að safna 4.500 milljónum í þeirri hlutafjárhækkun. Og þetta er svona lokahnykkurinn,“ segir Einar. Play er núna með tíu Airbus-þotur í flotanum.Vilhelm Gunnarsson Á nærri þriggja ára rekstrartíma hefur Play ekki enn náð að skila hagnaði. Forstjórinn segir ekki óeðlilegt að slíkt taki þrjú til fjögur ár. „Þetta tekur alltaf svolítinn tíma. En við erum að gera ráð fyrir að við förum í kringum núllið á þessu ári og síðan í plús á því næsta. Og það er ekkert úr takti við það sem við sjáum hjá erlendum félögum.“ Félagið er komið með tíu þotur og yfir fimmhundruð starfsmenn. Einar Örn áætlar að veltan í ár verði um fjörutíu milljarðar króna og að um ein og hálf milljóna farþega fljúgi með Play á árinu. Þannig fari núna fimmti hver farþegi um Leifsstöð með Play og hlutfall Íslendinga sé orðið enn hærra. „Það eru auðvitað tugir flugfélaga þarna og eitt sem gnæfir yfir. Svo erum við næststærstir en með tuttugu prósent í Keflavík. En erum með, að okkar mati, um það bil 45 prósent af öllum Íslendingum. Og það sýnir, að okkar mati, að þegar við höfum náð að kynna okkur fyrir markaðnum þá er okkur mjög vel tekið,“ segir forstjórinn. Um 20 prósent farþega um Leifsstöð fljúga með Play, en 45 prósent Íslendinga, að sögn forstjóra félagsins.Vilhelm Gunnarsson Misvísandi upplýsingar hafa borist að undanförnu um hvernig horfir í ferðaþjónustu. En hvernig meta þau hjá Play stöðuna? „Merkin sem við erum að fá eru að árið 2024 verði í ferðamannafjölda til Íslands eitthvað svipað og í fyrra. Ég myndi halda frekar örlítil aukning heldur en örlítill samdráttur. En sem sagt, frekar svipað.“ Athygli vakti í síðasta mánuði að Birgir Jónsson vék úr starfi forstjóra fyrir Einari Erni sem verið hafði stjórnarformaður Play í þrjú ár en hann er stærsti eigandinn. „Ég er að setja drjúgan hluta af mínum peningum í þetta og langar bara svolítið að fylgja þeirri fjárfestingu minni eftir með þessum hætti,“ segir Einar Örn Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Airbus Tengdar fréttir Forstjóraskipti hjá Play Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY. 17. mars 2024 16:27 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í tilefni hlutafjárútboðs. Félagið beinir núna fimmhundruð milljóna króna útboði að almenningi og smærri hluthöfum en var áður búið að sækja sér aukið hlutafé til fagfjárfesta. „Við erum fyrir nokkru búin að tilkynna að við erum búin að safna 4.500 milljónum í þeirri hlutafjárhækkun. Og þetta er svona lokahnykkurinn,“ segir Einar. Play er núna með tíu Airbus-þotur í flotanum.Vilhelm Gunnarsson Á nærri þriggja ára rekstrartíma hefur Play ekki enn náð að skila hagnaði. Forstjórinn segir ekki óeðlilegt að slíkt taki þrjú til fjögur ár. „Þetta tekur alltaf svolítinn tíma. En við erum að gera ráð fyrir að við förum í kringum núllið á þessu ári og síðan í plús á því næsta. Og það er ekkert úr takti við það sem við sjáum hjá erlendum félögum.“ Félagið er komið með tíu þotur og yfir fimmhundruð starfsmenn. Einar Örn áætlar að veltan í ár verði um fjörutíu milljarðar króna og að um ein og hálf milljóna farþega fljúgi með Play á árinu. Þannig fari núna fimmti hver farþegi um Leifsstöð með Play og hlutfall Íslendinga sé orðið enn hærra. „Það eru auðvitað tugir flugfélaga þarna og eitt sem gnæfir yfir. Svo erum við næststærstir en með tuttugu prósent í Keflavík. En erum með, að okkar mati, um það bil 45 prósent af öllum Íslendingum. Og það sýnir, að okkar mati, að þegar við höfum náð að kynna okkur fyrir markaðnum þá er okkur mjög vel tekið,“ segir forstjórinn. Um 20 prósent farþega um Leifsstöð fljúga með Play, en 45 prósent Íslendinga, að sögn forstjóra félagsins.Vilhelm Gunnarsson Misvísandi upplýsingar hafa borist að undanförnu um hvernig horfir í ferðaþjónustu. En hvernig meta þau hjá Play stöðuna? „Merkin sem við erum að fá eru að árið 2024 verði í ferðamannafjölda til Íslands eitthvað svipað og í fyrra. Ég myndi halda frekar örlítil aukning heldur en örlítill samdráttur. En sem sagt, frekar svipað.“ Athygli vakti í síðasta mánuði að Birgir Jónsson vék úr starfi forstjóra fyrir Einari Erni sem verið hafði stjórnarformaður Play í þrjú ár en hann er stærsti eigandinn. „Ég er að setja drjúgan hluta af mínum peningum í þetta og langar bara svolítið að fylgja þeirri fjárfestingu minni eftir með þessum hætti,“ segir Einar Örn Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Airbus Tengdar fréttir Forstjóraskipti hjá Play Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY. 17. mars 2024 16:27 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Forstjóraskipti hjá Play Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY. 17. mars 2024 16:27
Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11
Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03